Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.02.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 24.02.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 HÚSGAGNASÝNING verður opnuð 3, Marz í VERKLÝÐSHÚSINU á Oddeyri. Par verða sýnd hin viðfrœgu húsgögn, sem ' Húsgapaverslunin við Dámkirkjuna í Reyljavíl seldi svo mikið af . á stóru húsgagnasýningunni, sem haldin var i Reykjavík síðastliðið haust. Húsgögnin eru svo prýðileg, að allir hljóta að vilja eignast þau, enda geta það allir, þar sem sölukjörin eru svo óvanalega hagkvœm. Þau kostakjör, sem hér eru á boðstólum œttu Akureyringar að nota sér þessa fáu daga, sem sýningin stendur yfir. Virðingarfyllst. Húsgagnaverslunin við Dómkirkjuna í Reykjavík. Um þetta náöist ekki samkomu- lag, En eftir fleiri tilraunir gat þó núverandi stjórn fengið H. E. til að lofa, að lágmarkskaup yrði 1 kr. á tímann frá byrjun, fyrir alla þá, sem á verkstæðinu hefðu áður unnið og kr. 0,85 á tímann fyrir byrjendur til Apríl loka en 1 kr. eftir það. fetta lagði stjórn félagsins fyrir fund ásamt nefndarmönnum. En iýsti því yfir að hún væri ó- ánægð með samningstilraun þessa þar sem ekki hefði náðst taxtakaup. En taldi ekki líklegt að lengra yrði komist á samningsgrundvelli. Aðal- bjprn Pétursson og fleiri sögðust trúa því að lengra yrði kaupinu ekki þokað með samningi. En voru óákveðnir um hvað gera skyldi, enda báru enga tillögu eða fundar- ályktun fram, sem þó hefði verið sjálfsagt, ef þeir hefðu séð annað betra en að láta við svo búið standa. H. E. bauð sex mánaða vinnu. Þá var taxtakaup 280 kr. á ihánuði eða kr. 11,20 á dag. Stjórnin hefir leyfi til að samþykkja 10 prc. afslátt frá þessu. Hún gat leyft að unnið væri fyrir kr. 10,10 á dag. Á þenn- an hátt rökstuddi H. E. að hann byði liögengum mönnum hér um bil taxtakaup. En stjórnin vildi ekki að menn réðu sig í 6 mánuði af því að þá gengi það fram á síldartíma, og miðaði kaupið við kr. 300,00 á mán. eða 12 kr. á dag. 10 prc. afslátt gátum við gengið inn á þar sem um innivinnu var að ræða. Átti þá kaupið vera kr. 10,80 á dag. — Með byrjendur er takandi til greina, að þessi verksmiðjuvinna út- heimtir kunnáttu og leikni bg verð- ur því ekki talin venjuleg daglauna- vinna. Er álitamál hvort óhyggilegt er af félaginu að lejTfa félögum sínum að kynna sér iðnað, þótt þeir um leið haldi ekki taxtakaupi. Ef félagið hefði haldið fast við taxtakaup sitt, var líklegast að engar tunnur yrðu smíðaðar hér að þessu sinni, eða ekki nema helmingur þess, sem til stóð. Vinnulaun til verkamanna fyrir alt smíðið munu nema um 50000 kr. Ef ekki náðist samkornulag þýddi 25000 eða 50000 kr. minni atvinna hér en ella. 250 kr. mánaðarkaup er að vísu ekki hátt. En hefðu verkamenn þó yfirleitt það kaup fram að síld- artíma og gætu notað sér uppgrip

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.