Austfirðingur - 25.06.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 25.06.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRfMNIGUR Baldvinsson og aöra bankastjóra Útvegsbankans. Og þykir líklegast aö þessi mál verði látin fylgjast aö. En um málið á hendur Magn- úsi Guðmundssyni og forstjórum Kveldúlfser þaö nö segja aö þeim er haldiö áfram, og mun dómur ganga í þeim til sýknu eöa saka, eftir því sem efni standa til. 3. Frjettaskeyti þaö, sem birtist á öðrum stað í blaöinu um rekstur síldarbræðslustöövarinnar á Siglu- firöi gefur tilefni til margra hug- leiðinga. Framsókn og sósíalistar hafa mjög dásamað það fyrirtæki, enda hjelt dómsmálaráðherrann vígsluhátíð mikla (á kostnað fyrir- tækisins) og kostaði það hóf yfir 3 þúsund krónur. En annars er um stofnun síldarbræðslunnar það aö segja að stjórnin haföi heim- ild til að varja 1 miljón til stofn- unar og starfrækslu síldarbræðslu- stöðva á Norðurlandi og annars- staðar, þar sem hentast þætti. Stjórninni þótti ekki „hent“ að reisa síldarbræöslustöð hjer á Seyðisfiröi eða annarsstaðar, sem til mála hefir komið. Hún reisti eina stöð í stað fleiri og setti hana niður á Siglufirði. Og hún varði til þess ekki 1 miljón eins og heimilað var, heldur hátt á aöra miljón, eða 1.700.000. Þarf árlega 100—150 þús. króna gróða af rekstrinum einungis til þess að borga vexti af því fje, sem ífyrir- tækið heflr verið lagt. 4. Þegar undirbúningur síldar- bræðslustöðvarinnar var slíkur, hefði mátt búast við að gætt yrði allrar sparsemi og fyrirhyggju um reksturinn. En eins og sjest á frjettaskeytinu, sem nefnt var, hef- ir reksturinn verið slíkur, að hvergi nema í sjálfu Stjórnarráð- inu undir handarjaöri ráöherr- anna, er hægt að finna hliðstætt dæmi bruðlunar og óhófs. Verk- smiðjan hefir greitt í almennri dag- vinnu um kr. 1,50 um klst, í eftirvinnu 1,80 og í sunnudaga- vinnu 3 kr. um klst. En svo hafa þeir vísu stjórnendur fyrirtækisins gengið inn á að Mlengja“ sunnu- daginn, svo hann hefir orðið 36 stundir, en virku dagarnir hafa ekki verið nema 8 stundir — auk eftir- vinnutímans. Með þessari lengingu hvíldardagsins og „stýfingu“ vinnu- daganna hefir kaup verkamanna orðlö 600 kr. á mánuði. Og þeir vilja heldur ganga atvinnulausir, en slaka í nokkru til frá þessu. Svona er nú um fyrirtækið, sem Jónas Jónsson vígði með mestri viðhöfn, þegar stjarna hans var í hálofti. ðngþveiti síldarbræðslunnar á Siglufíröi. [Frá frjettaritara Áustfirðings í Reykjavík,] Hinn 10. maí voru skipaðir í stjórn Síldarbræðslustöðvar ríkis- ins á Siglufirði þeir Sveinn Bene- diklsson, þormóður Eyjólfsson og Guðmundur Hlíðdal. Áttu þeir sam- ræður við ríkisstjórnina um rekstur síldarverksmiðjunnar og horfur. Þótti sýnt aö verksmiöjan mundi ekki geta starfað í sumar, nema rekstrarkostnaður lækkaði stórlega frá því sem var í fyrra. Bauðst verksmiðjustjórnin að lækka laun sín um 7500 krónur, til þess að ganga á undan f þessum efnum. Hinn 14. maí fóru þeir svo norður, Sveinn Benediktsson og Þormóður Eyjólfsson og áttu tal viö fasta starfsmenn verksmiöj- unnar um kauplækkun. Tóku þeir allir vel undir málaleitunina. Bauð framkvæmdastjóri 6400 króna lækkun, skrifstofumaður 