Alþýðublaðið - 09.07.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.07.1923, Blaðsíða 3
 ef bankinn hefbi, síban nefndin lauk störfum sÍDum, veitt einhver stór lán, sem hefðu bakað eða œtla mætti að mundu baka bankanum stórtjón, og skal því fljótt svarað, að bankastjórnín neitar því ger- samlega, aö nokkur slík lán hafl verið veitt í bankanum, enda hefir enginn þeirra manna, sem hafa verið að fitja upp á nýrri rann- sókn, drepið á neitt slíkt. (Frh.) Svefnvéi. Norskur verkfræðingur, N. W. Aasen, hefir haldið sýniDgu á svefnvél, er hann hefir íundið upp. í löngum fyrirlestri lýsti hann þjáningum af svefnleysi og benti á, hversu skaðleg áhrif ýmis svefn lyf hefðu á mannleg lfffæri, Til- efni þess, að hann fór að fást við uppfundningu svefnvélar, kvað hann hafa verið það, að hann þjáðist í 4 ár af megnu svefnleysi. Hann aðgætti, hversu fljótt barn er að sofna, er því er vaggað, og hversu gott fullorðnir eiga líka með að falla í svefn, er þeir ferð- $st með gufuskipum eða í eim- lestum, og komst að þeirri niður- stöðu, að háttbundnar vélahreyf- ingar eða hljóð yllu syfju. Bnn hafði hann tekið eftir þvf, að her- menn, er skyldu sofa stutta stund, drægju eins og ósjálfrátt húfuna fram yfir andlitið og sofnuðu þá fljótt. Hann varð þess fullvís, að af öllum utanaðkomandi áhrifum ylli helzt syfju loftstraumur með stuttum köflum yflr augu og enni. Þetta er það, sem rekur ketti, refi og hunda til þess að stinga neflnu undir rófuna, er þeir vilja sofna, og fuglana til að stinga höfðinu undir væng sér. Nú eru menn rófulausir, sem kunnugt er, og því bjó þessi slyngi verkfræð- ingur til grímu, sem geti haft sömu áhrif sem húfa hermannsins eða skottsendi kvikindsins. Vélin, sem gerð er úr aluminum, er útbúin með hugvitsamlegum loftræsi, sem flyt- ur hreint loft í vélina. Gríman liggur nokkuð þétt að niðurandlit,- inn og veldur því, að loftstraum- urinn, er maðurinn andar frá sér, __ í rennur upp um augu og enni. Með þessum hætti falla hlýjar )oft- öldur um andlitið, sem færa þreytt- um manninum þveyðan svefn. Uppflnnandinn ábyrgist öllum, er fá sór vélina og nota hana, fastan og draumlausan svefn. Blaðið útlenda, sem þetta er tekið eftir, segist ekki efast um gildi uppfundningarinnar, en þykir nokkuð mikið haft fyrir svefnin- um. Hitt só miklu betra ráð, sem greinarhöfundu'rinn noti, að lesa dálitla stund í aftuihaldsblaði og láta það síðan falla á gólfið; það só bæði ódýrt og hættuiaust svefnlyf. Bækur og rit, send Alþýðublaðinn, Fiskrannsðknir 1921—1922. Skýrsla til stjórnarráðsins. Eftir Bjarna Sœmundsson. — Skýrsla þessi, sem er sérprentuð úr »And- vara< í ár, er fróðleg mjög, eins Bdgar Rice Burroughe: Dýr Tarzana. svo. Heili hennar og taugar voru daufar af þjáning- um og áföllum. Honum til uhdiunar lék dauft, en því nær hamingjusamlegt broa um varir hennar. Hún var . að hugsa um, þakklátt í hjarta, að þessi litli líkami var ekki af elsku litla Jack hennar, og — bezt af öllu — Rokoff vissi líklega ekki hið sanna. Helzt hefði hún viljað segja þetta upp í opið geðið á honum, en hún þorði það ekki. Ef hann framvegis héldi, að hér væri barnið hennar, var hinn rótti Jack því öruggari, hvar sem hann var. Hún hafði reyndar enga hugmynd um veru- etað sonar síns; — hún vissi einu sinni ekki, hvort hann var enn á lífi. fó gat það verið. Þab gat meira en verið, að einhver félagi Rokofis hefði án vitundar han3 haft, skifti á börn- um, og sonur hennar gat verið hjá einhverjum vin- um hennar í Lundúnum. Nóga vini átti hún þar, sem bæði vildu og gátu greitt hvað háa upphæð Bem var í lausnargjald, væri þess krafist, til þess ab sonur lávarðsins af Greystoke yrði laus lút- inn. Ótal sinnum háfði hún hugsað um þetta og á ýmsa vegu, síðan Sveinn, nóttina góðu á Kincaid hafði lagt barnið í arma hennar og hún um morguninn hafði sóð, að hún átti það ekki. Pess oftar sem hún hugsaði um þetta, því kærari varð henni sá draumur að Jack litli vtiri jnú óhultur. Aldrei mátti Rússinn vita, að þetta væri ekki 1 hennar barn. Hún sá, að úti var um sig; — þegar Sveinn og maður hennar voru úr sögunni, vissi enginn af þeim, sem hefði getað og viljað hjálpa henni, hvar hennar var að leita. Hún vissi að hótun Rokoffs var ekkert skrum. Hún efaðist ekki um, að hann mundi framkvæma, eba reyna að framkvæma allar hótanir sínar. En í versta falli þýddi það að eina skjótari endalok hennar og lausn frá öllum þjáningum. Hún varð að finna eitthvert ráð til þess að fyrirfara sór, áður en Rokoff kæmi áformum sínum fram. Haná vantaði að eins tíma, — tíma til þess ab hugsa og búa sig undir dauðann. Hún fann, að hún gat ekki stigið síðasta skreflð fyrr en öll von var úti. Hún þráði því að eins líflð, að hún sæi ráð til þess aÖ komast aftur til barnsins síns, og þótt sú von væri veik, vildi hún ekki vísa henni á bug fyrr en í fulla hnefana, og hún sá, að hún varð ab kjósa railli tveggja, — Nikolas Rokoffs — eða dauða fyrir eigin hendi. >FarðuI< aagði hún við Rússann. >Farðu, og lof mér að vera einni með líkinu. Heflrðu ekki gert mér nóg ilt, þótt þú látir mig nú vera í friði ? Hvað hefl óg ilt gert þór, ef þú getur aldrei hætt að elta mig ?< >Þú geldur fyrir syndir apans, sem þú kaust, þegar þú gazt fengið heldri mann og ást hans, — Nikolas Rokofl,< svaraði hann. »En til hrers er að þrátta um málið? Við gröfum barnið hér, og þú ferð strax með mór til búða minna. Á morgun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.