Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 13.09.1928, Blaðsíða 3

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 13.09.1928, Blaðsíða 3
VfKUOTGAFA AU>VÐUBLAÐSINS 3 fWrnr»prpFpr»jwFp nm hér, me'ð þvi að bjóða út innan- landslán til byggingar útiarps- stöðvarinnar. K. G. Hljóð úr horni. „Mgbl." hefir nu loks látíð tíl sin heyra út af eltingaleiknum við konuna, sem flýði til Hafn- arfjaröar . Á laugardaginn flytur það lofgerðarrollu — greinarstúf um borgarstjóra fyrir framkomu hans í máli þessu, og ávitur og skæting til Alþýðublaðsins og rit- stjóra þess fyrir að vera að gera „úlfaþyt", eins og það orðar það, út af öðru eins (smáræði) og þessu. Þar stendur meðal annars þessi klausa: „Ekki datt Alþýðublaðinu i hiug t. d. að rétta fátækling þessum hjálparhönd, þó að það reyndi að nota sér neyð hennar í póli- tiskum tilgangi.“ Það er rétt hjá „Mgbl.“ að rit- stjóri Alþýðublaðsins hefir ekki gert neitt það, sem „Mgbl.“-menn myndu kalla að „rétta hjálpar- hönd“. Konan hefir tvivegis hitt ritstjörann, og hann hefir ekki gefið henni svo mikið sem 10 krónur. Hann myndi hafa blygð- ast sin fyrir að bjóða henni þær, og eins þó að margfalt meira hefði verið. Raunir hennar verða ekki bættar með ðlimusugjöfuim. Ekki heldur misgerðirnar við hana. Henni er líka illa við að þiggja ölmusur. „Mgbl.“ segir, að Alþýðublaðið viljj, i stað þess að hjálpa kon- unni, nota „neyð“ hennar í póli- tískum tilgangi". Með þessu hefir blaðið viður- kent, að hér sé um „neyð“ að ræða, enda er það sízt ofmælt. Líklega hafa þó ritstjórarnir gert þettar óvart, þrí að langmestur hluti greinarinnar ber það með sér, að þeim finst þetta ekkert tiltökumál, bara „úlfaþytur" Al- þýðublaðsins. Eða vSil „Mgbl.“ kalla það „úlfaþyt" að skýra blátt áfram frá „neyð“ fátækrar konu. Það er rétt hjá „Mgbl.“, að Al- þýðublaðið flutti þessa frásögn í „pólitískum tilgangi“. En hlað- ið reynir að lauma þvi inn í hug lesenda, að þetta sé hið mesta ó- dæði, að ritstjórn Alþýðublaðs- ins hefði verið nær að þegja um raunir konunnar, „rétta hjálpar- hönd". En hver er þessi „póli- tíski tilgangur" ? Um það segir „Mgbl.“ ekkert, sem ekki er held- ur von. Sagan er sögð i ákveðnum póli- tískum tilgangi, þeim að sýna, hvernig fátækralögin eru í fram- kvæmdinni. Hún er sögð til þess að sýna fram á með óhrekjandi dæmi, hver óhæfa og svhdrðing fátækraflutningurinn er. Hún er pögð í þeirri von, að þegar sæmi- legt fólk gerir sér grein fyrir því, að í skjóli þessa ákvæðis fá- tækralaganna eru heiðvirðar manneskjur hundeltar hús úr húsi. bæ frá bæ, eins og skaðræðis- menn eða skepnur, þá muni þvi, ofbjóða, og það heimta, að fá- tækralögunum sé breytt og á- kvæði þetta burtu felt. Fátækt er enginn glæpur, segja broddborgararnir. Samt eru fá- tæklingamir með þessu ákvæÖi laganna settir á bekk með versta glœpahyski. Þetta ákvæði vill Alþýðublaðið að felt sé burt úr fátækralög- unum og þeim breytt og þau bætt á marga Jund. 1 þeim tilgangi, þeim „póltíska tiilgangi" er frá- sögnin flutt. „Mgbl.