1200 kr. lækkun og verkstjóri 800 króna lækkun. Nemur lækkun fastra launa þá 33.7%. Nú var leitað til verkamanna. í fyrra var greitt að meðaltali á síldarmál kr. 3,34. Nú vill verk- smiðjan lækka þetta ofan í 3 kr. Kaup sjómanna, sem var í fyrra 207—242 kr. á mánuði, lækkaöi þannig um rúmlega 10% og er ekki hægt að krefjast meiri lækk- unar af sjómönnunum. Aftur horf- ir málið öðruvísi við, að því er snertir landvinnukaupið. Fast mán- aðarkaup í landi fyrir 216 vinnu- stundir var 325 kr. Föst eftirvinna 3 stundir daglega var greidd með kr. 1.80 um klst. Voru þaðífyrra að meðaltali 66 stundir á mánuði eða kr. 118,80. Helgidagavinna var 48 stundir, eða 144 kr. á mánuði. Auk þess önnur eftirvinna fram yfir 3 stundir, svo aö verkamanna- kaupið varð alis um 600 krónur á mánuði. Verksmiöjustjórnin gekst fyrir því, að kallaður var saman fundur í verkamannafjelaginu. Geröi hún það tilboð, aö fyrir sama vinnu- stundafjölda sem í fyrra greiddust 438 krónur og að verkamönnum yrði trygð 500 stunda vinna með kr. 1.25 kaupi yfir síldveiðitímann, sem yrði greitt þótt síldveiði brygð- ist. Mæltist verksmiðjustjórnin til að kosin yrði nefnd til að athuga tilboðið. En því spilti Guðmundur Skarphjeðinsson. Var síðan sam- þykt með öllum atkvæðum að fundurinn væri mótfallinn allri kauplækkun og hjeldi fast við kauptaxta verkamannafjelagsins. Síöarmeir vildu starfsmenn hjá verksmiðjunnl þó slaka til og báru fram á fundi í verkamannafjelaginu hinn 20. júní svofelda tillögu : „Samkvæmt einróma tilmælum allra verkamanna ríkisverksmiðj- unnar samþykkir fundurinn að breyta kauptaxta fjelagsins þannig, að helgidagavinnutaxti fjelagsins gildi aðeins frá því kl. 12 á laug- ardagskvöld þangaö til kl. 12 á Reynslan er ólýgnust! öllum málurum kemur saman um það, að allskonar málvörur frá A.s. Sadolin & Holmblad, Kaupmannahöfn, eru bestar. „Concret“ Cement-Emaille er máltegund, sem mála á með allskonar steinsteypu. Styrkir steyp- una, endist vel, mjög áferðarfallegt, fæst í 16 litum. Nánari upplýsingar og notkunarreglur Iæt jeg í tje. Gfsli Jónsson. sunnudagskvöld" (áöur var helgin talin 36 tímar). Kommúnistar fjölmentu á fund- inn og var tillagan feld með 55 atkvæðum gegn 50. Nú eru þeir Sveinn Benedikts- son og þormóður komnir suður til að ráðgast við ríkisstjórnina um hvað gera skuli. Þótt kaup fá- ist lækkað eins og þeir fóru fram á, er sýnt að verksmiðjan getur ekki greitt fyrningu, vexti, afborg- anir, opinbera skatta ogbíðurauk þess sen/zilega stórhalla vegna sf- vaxandi verðhruns á síldarmjöli. Framtíð Þýskalands. Það þarf ekki djúpt að grafatil þess að komast aö raun um, aö Þýskaland hlýtur fyr eða síðar að bugast undir þeim byrðum, sem á því hvíla vegna Versalasamning- anna, og fjárhagslegrar kreppu, sem ekki á sinn líka. Spurningin var ekki hvort hrunið kæmi, held- ur hverskonar hrun þaö yrði, þeg- ar það kæmi. Mundi það verða borgarastyrjöld með úrslitasigri annaöhvort kommunista eða fas- ista? Mundi það verða sundrun þýska ríkjasambandsins ? Eða yrði það einungis gjaldþrot og gjald- eyrishrun sem af því leiddi ? Eini hluturinn, sem ólíklegur virtist var að til valda kæmust þeir, sem mesta sökina áttu á óförum