Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 10.01.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 10.01.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 *---------------------------- ALPÝÐUMAÐURINN. Gefinn út af Alþýðuflokks- mönnum. Kemur út á hverjum Priðjudegi, og aukablöð þegar með þarf. Áskriftargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Sími 75. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns Jónssonar, >---------------------------------- Hitt og þetta. Leikkraftar Reykjavíkur samein- uðust nú loks nú um áramótin. Gamla leikfélagið og flokkur Har- aldar Björnssonar runnu saman í eitt og tók þetta nýja félag við eign- um og skuldum gamla félagsins. Vænta Reykvíkingar þess nú, að öllu leikfélagastríði sé lokiö með þessu og fram undan sé viðreisnar- tími leiklistarinnar í höfuðstaðnum. Flokkur Haraldar Björnssonar hefir leikið »f*rír skálkar* undanfarið, en nú verða teknir »Dómar< Andrésar Þormars, og svo hver leikurinn af öðrum. Fjórðungsþing fiskideilda Norður- lands, sem haldið var hér i bænum í s.l. mánuði, samþykti eftirfarandi tillögur: jFjórðungsþingið beinir þeirri málaleitun til allra verstöðva fjórðungsins, aö þær stofni hjá sér styrktarsjóði fyrir ellihruma sjómenn, er annars mundu neyðast til að leita á náðir sveitastjórnanna, og felur fulltrúunum að hrinda málinu í fram- kvæmd svo fljótt sem auðið er með tilstyrk erindreka, aö svo miklu leyti sem honum er unt.< a) »Fjórðungsþingiö ályktar aö fela fulltrúunum að beita sjer fyrir stofnun deilda i Slysavarnafé- lagi íslands, liver í sínu bygð- arlagi, þar sem þær eru ekki komnar á.« b) »Fjórðungsþingið felur fulltrú- um sínum á fiskiþingi, að halda fram kröfu síðasta fjórðungs- þings um lögboðið sundnám unglinga«. »Fjórðungsþingið mælir með styrk af Fiskiíélagssjóði til að koma upp bát á Húsavík til öryggis við flutn- ing manna milli skipa og lands, þegar viðkomandi verstöð hefir gert ákveðnar framkvæmdir í málinu.« Sú saga er sögð frá fylki einu í Canada, að á s.l. hausti leitaði hóp- ur húsviltra atvinnuleysingja á náðir hjálparnefndar fylkisins. Fólk þetta hafði hafst við undir berum himni um sumartímann, en er vetur fór í hönd, flýði það á náðir samborgar- anna. Hjálparnefndin fór fram á það við forstöðunefndir kristilegra kirkjufélaga 1 fylkinu, aö þær lán- uðu kjallara undir guðsþjónustuhús- um safnaðanna handa þessu fólki að hafast við í nokkrar nætur, á meðan nefndin væri að koma frekari ráð- stöfunum í framkvæmd. En for- stöðunefndir hinna kristilegu safnaða neiíuöu þessu. Hvaö skyldi meist- arinn frá Nazaret hafa sagt um forstöðufólk þessara kristulegu safn- aða, hefði hann verið staddur á með- al þeirra ? Harðar launadeilur standa yfir hér og þar í álfunni; sérstaklega í fýzkalandi og Englandi. Skiftast þar á verkföll og verkbönn og er hart sótt og varist frá báðum hlið- um. Kreppan á öllum sviðum þreng- ir kosti fjöldans. Útfit er fyrir, aö baráttan bjmji bráðlega hér hjá oss. ALÞÝÐUFÓLK! Kaupið Alþýðumanninn og vinnið að útbreiðslu hans. Því fleiri og víðlesnari verk- lýðsblöð, því meiri fram- gangur jafnaðarstefnunnar og alþýðumála. Ríkislögregla. »íslendingur«, sem út kom í gær, er enn skotnari í rikislögreglu Ihalds- ins en hann nokkru sinni áður hefir verið. Hefir hann nú fengið þá flugu í höfuðið, að kommúnistar verði til þess að sameina íhöld beggja and- stöðuflokka alþýðunnar til að koma í framkvæmd þessum fegursta draumi Jóns Porlákssonar og annara nútíma »sjálfstæðismanna«. Og »Islendingur« veit ósköp vel hverjir mundu verða fyrst fyrir barðinu á ríkislögreglunni, það yrðu fyrst og fremst hjálparhellur íhaldsins við að koma ríkislögregl- unni á — kommúnistarnir. Vel er þetta hugsað og vinsamlega, eins og von er H, en ekki jafn viturlega. — Vissa er fyrir því, að ef kommúnist- unum tekst að æsa upp ríkislögreglu, þá myndi ríkislögreglan fjölga kommún- istum um allan helming, nema ef blaðið dreymir svo »fagra drauma*, að ríkislögreglan eigi að hafa það verk með höndum, að »kútta hausinn af þessum helvítum«x eins og einum sanntrúuðum íhaldsmanni hér í bæn um féllu orð fyrir stuttu síðan. En þá færi nú mesti sakleysissvipurinn að hverfa af þessu óskabarni íhaldsins, sem enn hefir ekki náð að fæðast, þrátt fyrir það, að íhaldið er búið að ganga með léttasóttina í mörg ár. — Mega kommúnistar vera stoltir af, að íhaldið skuli vonast eftir að geta orðið léttara á næstunni fyrir þeirra tilstilli. a. b- c. Auglýsingaverð »Alþýðumannsins< er hið sama og hinna blaðanna á staðnum. Afsláttur gefmn eftir samkomu- lagi við auglýsendur. — Pví meiri sem meira er auglýst. Auglýsingum sé skilað kvöld- inu fyrir útkomudag blaðsins. ,, Alþýðum að ur inn‘ ‘ verður sendur út um alt land, því besta auglýsingablað. Alþingi er kallað saman 14. Febr, næstkomandi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.