Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 15.01.1930, Blaðsíða 2

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 15.01.1930, Blaðsíða 2
2 fir lanði afturhalðsins. ÞaÖ er ekki langt síðan það Jrótti með stærri tíðindum að telja, að Mussolini og páfinn hefðu gert með sér frið. Svo var að heyra á erlendum blöðum, sem báðir aðiljar væntu sér af því giftu og sæmdar. Og senni- legast er, að hvorugum muni af veita, ef slíks væri kostur, en litlar vonir um að svo verði. Ka- Jrólska kirkján getur ekki auð- veldlega lagst lægra en að fiiggja vegtyllur og fríðindi úr hendi slíks manns. Og æfisögur Musso- linis, þær, sem hlaðið er á bóka- markað Evrópu, munu naumlega fá þvegið af honum þann blett, að hann sé vanskapaðasta stjóny málafyrirbrigði sinnar aldár, og er pá mikið sagt. Tvent er það, sem einkum hefir verið talið til sæmcíár hinu ítalska einræði, og sem átt hefir að vega á móti hryðjuverkunum, siðleysinu og grimdinni. Hið fyrra er stundvísi itölsku járnbrautarlestanna, sem nú loks þykja ganga nokkumveg- inn eftir áætlun á síðari árum. Hitt er „blómgun atvinnuveg- anna“ og aukin „efnaleg velrneg- un“ þjóðarinnar, sem mikið hefir verið látið af. Með einræði er þjóðin gerð ó- myndug og áhrifalaus. Eins og nú háttar högum verður þvi að eins haldið við með því að vaxð- veita og hlynna að fáfræði al- þýðu og þaulnýta fáfræðina í þjónustu stjómmálanna. Afleið- ingin verður sú, að alment sinnu- leysi legst á hugina, eins og blóðsuga, kæruleysi, hjátrú, for- dómar og undirlægjuháttur dafn- ar hröðum skrefum. Á slíku á- standi hvilir einræðið í ítalíu. f orði kveðnu eru allir ítalir svartliðar og enginn öruggur um iif né limu nema hann játi þá trú. Öll blöð í ítalíu eru svart- liðablöð, og ritskoðun ströng og grirnm. En það þarf ötrúlega lip- urð til þess að ljúga svo til um staðreyndir, að ekld grisji í gegn. Og öðru hvoru gægist ástandið i gegnum ritskþðun og blekking- ar fascismans. i Hinn 15. nóv. síðastliðinn hélt samband ítalskra hlutafélaga fund mikinn í Róm til þess að ræða áhugamál sín, einkum iðn- aðarhorfur. 1 sambandinu eru 15 920 félög og nemur höfuðstóll 'þeirra um 48 milljörðum líra. Stærsta dagblnð Rómaborgar, Gi- . omale d’Italia, skýrir frá fund- inum og er svo að sjá, sem þar h*fi kveðið nokkuð við annan tón en hinn venjulega. Eigi að síður lann fundurinn ástæðiu til þess aö votta Mussolini sérstaka hollustu sína og róma þá blessun, cr landi og lýð hefði hlotnast af svartliöa- stefnunni. En öldd er þeim fagur- mælum treystandi um of. Þau eru ekattur, s«m allar eamkomur verða að greiða Muasoliui, ef þeirn á ekki að vorB* hleypt upp. VIKUÚTGAFA ALÞÝÐUBLAÐSINS Formaður þessa sambands, de Pivelli, er einn af stærstu iðnrek- endum á ftalíu. Full vissa er fyrir þvi,.að Mussolini hefir hvað eftir annað boðið honum fjármálaráð- herraembættið, en hann jafnan hafnað. I ræðu þeirri, sem Pirelli hélt á sambandsfundinum, rakti hann rök þeirra vandkvæða, sem hvíldi á ítalskri framleiðslu, og mat þau til samanburðar við til- svarandi ástand annars staðar i Evrópu. Af ræðu de Pirelli verður 'það ljóst, að framleiðslukostnaður í Italíu hefir nálega ekkert lækk- að, að vérz'unarjöfnuðurinn er afar-óhagstœður og að skertir hafa verið til mum varasjóðir Banca d’Italia. Afleiðingin er sú, að eins og nú standa sakir