Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 15.01.1930, Blaðsíða 4

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 15.01.1930, Blaðsíða 4
4 VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS Húsbruni í Reykjavik. Að kvöldi 12. þ. m. kl. á 11. timanum kviknaði í húsi Hjálp- ra>ðishersins á horninu milli Tjarnargötu, Kirkjustrætis og Suðurgötu. Eldsins varð vart rétt um kl. 10% á efstu hæð hússins. Þar var mikið af spón- um og lausum trjávið, því að verið var að byggja ofan á hús- ið. Veður var geysi hvast af norðauslri og neistaflug ákaft mjög er bálið magnaðist. Næstu hús eru flest úr timbri og voru þau um tíma í allmikilli hættu, einkum Ásbyrgi. Slökkviliðið var þegar til kvatt. Kom það á vettvang rétt eftir kl. 10%. Alt fólk var kom- ið úr húsinu nema einn maður, Jón Helgason, er þar var gestur. Hann var í herbergi á miðhæð- inni í horninu milli Tjarnar- götu og Kirkjustrætis og var eldur mikill kominn í glugga- búnaðinn Tjarnargötumegin. — Slökkviliðsmcnn settu stiga að glugganuin Kirkjustrætismegin, brutu hann og náðu manninum þar út. Fór hann sér að engu óðslega, týndi saman bækur sinar og fatnað, áður hann lét hjálpa sér út um gluggann. — Yfirleiti gekk slökkviliðið ágæt- lega fram. Tókst því á skömm- um tima að vinna svo bug á eldinum að sýnt þótti að takast myndi að verja húsin í kring. Var siðan allri orku beitt til þess að kæfa eldinn í húsinu. Það sorglega slys vildi til með- an á slökkvitilraununum stóð, að aðalstiginn hrökk i sundur. Brotnaði ofan af honum hub. 1% metri. Einn slökkviliðs- manna, Sigurþór Þórðarson, Geirssonar lögregluþjóns, stóð efst i stiganum. Féll hann til jarðar úr mikilli hæð og meidd- ist á höfði. Var það hið mesta lán, að hann ekki beið bana af. Hann var tafarlaust borinn inn til Árna Péturssonar læknis og fluttur þaðan í sjúkrahús. — Leið honum eftir vonum á mánu- dagsmorgu' inn og erhann úrallri hættu. — Rétt um miðnætti féll þakið og var þá séð að takast myndi að varna því, að eldurinn breiddist út. Skömmu síðar varð eldurinn slökktur að mestu. Var þá þakhæðin öll brunnin, alt brunnið innan úr næstu hæð og hinar 2 allmjög skemdar af eldi og vatni. Gestur Árskóg, foringi Hjálp- ræðishersins, segir svo frá: Samkoma hófst hjá okkur kl. 8. Var henni lolcið um kl. 10. Fór ég þá og aðstoðarmaður minn inn i kaffistofuna, og sát- um við þar nokkra stund. Kom þá ein af stúlkunum hlaupandi til okkar og hrópaði að kvikn- að væri i spónum á efsta lofti. Var þá kl. um 10%. Við hlup- um undir eins út til að ná í slökkviliðið, en þá var eldurinn kominn upp úr þakinu og fólk tekið að safnast á götuna. Var okkur sagt að búið væri að kalla á slökkviliðið, og kom það rétt í þessu. Árni Jóhannsson var háttaður, klæddist hann í skyndi. Alt annað fólk í húsinu vár á ferli. Byrjuðum við strax að bera út húsmuni og annað þessháttar úr herbergjunum á miðhæðinni og gátum bjargað mestu, en flest hefir það skemst mikið í flutningunum og af vatnsganginum. Húsið var að hálfu leyti í smíðum. Um mánaðarmótin á- gúst og september var