Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 03.03.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 03.03.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðdrinn í-----------------------------1 ALÞÝÐUMAÐURINN. Gefinn út af Alþýðuflokks- mönnum. Kemur út á hverjum Priðjudegi, og aukabiöð þegar með þarf. Áskriftargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Sími 75. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns Jónssonar, _____________________________J Dýr flaska. Siggi og Jói komu sér saman um að létta sér ofvrlítið upp í vertíðar- lokin. Þeir voru búnir að vaka og þræla alt sumarið, voru búnir að gera upp og voru ráðnir í fasta vinnu frá næsta degi. — Auðvitað urðu þeir að hafa eina spanska til hátíðabrigðis. Báðir skömmuðust þeir sín fyrir að láta sjá sig í áfeng- isbúðinni. F’eir keyptu því bílstjóra til að ná í flöskuna og sögðu hon- um að taka hana út á nafn Jóns Jónssonar úr Hafnarlirði. Bílstjórinn tók tvær krónur fyrir ferðina og flaskan kostaði 10 krónur. Nú vildu . 0 ■ þeir ekki láta sjá sig heima með flöskuna og fóru því á gistihús og leigðu herbergi þar fyrir 5 krónur um kvöldið. Svo buðu þeir Stebba mótorista með »í slarkið* og keyptu sítrónvatn og öl fyrir 5 krónur til að drýgja dropann svo allir gætu orðið kendir. Var nú flaskan orðin sama sem 22 kr. Nú var sest að sumbli, glösum lyft og glamrað saman. Æfintýri og atvik frá sumrinu rifjuð upp og rædd. En brátt fór að ganga á öl- föngin og samhliða að svífa á dreng- ina. 3?egar síðustu glösin voru aö tæmast, stakk Stebbi upp á því, að þeir fengju sér viðbót hjá manni út í bæ, sem alt af væri byrgur á .kvöldin og á sunnudögum. Petta 3 Mímmm Mikil verðiækknn. SnjóMífar kyenna og barna seljast nú sem hér segir: Kvenhlífar úr gummí verð áður 19,50 nú 9,75 Do - — — - 15,75 — 10,75 Do - — — — 12,50 — 9,75 Do - taui — — 11,00 — 7,75 Do — — — — 14,75 — 10,75 Do — — — 10,00 — 8,75 Barnahlífar — gummí — - 11,00 —' 7,75 Do - taui — — 6,00 — 4,75 Margar fleirl tegnndir mikið lækkaíar. Notið þetta sérstaka tæki- færi meðan birgðir endast. H V ANNBERGSBRÆÐUR. SKÓVERSLUN. aftóku þeir með öllu, Síggi og Jói. Og Siggi, sem var orðinn dálítið hífaður, sagðist bara skyldi láta hann vita það, að hann væri enginn hel- v . . ,. smúglari, og vildi ekkert við svoleiðis menn eiga. »Meinarðu þetta til mín«, urraði í Stebba og um leið fékk Siggi svo rífiegan löðrung að hann rasaði við, rak sig á borðið og setti alt niður af því. Hófust n.ú ryskingar með þeim fé- lögum. Tveir stólar brotnuðu og rúðurnar í glugganum fengu fvrir ferðina. Brátt kom húsráðandi með lögregluþjón við hlið sér. Áflogin hættu, en lögregluþjónninn tók uþp nöfn þeirra og sagði þeim að mæta hjá lögreglustjóra kl. 1 daginn eftir. Húsráðandi gerði upp viö þá skemdirnar. í*eir sluppu með að borga 50 krónur. Á kontórnum urðu þeir að greiða sínar 100 krón- urnar hvor fyrir ólöglega meðferð á áfengi og 50 krónur fyrir friðar- spjöll. í vinnuna gátu þeir ekki farið þann daginn; þar töpuðu þeir 25 krónum. Þegar þeir svo gerðu. alt upp um kvöldið, var flaskan komin upp á kr. 422.00. Einkasctla á tóbaki og eldspítum. Alþýðufiokksþingmennirnir í Efri- deild hafa lagt fram í þinginu frum- varp til laga uyn einkasölu á tóbaki og eldspítum. Er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að einkasalan byrji 1. janúar 1932, og eftir þann tíma megi enginn flytja inn til til lands- ins, annar en ríkisstjórnin, nokkra tegund af tóbaki eða eldspítum. — Lögin taka þó ekki til skipa, sem koma í landhelgi, og hafa innan- borðs tóbak eða eldspítur, ef birgð- ir eru eigi að áliti tollstjórnar meiri en svo, að hæfilegur forði sé handa skipverjum og farþegum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.