“ finst þetta ódæði, en allir þeir mörgu, sem svipaðri meðferð haf* orðið að sæta og við lík kjör búa og kon- an, sem frá var sagt, telja sér betur ,gétta hjálparhönd", ef þeim tilgangi verður náð en þótt þús- undum króna væri safnað handa þeim sem ölmusugjöfum. En eng- in von er til þess, að ritstjórar „Mgbl.“ fái skilið þetta. í ummælum „Mgbl.“ liggur og annað. Þau eru óbein viðurkerm- ing þess, að fátækralögin eins og þau nú eru, séu í fullri and- stöðu við sóma og réttlætis-til- finningu mikils hlúta þjóðlarinnar, ef hún að eins gerir sér grein fyrir, hvernig þau eru í fram- kvæmdinni. Ella gat Alþýðu- blaðið ekki „notað" þessa réttu og sönnu lýsimgu. Þau sýna lika, að framferðt borgarstjóra er, jafnvel að dómi „Mgbl.“-manna, stórlega ámæiis- vert, því að ella gat frásögniin á engan hátt skoðast sem árás á hann. En ekkert orð í henni hefir „Mgbl.“ reynt aö hrekja. Og eitt enn, að eins: „Mgbl.“ viðurkennir, það hefir og borgax- stjóri. sjálfur gert, að honum hafi kunnugt verið um læknisvottorð- ið. Það var ekki gamalt, eins og „Mgbl.“ gefur í sk>Ti. Það var frá því seint í júlímánuði. Athæfi borgarstjóra dæmir sig sjálft. Sóma bæjarins er bezt, að um það séu höfð sem fæst orð. Kosning landspingsmanns i Færeyjum. Jafnaðarmenn kusu ekki Paturson. I Svohljóðandi símskeyti barst Alþýðublaðinu í fyrra dag: Þórshöfn, 9. sept. 1928. Frásögn Alþýðublaðsins um kosningu færeyska landsþings- mannsins, Jóannesar Patursonar, Viknútgáfa AlMðublaðsins j kemur út á hverjum miðvikudegi, j kostar að eins 5 krónur á ári. { Qjalddagi fyrir 1. okt. Úrsögn sé { skrifleg, bundin við áramót, enda í sé viðkomandi skuldlaus. Ritstjóri: | Haraldur Guðmundsson, simi 2394. { Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu, Hverf- | isgötu 8, simar 988 og 2350. er ekki fullskýr. Paturson var kösirni við þriðju kosningu. Sam- bandsmenn kusu Effersey, sjálf- stæðismenn Paturson, jafnaðar- menn Dam. Við tvennar kQsn- ingar fengu: Paturson 11 atkv., Effer,sey 10, Dam 2. Við þriðju kosninguna skiluðu jafnaðarmenn auðum seðlum og var því Patur- son kjörinn danskur þingmaður, með 11 atk\æðum. Jafnaðarmenn kusu ekki Paturson til landsþings- ins. : Víðstébi. Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri fékk greitt af op- inberu fé árið 1926, samkv. skýrslu rikisgjaldanefndar: Embættislaun með dýrtíðaruppbót kr. 9.300,00 Fyrir landskjörs- stjórnarstarf '— 700,00 Fyrir stundakenslu í Verzlunarskólanum — 429,00 Fyrir stjórnarstarf Slysatryggingaiínn- ar — 3.000,00 Fyrir minningarrit Landsbankans — 3.265,62 Samtals kr. 16.694,62 — sextán þúsund sex hundruð níutíu og fjórar krónur sextíu og tveir aurar —. veiði mikid. Hlökkuðum við nú tíl fjallferðarinnar og útsýnisins, Þvi að veðurhorfur voru hinar glæsilegustu, logn, skýlaus him- ^nn og sófroð í vestri. Á sunnudagsmorgun kl. 8*4 héldum við af stað upp Miðdal. Veður var hið bezta. Himininn var heiður, sólin skein og ekki blakti hár á höfði. Fram Miðdal- ^nn fórum við fjárgötur — og þó að ekki væri