Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 12.01.1927, Qupperneq 4
4 VIKUOTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS
Þingeyrar allrar hamingju í störf-
um sínum á nýbyrjuðu ári og í
allri framtíð.
Sóttvarnir
vegna „inilúeis5su“
(„spænskrar veiki1*).
Út af skeyti um útbreiðslu „in-
flúenzu“ („spænskrar veiki“) i Ev-
rópu hefir heilbrigðistjórnin sent
sendiherra fslands í Kaupmanna-
höfn fyrirspurnir um veikina til
þess að geta gert nauðsynlegar
ráðstafanir urn sóttvarnir, ef þurfa
pætti. Svarskeyti sendiherrans
fara hér á eftir:
Khöfn, 8. jan.
„Inflúenza“ breiðist nú út um
alla Evrópu. Á Spáni, Suóur-
Frakklandi og Sviss er hún skæð,
annars staðar ekki. Væg „inflú-
enza“ hér, útbreidd á Jótlandi, en
enn j)á ekki útbreidd í Kaup-
mannahöfn, einnig væg í Noregi,
þó sögð skæð í Kristianssand. Bú-
ist er við frekari farsótt hér og
gerður viðbúnaður, en hvergi í
Danmörku bannaðar samkomur
enn. Samkomubann í Sviss, en
ekki frétt urn slík bönn annars
staðar. Skólar hér og annars stað-
ar sýna varúð, halda börnum frá
smituðum heimilum.
Khöfn, 9. jan.
„Skæður“ Jrýðir manndauóa,
„vægur“: enginn manndauði og
sóttin yfirleitt mjög létt. Ómögu-
legí að segja um manndauða
„procentvis“. Sem dæmi um jrað
skæðasta er bærinn Montpellier
á Suöur-Frakklandi með níutíu
þúsund íbúa. Þar dóu hundrað á
þrem dögum. Aðalástæða til
manndauða er lungnabóiga. „ln-
flúenzan“ hefir útbreiðst á
skömmum tíma á Norðurlöndum
og yfirleitt í Evrópu. Hefir hún
einkenni spænskrar veiki í Suð-
ur-Evrópu, þar sem hún er skæð,
en alis ekki annars staðar. í
Kaupmannahöfn er hún ekki tal-
in „epidemisk" (skæð) enn.
• Sakir þessara fregna heíir nú
lieilbrigðisstjórnin sent út svo-
hljóðandi
Fyrirskipanir heilbrigðistjórn-
arinnar vegna „inflúenzu“:
Illkynjuð -„inflúenza" á Spáni,
Suður-Frakklandi, Sviss og Krist-
ianssand í Noregi. Bráðabirgðaráð-
stöfun: Einangrið öll aðkomuskip,
þar til liðnir eru sex sólarhringar
frá því, að þau létu út úr er-
lendri höfn. Ef þá eru allir frísk-
ir, má leyfa óhintlruð mök við
land. Meðan skip er í sóttkví,
má ferma og afferma, ef gerlégt
þykir án þess, að skipsmenn eigi
nein smithættuleg mök við lands-
menn.
f samræmi við þetta er slept
viðkomu „Lyru“ í Vestmannaeyj-
um, en viðskiftum við skipið verð-
ur hagað þannig, að skipsmenn
láta vörur einir á land, en menn
úr landi mega ekki fara út í skip-
ið. Ef menn þurfa óhjákvæmilega
að fara út í útlent skip, verða
þeir sóttkvíaðir í 6 daga á eftir.
Erlend taðlndi.
Simfregnir 6 —10 jan.
Frá Lundúnum er símað, að á-
standið í 'Hankow í Kína sé afar-
alvarlegt. Kínverjar hafi ráðist inn
á umráðasvæði Englendinga og
ofsæki íbúana, ræni enskar búðir
og flæmi burt eigendurna. Kyrra-
hafsfloti Englands hefir verið
sendur til hjáipar. Bardagi milli
Norðurhersins og Canton-hersins
um Shanghai er hafinn skamt frá
Hankow.
Frá Berlín er símað, að spænska
veikin geysi á Frakklandi, Spáni,
Sviss og Þýskaindi. Margir hafa
dáið af völdum hennar, einkum
á Frakklandi.