byrjað á viðbótabyggingu við gesta- og sjómanna-hæli Hjálpræðishers- ins. Var einni hæð og þakhæð bætt ofan á húsið og viðbygg- ing gerð að húsi Obenhaubts við Suðurgötu. — Guðjón Sæ- mundsson byggingarmeistari hefir haft bygginguna með höndum. Hygg ég að nýbygg- ingin og efni hafi ekki verið vá- tryggt sérstaklega. En húsmunir Hjálpræðishersins voru vá- trygðir og gamla húsið að sjálf- sögðu líka. Talsvert af gestum var hjá okkur. Urðu þeir auðvitað allir húsnæðislausir. — Ýmsir góðir menn buðust strax til að hýsa þá og starfsfólkið. Einn af gest- unum, Magnús Mikkelsen, norskur maður, meiddist dálítið á höndum og höfði, en annars kom elckert slys fyrir hjá okk- ur. Magnús var fluttur á Hótel Heklu og læknir sóttur til hans þá þegar. Leið honum vel að morgni. Talið er sennilegast að eldurinn hafi kviknað út frá reykháfn- um. Verkamenn og smiðir, sem vinna við bygginguna, höfbu ekki komið í húsið síðan á laugar- dag. Meðan bálið var mest var all- mikill geigur í mönnum. Storm- urinn var svo mikill, að margir óttuðust, að ekki myndi takast að verja timburhúsin, sem næst stóðu. (í einu þeirra kviknaði sem snöggvast). Hefði þá orðið hér ægilegur stórbruni, því að húsin standa þarna mjög þétt. — En fyrir góða framgöngu slökkviliðsins tókst að hefta lit- breiðslu eldsins. Hörmulegt slys var það, að stiginn skyldi brotna. Áhöld slökkviliðsins verða að vera svo örugg að þeim megi treysta. Nóg er áhætta slökkviliðsmann- anna samt. — Sjálfsagt er að rannsaka til hlýtar, hvort stig- inn hefir eigi verið nógu traust- ur, eða hvort eitthvað annað hefir valdið þessu. Rrfend sfmskeyti. „United Press“ tilkynnir: Stjórnin i Portúgal fer frá. Frá Lissabon er símað: Ivens Ferraz hershöfðingi, forsætisráð- herra i Portúgal, hefir lagt fyrir Carmona forseta lausnarbeiðni sína og a’.ls rábuneytisins. For- setinn tók lausnarbeiðnina til greina. Lausnarbeiðnin er afleið- irig þess, að fjárhagsástandið í Angola er mjög slæmt, en skoð- animar mjög skiftar innan stjórn- arinnar um, hvernig ráða beri fram úr þvi. (Angola er portúgölsk nýlenda á suðvesturströnd Afríku, 1270000 ferkm. á stærð. íbúatalan er lið- lega 4 milifónir, aðallega Bantu- blökkumenn, en aJJ eins 20 þús. hvítir menn eru búsettir í nýlend- unni.) Manntjón og skemdir í Banda- rikjunum af ofviiöi. Frá Chicrgo er símað: Óveður hafa geysað í vesturfylkjum Bandaríkjanna, í annað sinn nú á skömmum tíma. Þrjátíu biðu bana og margir meiddust. Skemd- ir nema tugþúsundum dollara, Mikil snjókoma og samgangna- teppa. Innlend tiðindi. Búnaðarbankinn Bankastjórar við hann hafa verið skipaðir: Páll Eggert Óla- son, prófessor i sagníræði, aðal- bankastjóri, Bjarni Árgeirsson alþm. og Pétur Magnússon lög- fræðingur. Útvarpssfjóri hefir Jónas Þorbergsson, rit- stjóri „Tímans", verið settur fyrst um sinn. Prófessor i sagnfræði við háskólann hefir Barði Guð- mundsson verið settur, í stað Páls Eggerts Ólasonar bankastjóra. He lsufarsfréttir. Hettusóttin gengur enn þá svo að segja að eins hér á Suðurlandi. Á Norðurlandi hafe að eins 7 veikst af henni, 1 á Austurlandi og enginn á Vestur- landi. Mest ber á kvefsóttinni á Suðurlandi og Vesturlandi, en á Norður- og Austur-landi er hún miklu minni. (Eftir dezember- skýrslum lækna.) 