Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 03.03.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 03.03.1931, Blaðsíða 1
DRINN I. árg. Akureyri, t'riöjudaginn 3 Mars 1931. 10. tbl. Verkamannabústaðir. Húsagerðarmeistari ríkisins, Ouð- jón Samúelssor, hefir í samráði við meðnefndarmenn sína, Vilmund Jónsson lækni og Georg Ólafsson bankastjóra, gert uppdrætti að verka- mannabústöðum, sem hann telur hagkvæmasta og um leið ódýrasta af þeim, sem enn hafa verið gerðir hér á landi, og er fyrirkomulag þeirra sem hér segir: íbúðirnar skulu vera sambygðar húsaraðir, tvílyftar, og eru í hverju húsi tvær íbúðir niðri og aðrar tvær uppi. Inngangur er sameigin- legur fyrir 4 íbúðir, en í hverri í- búð er innriforstofa með skáp, stofa 3 mtr. og 75 cm. á lengd og 3 mtr. 45 cm. á breidd með inn- bygðum skáp, hjónaherbergi 3 mtr. og 15 cm. á lengd og 2 mtr. og 15 cm. á breidd með skáp, barna- herbergi 2,45 mtr. á breidd og 3 mtr. á lengd með 2 skápum, og má skifta því í tvö lítil svefnher- bergi langsum, lítið eldhús 2 mtr. og 45 á lengd og 1,30 mtr. á breidd með gassuðuvél og vaska, Iftil geymsla eða búr innaf því og loks lítið herbergi með vatnssáierni þar sem hægt er að setja baðker og jafnframt verður notað sem þvoítahús. íbúðin verður öll raf- lýst þar sem rafveita er, en mið- stöð sameiginleg fyrir 20 íbúðir. Kjallari er enginn nema fyrir mið- stöðina. Á baklóð er gert ráð fyr- ir skúr til að þurka í þvott og til viðbótar geymslu. Þó upparáttur húsagerðarmeist arans virðist aðaliega vera miðaður við byggingu í Reykjavík, þar sem gert er ráð fyrir að bygt sé í einu 20 íbúðir með einni sameiginlegri miðstöð fyrir allar íbúðirnar, virð- ist ekki úr vegi að athuga nokkru nánar hvað húsagerðarmeistari á- ætiar að svona gerðar íbúðir muni kosta, því það getur gefið nokkra hugmynd um kosfnað við bygg- ingu Iíkra íbúða á öðrum stöðum, þó færri yrðu bygðar saman. Húsagerðarmeistari telur að með þessu fyrirkomulagi muni hver íbúð kosta fullgerð um 6000 kr., fyrir utan hluta hennar í skúrnum á baklóðinni, sem varla mun þurfa að kosta meir en 300—500 kr. eft- ir því hversu stór og vandaður hann er, og kostaði þá íbúðin sam- tals mest 6500 kr. Pað sem félagsmenn yrðu að leggja fram í peningum við bygg- ingu þeirra íbúða, sem hér hefir verið talað um, eru 975 kr. eða 15% at stofnkostnaði, en yrðu að greiða síðan 6% árlega af afgang- inum í 42 ár til þess að eignast í- búðirnar að fullu. Árleg útgjöld við húsnæðið yrðu þá þessí: 6% vextir og afborgun af 6500 kr. -s- 975 kr. eigin eign- kr. 321,50 Viðhald áætlað 1VS% af kr. 6500,00 - 97,50 Brunabótagjald 3 af þús. — 19,50 Fasteignaskattur til lands og bæjar áætlað — 47,50 Vatnsskaftur ca. - 20,00 Lóðarleiga áætluð - 50,00 Alls kr. 566,00 Sennilega yrði lóðarleiga fyrir svona íbúð ekki yfir 20 kr. hér á Akureyri. Með því að eiga 975 kr, í upp- hafi til þess að leggja í íbúðina, myndu menn eignast hana á 42 ár- um með um 47 kr. mánaðargreiðslu en verði menn í fyrstu að taka að NÝJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 8lh Ensk kvikmynd í 8 þáttum. Leikin af: Eve Qray — Pai Aherne — John Hamilton. Mynd þessi er um tvo bræð- ur, sem elska báðir sömu stúlkuna. Velur hún annan þeirra fyrir eiginmann, en hinn hefnir sín með því að gerast þjófur og koma því þannig fyrir, að bróður hans er hegnt. — Myndín er með failegum landslagsmyndum enda er hún látin gerast í einu af fegurstu héruðum Englands. láni 975 kr með 8% vöxtum hækk- ar gjaldið um kr. 6,50 á mánuði upp f rúmar 53 kr. Væru bygð einlyft sambygð hús gerir byggingarmeistari ráð fyrir að kostnaður á hverja íbúð myndi hækka um 1500-2000 kr. og þá um leið fyrsta framlagið að hækka frá þeim, sem byggja, um 225 — 300 kr. Væri hafður kjallari fyrir hverja íbúð, myndi byggingarkostn- aður hækka enn meir, sennilega upp í 9—10,000 kr. Til þess að fá íbúðirnar eins ó- dýrar og gert er ráð fyrir hér að framan, þarf grundvöllurinn undir húsunum að vera þéttur vel, melur eða klöpp, svo að ekki þurfi að

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.