Frá Lundúnum er símað, að
vegna þess, að enskir menn í Han-
kow í (Kína þyki í lífshættu stadd-
ir, hafi verið gripið til þess úr-
ræðis, að flytja konur og börn
enskra marina burt úr borginni.
Englendingar hafa fiutt burtu her-
lið sitt og sjálfboðalið af umráða-
svæði sínu og falið Cantonhernum
að vernda útlendinga þar.
Að því, er símfregnir frá Lund-
únum hermá, eru menn þar mjög
áhyggjufullir um, að verzluninni
við Kína sé alvarieg hætta búin.
Útlendingaandúðin í Kína magnist
stöðugt og á undirróðri Rússa í
Kína gegn Englandi séu engin lát.
Þá er og talið vonlaust með öllu,
að stórveldin verði áráft um sam-
eiginlega stefnu í má'.um, er
snerta Kína.
Frá Iíankow í Kína er símað,
að svo virðist sem undcnhald
Englendirga haíi sefað æsingarn-
ar, en þó er búist við, að það sé
að eins í bili. Ástandið er enn af-
ar-ískyggilegt og ógerningur að
spá um, hvað gerast kunni.
Frá París er símað, að margir
óttist, að dagar stjórnarinnar séu
um það bil taldir. - Orsökin til
þess er mótspyrna íhaldsráðherr-
anna gegn fransk-þýzku samn-
inga.ilraununum. Gizkað er á, ,að
það sé áform Briands að feggja
málið fyrir þingið von bráðara,
ef íhaldsráðherrarnir slaka ekki
til.
Frá Lundúnum er símað, að
þráðlaus viðtöl á milli Lundúna
og New York hafi hafist 7. þ. m.
Frá Shanghai er símað, að
sainningur hafi verið geröur á
milli stjórnarinnar í Kanton ogræð-
ismanns Breta í Hankow þess efn-
is, að Kínaher fari af umráða-
svæði Breta og þeir fái þar aftur
yfirráðin.
Frá Kiukiang er símað, að Bret-
ar flýi bæinn.
Frá Moskva er símað, að hrað-
lestarslys hafi orðið á milli Mos-
kva og Irkutsk. 16 menn fórust,
en 26 hlutu meiðsli af.
Frá Lundúnum er símað, að
íhaldsblöðin brezku ásaki Cham-
berlain um aðgerðaleysi í Kína-
málum, og telja þau undirróður
Rússa orsök óróans.
Frá Lundúnum er símað, að
menn óttist alment, að Evrópu-
menn verði flæmdir burt af öllum
forréttindasvæðum sínum í Kína.
Frá París er símað, að einn
þriðji þingmanna í Öldungadeild-
ina hafi verið kosinn 9. þ. m.
Vinstriflokkurinn vann nokkur
sæti. Millerand féll.
Frá Montreal í Kanada er sim-
(að, að Laurierleikhúsið hafi
brunnið. Sennilegt er, að 100
manns hafi farist í brunanum.
Frá París er símað, að páfinn
hafi bannfært blaðið „Action
Frangaise" vegna árása blaðsins
á sáttastarfsemi Briands. [Hér er
auðsæilega málum blandað. Það
er ekki hægt að bannfæra nema
einstaka menn eða heildir. Við
hitt mun vera átt, að blaðið hafi
verið sett á skrá þeirra rita, er
kaþólskir menn mega ekki lesa
(Index librorum prohibitorum).]
InixleEid tidiiseii.
Læknisliérað veitt.
Jóhann J. Kristjánsson, er var
settur læknir í Höfðahverfishér-
aði, hefir verið skipaður héraðs-
læknir j>ar.
Bæjarfulltrúakosning
ísafirði, FB., 9. jan.
