Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 18.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 18.04.1931, Blaðsíða 2
2 Gmnniofflnar íiialdsins. íslenskum verkalýð er, af margra ára reynslu, kunnur níðsöngur í- haldsins um samtök alþýðu og braut- ryðjendur þeirrar hreifingar. í bar- áttunni við Alþýðuflokkinn hefir Ihaldið lftið notað önnur vopn ; hefir ekki treyst til að gera sig bert að því að hamast opinberiega og augljóst á móti hagsmunabaráttu fjöldans. Verið hrætt við að taka afleiðingunum af svo ófagurri iðju, enda séð að hún var ekki sigurvæn- leg. Síðustu árin hefir þessi söngur í- haldsins farið lækkandi, og var um tíma útlit fyrir, að hann myndi hverfa úr sögunni, þar til á síðasta ári, að hann var gefinn út »á plötum« og er nú stjórnað og haldið uppi af kommúnistum. Síðan »Verklýðsblaðið® hóf göngu sína; meðan kommúnistar höfðu yfir- ráð vfir »Skutli« og síðan þeir náðu »Verkamanninum« á sitt vald, hafa þessi blöð ekkert annað haft að flytja almenningi en margupptuggið níð um stjórnendur Alþýðuflokksins og aðra þá verklýðssinna, sem ekki vilja vera með kommúnistum í því að ej'ðileggja samtök íslenskrar al- þýðu. Svo hreinræktaður íhalds- söngur er það, sem grammofónar þessir hafa að flytja, að minnugir menn þekkja orðréttar níðklausur úr gömlum íhaldsblöðum í þessum »heiðruðu« málgögnum. Hefir í- haldið líklega aldrei slegið sér meira upp en þegar það komst upp á að trekkja upp þessa nýjustu grammo- fóna sína og láta þá syngja söngva sína frá hinurn »gömlu og góðu« tímum. Og hlutskiftið hæfir vel Kommúnistaflokki íslands. Undanfarið hefir eitt kommúnista- ljósið verið að rita í »Verkamann- inn« um muninn á kommúnistum og hægfara jafnaðarmönnum. Er grein þessi mestmegnis gamlar íhalds- skælur yfir gengi Alþýðufiokksins, og því grátlega hlutskifti kommún- istanna að verkalýðurinn treysti þeim ekki til að hafa forystumál alþýðu á ALÞÝÐUMA ÐURINN hendi. Ekki getur greinarhöf. bent á eiit einasta atríði sem sannni það, að kommúnistar geti orðið ís- lenskri verklýðshreifingu að gagni, en vísar til »baráttuskrár« komm- únista !!! íslenskum verkalýð kem- ur »baráttuskráin« ekkert við. Það eina sem honum kemur við, er það sem hann þekkir af reynslu og þreifar á, starf kommúnista- tlokksins síðan hann var stofnað- ur. Og, eins og áður er bent á, hefir það verið eitt óslitið rógstarf, rekið af valdasjúkum ómennum, sem ekki hafa mannrænu til að fara fram í baráttunni eins og for- sjálir menn. Slík er rejmsla íslensks verkalýðs á K. í. og eftir henni er og verður hann dæmdur. Svo vitnað sé í baráttuskrána, skal þess getið, að eitt af hlutverk- um K. í. er það, að vinna á móti áhrifum hægfara jafnaðar- manna í Alþýðuflokknum. Til að uppfylla þetta atriði, er hinn gamli Íhaldsníðsöngur hafinn í mál- gögnum kommúnistanna, stofnað til óspekta á fundum verklýðsfélaganna, reynt að fá í gegn samþyktir, sem eru félögunum til skaða og skamm- ar, og rógsyrði borin milli félaga. Og suður í höfuðstaðnum sitja kommúnistar á makkfundum með í- haldinu, til að framkvæma baráttu- skrána, sem / reyndinni er ekk- ert annað en þetta eina atriði, sem hér hefir verið minst á. Sjálfsagt hefir íhaldið aldrei dreymt um að það myndi eignast slíka íleppa í skó sína, eða að níðsöngur þess, sem var búinn að verða því til skaða og skammar í langa tíð, yrði upp tekinn af öðrum. En nú á tímum gerast mörg æfintýri, jafnvel íhaldinu til gleði. Verkamaður. Kirkjan: Engin messa á Sunnu- daginn. Eins og að undarförnu hefir Hjúkr- unarlélagið Hlíf basar á sumard. fyrsta i húsinu Skjaldborg. Pær konur, sem láta vilja muni á basarinn, eru beðnar að koma þeim til ungfrú Kristbjargar Jónatansdóttur, frú Elísa- betar Friðriksdóttur, eða frú Jóhönnu Pór, fyrir 19. þ. m. Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda hluttekningu við jarðarí'ör Valgerðar Erlendsdóttur. Aðstandendurnir. Til minnis. íhaldið er afskaplega hlessa yfir því hvað Framsóknarstjórnin eyði miklu af fé þjóðarinnar. Er hér ekki um neitt smáræði að ræða fyrst íhaldið finnur til þessa, jafn flolta sögu og það á að baki í þessum efnum. Al- þýðumaðurinn ætlar ekki að fara að bera blak af Framsóknarstjórninni, enda væri það enginn hægðarleikur; þær eru ansi flottar á almenningsfé, blessaðar ríkisstjórnirnar. — En íhald- inu og öðrum til minnis, leyfir Alþ.m. sér að taka upp greinarkorn eftir Olaf Friðriksson, sem birtist í Alþýðublað- inu i vetur. Sýnir hún að íhaldið getur nokkuð, þegar aðrir geta mikið. Greinin er svo: »Morgunblaðið« flutti fyrir nokkrum dögum fráttir frá »landsfundinum«, sem íhaldið hefir haldið hér fyrir skemstu. »Dagskrármál Sjálfstæðis- flokksins« hét greinin, og svo mikil tíðindi og merkileg þótti Morgun- blaðsritstjórunum samþyktirnar frá fund- inum, að fyrirsögnin var þrídálkuð, auk þess sem aðalfyrirsögninni fylgdu sjö undirfyrirsagnir, og tóku allar fyrirsagnirnar yfir jafnstórt svæði og tvær blaðsiður í Helgakveri. Ein fyrsta fyrirsögnin er þannig: Fjármúl: Vítt óstjórn og sukk í fjármálum þjóðarinnar. Krafist glöggra reikningsskila. Petta er þá ein krafa íhaldsins, og hún er vissulega sanngjörn. En þeg- ar hún kemur frá landsfundi íhaldsins veit maður ekki hvort mann á að furða meira á ósvífni íhaldsforingj- anna eða barnskgri einfeldni þeirra manna, er íhaldið hafði hóað saman á fund hér í Reykjavík, og sem vafa- laust hafa margir hverjir staðið í þeirri meiningu, að þeir væru að vinna þjóðinni gagn. Pað er rétt að athuga lítillega hvað

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.