1 dezembeT hef- ir verið óvenjulega mikið um gigtsótt, bæði hér og annars staðar á landinu. Veiktust alls 89 af henni, þar af 15 í Reykja- vík. Að þessum farsóttum frá- töldum hefir verið lítið um önnur umferðaveikindi. (Frá landlækn- inum.) Hver ber ábyreðina? Einhver „N.“ skrifar í „Vísi“ og læzt vera guðhræddur mjðg. Hneyksast hann afskap- lega á þvi, að Alþýðublaðið skuli vilja láta tala um hreinlegar göt- ur, holl húsokynni og bætt kjör alþýðu á nýjársdegi. Virðist „N.“ þessi vi’ja láta guð bera ábyrgð- ina á kjallarakompunum röku og loftlausu og köldu og súgmiklu sútarheTbe;gjunum, sem auð- va’.dið hér neyðir fátæklinga með fjölda barna til að hafast við í fyiir okur’elgu. Yfirleitt er svo að sjá sem „Vísis-Ennið” vilji láta guð bera ábyrgðina á öll- um óhæfuveikum íhaldsins, fé- flettirgu verka'.ýðsins, „Pólum" bæjarstjómarinnar, fátæktinni og heilsuleysinu. Hátíðasníkjur og íjlmusubetl handa þeim á að vera jólagleði fátækra. — Ekkert er til svívirðilegra en að hafa guö að skálkaskjóli og reyna aö koma á hann ábyrgðinni af ó- hæfunum, sem menn fremja hver við annan. Heldur „N.“, að meist- aranum frá Nazaret myndi geðj- ast vel að „Pólunum” og kjall- aiakytrunum, sem bæjarstjórn og b.oddborgarar úth uta fátækling- um? Heldur „N.“, að Kristur hefði verið sammála Knúti unj að lækka bamsmeðlögin niður í 270 krónur á ári og vilja taka á sig ábyrgðina af þeirri óhæfu? Lubbalegastir allra hræsnara eru þeir, sem sífelt eru með nafo Kústs á vörunum, en breyta á- valt þvert á móti kenningum hans. Ritstjóraskifti eru orðin að »Tímanwm«. Heflr Jónas Þorbergsson latið af rit- stjóminni, en við tekið Gisb Guð- mundsson, ritstjóri »Ingólfs*. kosn- ingablaðs »Fxamsóknar«-flohksin8. Bifreiðaferðir á vorin., Samkvæmt heimild í vegalög- unum heíir atvinnumálaráðherra hdmilað veg .miksljóra að tanna bifreiðaferðir um vegi þá, er nú skal greina, á tímabilinu 7. marz til 7. júní, pegar talið er, að veg- urinn liggi mjög undir skemdum vegna bleytu eða holklaka, en þó má bannið aldrei ná yfir fleiri daga í senn en þrjá: Stykkis- hó msveg frá vegamótum hjá Bo:garr.eú, þjóðveginn um Húna- vatns- og Skagafjarðar-sýslur, Vaðlaheiðarveg frá Eyrarlandi upp í Steinsskarð, þjóðvegina um Þingeyjarsýslur báðar og Múla- sýslur, þjóðvegina um Nes í Ho:na£irði og um Mýrdal og sýsluvegi í Austui-Húnavtnssýslu. Banri þetta nær þó ekki til bif- reiðaferða til lækndsvitjana. ísland og Þjóðabandalaoið. Frá Genf er símað: Fram- kvæmdaráð Þjóðabandalagsins hefir ákveðið, að ekkert sé þvf til fyrirstöðu, að samvinna tak- ist milli lslands og Þjóðabanda- lagsins í vissum fjármálaefnum. (Á þessa ákvörðun fram- kvæmdaráðsins mun mega líta sem dálítið spor í áttina til þes* að Is’.and fái upptöku í Þjóða- bandalagið). í -________u_________________ Ritstjéri og óbyrgðarmaöur: Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.