á r.ð fara fram hér 22. þ. m. Tveir
listar komu fram: A-iisti (jafnað-
armanna): Magnús Ólafson íshús-
stjóii, Jón H. Sigmundsson tré-
smiður, Steíán Stefánsson skó-
smiður. B-listi (íhaldsmanna):
Matthías Ásgeirsson, fulltrúi bæj-
arfógeta, Jón S. Edwald ræðis-
maður, Ingvar’ Pétursson verk-
stjóri. Bæjarfögetinn gerði það að
frávikningarsök, ef fulltrúi hans
væri á listanum, en þó eigi fyrr
en íramboðsfrestur var út runn-
inn, svo ekki var unt að breyta list-
anum, og auglýAi kosninguna með
að eins eins dags fyrrivara. Fram-
boðsfrestur var út runninn í gær
um miðjan dag. [Skeylið er gre.'ni-
lega sent til afsökunar íhalds-
mönnuin, sem munu sjá, að til
lítils er að bjóða fram á ísafirði
rnann úr sínum flokki.]
Búnaðarmálastjóri.
Á þingmálaíundum Norður-lsa-
fjarðarsýslu var samþykt van-
traust á formanni Búnaðarfélags
Islands og krafa um að ö!l stjórn
búnaðarfélagsins fari frá vegna
frávikningar búnaðarmálasijóra.
Heilsufarsfréttir.
(Eftir símtali 10. jan. við land-
lækninn.) Tveir , kikhósta“-sjúkl-
ingar hafa bæzt við hér í borg-
inni s. I. viku. Að öðru leyti er
I ar á Suðurlandi. Sama er að segja
j um Vesturland. Þar cr að eins dá-
lítil „influenza". Útbreiðsla tauga-
veikinnar í Skagafirði er stöðv-
uð og „kikhóstinn" nyrðra breið-
ist mjög lítið út. Ófrétt af Aust-
urlandi.
Fiskbirgðirnar i landinu.
Talning á fiskbirgðum mun
bráðlega væntanleg frá fiskimats-
mönnunum, en eftir þeirn gögn-
um, sem nú liggja fyrir, verður
bráðabirgðaútreikningur þannig:
Birgðir 1. dez. 103 880 skpd., afli
í dez. um 600 skpd., útflutt í
dez. 35 350 skpd., birgðir 1. jan.
69130 skippund.
Drengur verður úti.
Frétt að norðan hermir, að
drengur frá Gafli í Víðidal í
Húnavatnssýslu, Sigurvaldi Krist-
vinsson, hafi orðiö úti á nýjárs-
nótt. Var hann á ferð ásamt föð-
ur sínum. Fengu þeir blindhríð
og viltust og urðu að lokum að
grafa sig í fönn. Andaðist dreng-
urinn í fönninni. Á nýjársmorgun
komst faðirinn heim við illan leik,
þjakaður mjög. Voru þau hjónin
eina fullorðna fólkið á heimilinu.
Fór móðirin þegar að leita að lík-
inu og kom heim aftur síðla clags
með það í fangi sér.
Vestur-íslenzfear fréttir.
FB., 6. jan.
Bók Þórstinu Jackson
um landnám íslendinga í Dakota
er nú kornin á islenzka bóka-
markaðinn vestra, og mun bók-
in vera um það bil að koma hing-
að til lands.
Slys.
Það hörmulega slys vildi til
30. okt., að ungur maður að nafni
Grímúlfur Hoggmann fé'l útbyrðis
af gufubátnum „Idyll“ og drukkn-
aði. Báturinn var á leið niður eftir
Rauðánni og ætlaði út á Winni-
pegvatn; var hann kominn nokkr-
ar mílur norður fyrir Selkirk, þeg-
ar slysið vildi til. Líkið fanst
nokkrum dögum síðar, og var það
flutt norður í Mikley og jarðað
þar, því þar var hinn látni upp
alinn og þar hafði hann dvalið
allan sinn aldur nerna seinustu
tvö árin, sem hann átti heiina í
Selkirk. Grímúlfur heitinn var 25
ára að aldri.
FB., 7. jan.
Guðmundur Grimsson
frá Langdon í North Dakota, rík-
islögmaður, hefir verið gerður að
héraðsdómara. Sá, er héraðsdóm-
araembættið hafði, Burr að nafni,
fékk embætti það, er Sveinbjörn
Johnson hafði. Innan dómhéraðs
Guðmundar eru bæði Pembina-
og Cavalier-héruð, og búa flestir
Dakota-Islendingar á því svæði.
Ritstjóri og ábyrgðarœaður
HaUbjörn Halldórsson.
Alþýðuprentsmiðjan.