getur ítalia ekki kept við önnur lönd á einu emasta sviði. Engin tollvernd, hversu há sem er, getur orðið iðnaði né landbúnaði að liði. Hið eina, sem hjálpað getur, er að þrýsta fram- leiðslukostnaðinum *niður. En til þess þarf gagngerðar umbætur á framleiðslutækjunum bæði í iðn- aði og búnaði. Og til þess vantar fé. Hve tilfinnanlegur sá fjárskort- ur sé, og hve mjög sé sorfið að Banca d’Italia má nokkuð ráða af ýmsu því, sem staðið hefir í frönskum blöðum um það mál, og enn fremur Norðurlandablöð- um (Politiken) og virðist styðjast við allgóðar heimildir. Flestir stórbæir Italíu tóku stærri og minni lán í Ameriku fyrir nokkrum árum. Nú er því svo háttað, að bæjarstjórnir eru engar í Italíu, bæjunum er stjórn- að af einvöldum svartliða, sem stendur beint undir stjórninni. Borgararnir vita því að jafnaði ekkert um fjárhag bæjar síns. Hið einasta, sem mönnum er kunnugt um, er það, að útgjöldin fara hækkandi og tekjuhalli er nokkumveginn algengt orð um fjárhagsafkomuna. Mussolini hef- ir þvi séð sig neyddan til þess upp á síðkastið, að áminna menn um sparnað og hvers kyns ráð- deild í meðferð efna sinna, svo af meiru verði að taka til út- gjaldanna. En það virðist ekki hrökkva til, og bréf hins mikilláta foringja hafa ekki megnað að skapa það fé, scm ekki var til. Fyrsta októ- ber síðast'iðinn skyldi Genúa, samkvæmt þar um gerðum samn- ingi, endurgreiða til Ameríku 8V2 )milljónar dollara lán. Genúa er ínesta verzlunarborg á Italíu, og þessi upphæð virðist þvi ekki hefði átt að verða ofjarl hinnar stóru borgar. En samt sem ábur gátu Genúamenn ekki gréitt skuldina og báðust ýtrari gjald- frests. Því var synjað. Þá skarst stjómin í leikinn og lét þá am- eríski bankinn til leiða3t, ef hann, sakir hinmv mik'u áhœitu, fengi timust vnð ot í vexti. Þetta var í rauninm aama seoi synjun, og lét þá stjómin Banca d’Italia taka að sér láhið, 0g var það greitt. En þetta atvik virðist, benda til þess, að lánstraust Ital- íu erlendis sé mjög á þrotum. Svartliðastefnan hefir einangrað landið. Það hefir dagað uppi sem framleiðsluland. En margt virðist einnig benda til þess, að ærnar misfellur séu á framkvæmd sjálfs stjórnarfars- ins, 0g miklu meiri en mönnum sé kunnugt. Fjárdráttur og svik eru daglegt brauð í ltaliu og virðist furðu létt tekið á slíku, er svartliðar eiga í hlut. Siðasti stór- svikarinn, sem komist hefir upp um, var stjómari Milanoborgar, þingmaðurinn Belloni. Hann tók ekki aðrar refsingar fyrir klæki sína en þær, að leggja niður völd. Slíkir viðburðir eru ekkert einsdæmi á ítaliu. Sendimenn Italiu héldif mjög til streytu skaðabótakröfum lands síns á fundinum sæla í Haag og báru við fátækt landsins. Það er mælt, að Snowden hinn brezki hafi ypt öxlum við barlómi þeirra og mælt: „Italía er auðugust allra landa. Hún hefir ráð á að hafa tvo heri undir vopnum. Slíkt get- ur ekkert annað ríki.