fljótfarið, máttí íeiðin teljast mjög vel fær. Smátt Og smátt hækkuðum við okkur, og kl. um 12 vorum við komn- ir upp úr dalnum, upp á sjálft hálendið. Gróðurinn minkaði, varð að eins snöggir daufgrænir blett- ir á stöku stað. Ekkert lifandi var sjáanlegt, en eyðiþögn var yfir ðllu. Upp allan dalinn höfðum við ekki séð eina einustu kind, ekki einn eiimsta fugl. Skoðuðum við «ú kortið og athuguðum nánar stefnuna. Landið var þama holt °g dældir, en á hægri hönd okk- voru hæðadrög og framund- an allhá fjallsöxl. Brátt komum við að vötnum. Máttí heita gróð- urlaust í kring um þau og engir gárar á yfirborðinu sýndu það, að í vötnunum vektu fiskar. Á einú þeirra sáum við þó fiskiönd. Sak- ir þess, að við höfðum talið víst að fá gnægð fiskjar í Isafjaröará, höfðum við hvorki kjöt né fisk með okkur. Læddist því Vilmund- ur svo nærri fiskiöndinni, að hann gat skotið hana, og var hún svo nálægt landi, að við gát- um náð til hennar með stöng- inni. Bundum við hana í aðrai klifina og héldum svo áfram. Skömmu seinna sáum við rjúpu með unga. Flaug allur hópurinn upp og stefndi til dals. Vegurinn versnaði nú riokkuð, en var þó hvergi illfær. Holtin voru greið yfirferðar, en í laut- unum á milli þeirra voru urðir, þó ei'gi mjög stórgrýttar. Við stefndum á fjallsöxlina, og kom-- umst brátt að raun um, að hún var lengra í burtu en við höfð- um haldið. Þá tókum við eftir því, að kort herforingjaráðsins voru ekki sem greinilegust. Sums staðar sáum við lítil vötn, sem merkt vora á kortinu, annars staðar stór vötn, sem hvergi sást votta fyrir á korti. Þá er við höfðum gengið um tvo tíma frá því að við komum upp, vorum við komnir í algerða auðn. Grjótið var nakið, hvergi gróðrarblettur við vatn eða lind. Þarna uppi sáum við veiðibjöllur. Þær svifu tígúlegar og sólblik- aðar yfir höfðum okkar, fylgdu okkur um hrið nöldrandi og rendu sér svo í fögrum boga ál hvarf til norðausturs. Loks komumst við á fjallsöxl- ina, og bar þá sóltindrandi' jökul, húfu við bláloft. Við stóðum hik- andi um hríð. Gat þetta verið „Vesturfjallakóngurinn‘‘, Snæfells- jökull? Þessi jökulhjálmur sýndist svo undarlega nærri. Við höfðum hvorugur séð Sjónfríð. Var þetta kannske hún? Nei, það gat alls ekki verið. Þetta þama á hægri hönd var Sjónfrið — en snætind- urinn í suðvestri hlaut að vera Snæfellsjökúll. Við gengum nokk- ur skref — og sáum nú að fuEu suður af fjallsöxlinni. Og báðir stóðum við sem steini lostnir. Allur fjallgarðurinn sunnan vib Breiðafjörð blasti við sýn — ,og Hvammsfjarðar- og Dalasýslu- fjöllin sáust svo glögt sem við værum að eins fáar mílur frá þeim. 1 norðaustri sáust Reykjar- fjarðarhyrnurnar og norðon við þær bar viö himin drifhvíta bungu Drangajökuls. 1 norðri og norðvestri glampaði á dimmblátt Djúpið og í vestri bar hæstu tindana á Glámu við bláloft. Við drukkum fjallaloftið í löngum teygum — og það fyrsta sem sagt var, voru þessi orð: — Mikils fara þeir á mds, sem alt af dratta niðri í dalnum! Meira.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.