Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.05.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 05.05.1931, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMAÐORINN I. árg. Akureyri, Priðjudagiiin 5 Maí 1931. 20. tbl. W \ Eftir síðuslu alþingiskosningar 1927, munu margir Alþýðuflokks- tnenn hafa glaðst yfir' þeirri aukn- ingu, er varð á tölu þingmanna Al- þýðuflokksins. Fram að þeim kosn- ingum höfðu þingmenn flokksins verið aðeins tveir og lengi vel 'ekki nema 1, sá landskjörni þingmaður -flokksins, en eftir kosningarnar 1927 voru þeir orðnir 5. Þó hér væri um mikla stækkun að ræða á þing- flokki jafnaðarmanna, höfðu lands- kjörskosningarnar næst á undan sýnt það, að þegar miðað var við atkvæðamagn flokksins, ?tfi hann að hafa nokkru fleiri þiniimenn en hann hafði hlotið við kjördæma- kosningarnar 1927- Kósningarnar höfðu sýnt það, að rúmlega 5. hluti þjóðarinnar óskaði að jatnaðarmenn tækju virkann þátt í stötfum þjóð- þingsins, en enda þótt jafnaðar- menn hefðu átt þingmenn í sam- svörun við tölu kjósenda þeirra, hlaut hverjum manni að vera það Ijóst, að áhrif þeirra á þjóðmálin gátu ekki orðið stórfengleg, nema sérstakrar aðstöðu yrði notið í þing- inu, og enn síður gat verið um slíkt að ræða, þegar þingmannatala þeirra var færri en svaraði til kjós- enda þeirra, eða ekki nema % hluti þingsins í stað Vs- Innan jafnaðarmannaflokksins munu bæði hafa verið óljósar og ólíkar skoðanir um það, hvernig ^>ingmönnum þeirra bæri að haga sér á þingi. Hafa sumir þeir menn, sem vilja telja sig til jafnaðarmanna, gjört hvorttveggja í senn, að heimta miklar framkvæmdir af þingmönn- um flokksins og þó talið það hina mestu goðgá, að vinna að ein- hverju leyti með öðruin flokki í þingi að framgangi mála. Lítur helst út fyrir að þeir menn, er slíkar kröfur gera, álíti að 5 menn af 42 geti haft ráð hinna 37 samverka- manna sinna í hendi sér, og ráðið samþyktum Alþingis eftir geðþótta. Virðist þar fara Sdrnan lítið vit og lítill skilningur á hlulunum. Ekki þarf að efa það, að lang- mestur hluti jafnaðarmannaflokksins skilur það mæta vel, að hinn fá- menni þingflokkur getur engu kom- ið fram á Alþingi, án þess að njóta til þess styrks annarshvors þess pólitíska flokks, sem í þinginu er. Þar er því um tvent að ræða fyrir þingmenn jafnaðarmanna, annað- hvort að koma engu í framkvæmd, eða hafa samvinnu um framgang mála við þann þingflokk, sem átt getur samleið með þeim að einhverju leyti- — Alþýðufólki er það Ijóst, að á sama hátt eins og það með samtökum sínum bæt- ir kjör sí.n smátt og smátt á einn og annan hátt, verður það að stíga áfram á hinu pólitíska sviði í tiltölu- lega stuttum skrefum, meðan það er jafn fáliðað að fulltrúum á Alþingi eins og það enn er. Þegar litið er til kosninganna 1927, verður hverjum manni Ijóst, að engin önnur leið gat verið fyrir hendi en að Framsóknarflokkurinn tæki við stjórn af íhaldsmönnum, sem með hana höfðu farið næsta kjörtímabil á undan. Framsóknar- flokkurinn og þingmenn jafnaðar- manna höfðu verið saman um and- stöðu gegn íhaldinu í þinginu og kosningarnar höfðu sýnt að úti meðal kjósenda Framsóknar- og jafnaðarmanna, var andstaðan gegn íhaldinu sameiginlegt áhugamál beggja flokka. Jafnaðarmenn höfðu bætt við sig þremur þingsætum N YA BIO Miðvikudagskvöld kl. 8X% 1. KapteiDii iohn Dale. Indíánamynd í 6 þáttum. í aðalhlutverkunum: Tim Mc Coy, Claire Windsor. 2. fsvafnvagninum. Oimanmynd í 7 þáttum. I aðalhlutverkunum : William Haines, Claire Windsor. og þau voru öll tekin af Ihaldinu og Framsókn hafði bætt við sig þingsætum á sama hátt. svo hún var orðinn stærsti flokkurinn í þing- inu. Hefðu þingmenn jafnaðar- manna þá veitt írialdinu stuðning til valda, hefðu þeir gengið á móti þeim vilja kjósenda sinna, sem fram kom við kosningarnar næstu á und- an. Aðslaða jafnaðarmanna hlaut einnig að verða alt önnur í þing- inu, ef þeir hefðu stutt íhaldið til valda. Framsókn taldi 20 þingmenn í sínum flokki, en íhaldið ekki nema 17. Framsókn gat því farið með völd án þess að þurfa nokkurn stuðning til þess, ef jafnaðarmenn vildu heita henni því að ganga ekki í lið með íhaldinu til að fella þá stjórn, er hún setti, og á meðan íhaldsflokkurinn í þinginu hagaði sér ver í garð jafnaðarmanna en Framsóknarflokkurinn, var eðlilega

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.