“ Ómögulegt er að segja, hvenær italska *[ijóðin þykist hafa full- goldið stundvísi jámbrautarlest- anna og það annað, er Mussolini þykist einkum hafa afrekað þjóð sinni til gagns. Friðarmálin við káþólsku kirkjuna hafa án efa styrkt stöðu hans í vitund al- mennings.' Og það er afar-erfitt að veita viðnám flokki, sem hrifs- að hefir undir sig öll völd, emb- ætti, dómstóla og fjárreiður, í heil^i ríki, og sem auk þ^ss gerir slíkar barnagælur við fáfræði og hégómaskap sem Mussolini. En frjálslyndum mönnum víðs vegar um heim mun ekki þykja illa fara á sáttum kaþólsku kirkjunnar og hins ítalska ríkísvalds. Það em hagsmunasamtök tveggja aðilja, sein hvoT fyrir sig er dyggur út- vörður afturhalds og fáfræði, til þesis að hagnýta sér mennina. Annar okrar með föðurlandsást, „minningar feðranna”, borgararétt og ýmislegt hugmyndamsl, hinn selur rándýra „sáluhjálp” þeim, sem ekki er búið að rýja inn að skyrtunni. Annar hefir útlegð og dauðadóma handa sínum upp- reisnarmönnum, hinn hefír Hel- viti. — Og báðir þykjast hafa umboð sitt frá „hærri 6töðum". En það, sem kátlegast er i þessu sambandi og ástæða er til þess að vekja athygli á, er sjálf- stæöisþvaður Mussolini, sem hann lætur rigna yfir þjóðina í opinberum bréfum til þess að kitla hégómagimi hennar og góð- borgaralega drýldni. — ÞaÖ eru einu úrræðin, sem hann kann til þess að ráða bót á menningar- legum og félagslegum meinum, sem eru «ð hrapa þjóðinni i í- akyggilflgaa vesalóóm. Þetta tw algmgt tiltæki fhaldsflokk*. ar fokið er í öll önnur skjól. Gorgeirinn á að hylja getuleysið. Það er gert í því yfirtaks traustí á heimsku almennings, að slíkar orðabrellur villi honum sýn. Þær eiga að vera svöngum matur og klæðlausum klæði — og huggun þeim, sem misrétti liða 0g of- sóknir. Og þyki einhverjum lágt I aski sínum af öllu þessu, — þá er kaþólska kirkjan við hendina með himnesk gæði alls konar, fleiri en ég kann að nefna. I kjölfar hins ítalska „sjálfstæð- is“ sig’ir „sjálfstæði” ýmissa ann- ara landa, með vonaraugu sín fest á Mussolini, — litlir spámenn litilla hópa og. miklu seinheppi- ■ legri í' sjálfstæðis-skrifum. Ern andleg einkenni eru hin sömu, — sama hugmyndaruslið á boðstól- um fyrir sama verð. „Nú getur hver einn skygnst í sinni sveit.“ S. Ofviðri og skemdúr á Siglufirði. Þak teknr af húsi og brýtur tvö önnur hús. Siglufirði, FB., 11. jan. Austan- og norðaustan-stóihriðar hafa verið hér i meir en viku undanfarandi með veðurofsa og fannkomu. Um 11-Ieytið í gær- kveldi fauk alveg þakið ai húsí Matthiasar Hallgrimssonar kaup- manns. Fólkið bjargaðist nauðu- lega út, án þess þó að slys yrðt af. Þakið lenti á Félagsbakaríinu og braut þar reykháfinn og pakið„ þaðan á húsi Jóns Gunnlaugssonar og braut stórt gat á norðurgail efri hæðar. Auk þess urðu minni skemdir á fleiri húsum, svo og á símalinum og ljósaneti bæjarins. Stórfenni hefir lagst yfir nokkur fjáihús og geymsluhús, svo menrt. hafa orðið að flytja úr þeim. Björgun úr sjávarháska. Vélbáturinn „Erik” ætlaði í gær frá Hafnarfirði til Sandgerð- is til sjóróðra þar. Formaðurinn var Halldór Magnússon í Hafnar- firði, eigandi bátsins. Á leiðinni bilaði vélin og varð báturinn að leggjast fyrir akkeri skamt frá Hvassahrauni. Var hætta á, aS' bátinn ræki upp í kletta, en legu- botn ótryggur þarna. Þar var 8 fáðrna dýpi. Komst báturinn ekki burtu þaðan hjálparlaust og voru bátverjar staddir í mikilli hættu. Gáfu þeir neyðarmerki. Var þá símað um það frá Vatnsleysum til Hafnarfjarðar. Fór línuveiðar- inn „Pétursey” þegar á vettvang og tókst skipverjum hans fyrir góða framgöngu að bjarga öll- um, sem á „Erik“ voru. Fluttl „Pétursey” þá og vélbátinn til Hafnaírfjarðar og kom 'þangað aftur að áliðnum degi. I

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.