Þýska- lands. Ef hin ógurlegu ár, sem liðin eru síðan 1914, hefðu kent heiminum nokkuð, og þá sjerstak- lega Þýskalandi, þá hefði mátt ætla að það væri, að prússneska stefnan, hernaöarstefnan, gæti að- eins leitt til glötunar. Samt hefir nýlega komist á laggirnar stjórn í þýskalandi, sem bæði aö því er snertir menn og stefnu, heyrir til gamla tímanum, fyrir heimsstyrj- öldina. Jafnvel málfar þeirra er gamal kunnugt og nú ganga fjöll- unum hærra allskonar sögur, um að Hohenzollernættin muni aftur koma til valda, mikinni her, um breytingarnar á stjórnarskránni, svo að komist geti á raunveru- legt einræði. Glamur Hitlers og stórmenskubrjálæði var nógu slæmt, sjerstaklega af því að hann er ofurmenni í augum margra Þjóðverja, en þó er Hitler hátíð hjá þessum barónum, sem hafa verið sóttir af gjaldþrota óðulum sínum í Prússlandi til þess að stjórna siðaðri þjóð. Því þegar öllu er á botninn hvolftþá er þó í fylgismönnum Hitlers einhver þrá eftir betra ástandi en því sem er, hvað sem um hann sjólfan verður sagt. Flokkur hans horfir fram, þótt í þoku sje, og auk Gyðingahatursins berjast þeir einn- ig gegn ýmsum meinsemdum þjóð- fjelagsins. En barónarnir og hers- höfðingjarnir horfa með mestu rósemi aftur yfir 18 árahörmung- artímabii, til þeirrar gullaldar er þeir rjeðu einir öllu í þýskalandi. En ætli ráöuneyti von Papen’s takistað haldavöldum? Ef blöðin og stjórnmálaflokkarnir, jafnvel að meðtöldum Nasistunum, gefa nokkuð til kynna um almennlngs- álitið á Þýskalandi, þá lítur út fyrir aö nýja stjórnin hafi ekki neinn stuðning í landinu. Ástæð- an til þess að hún hefir völd er aöeins ein — sú, að Hindenburg forseti ljet flækja sjer inn í stjórn- málabrellu, vegna elli eða veik- Ieika. Kanslarinn fyrverandi Dr. Brúning átti yfir að ráða meiri- hluta íRíkisdeginum, hann var meira en nokkur annar vaidur að sigri Hindenburgs í forsetakosningun- um. Laun hans urðu þau að vera rekinn frá völdum rjett fyrir Lausanne ráðstefnuna, og fá að eftirmanni svikara úr sínum eigin flokki, mann sem hafði enga stj<jni- skipulega aðstöðu til stjórna?? myndunar. Ráðuneyti von Papen’s þorði ekki að líta framan í ríkis- þingið, því þar var ósigur þess gefinn, og 6. júní skrifaði Hinden- burg undir fyrirskipun um að nýjar kosningar til ríkisþingsins skyldi fram fara 31. júlí. Þannig á Þýskaland viö einræði að búa fram að þeim kosningum, og á öllum milliríkjaráðstefnum verða fulltrúar þess umboðslausir af hálfu þjóðarinnar. Forsætisráð- herra Prússa, Braun, er farinn burtu, beygður maður, að því er sagt er, og ekki búist við endur- komu hans. Tilraun hefir verið gerð af hálfu ráðuneytisins að neyða prússneska þingið til að fallast á einræði sjerstaks umboös- manns. Og bann- það, sem fyrir nokkrum vikum var sett á herlið Hitlers með samþykki Hinden- burgs, hefir nú verið afnumið. Nú segja menn að Hindenburg muni standa fast á því að brjóta ekki hollustueið sinh við lýðveld- ið, og er það eitt af þvf fáa sem ábyggilegt er talið í þýskum stjórn- máium, en það er erfitt að sam- ríma frávikningu Dr. Brúnings’og útnefningu von Papen’s til að# mynda ráðuneyti sjerstaklega

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.