Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 19.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 19.05.1931, Blaðsíða 2
alÞýðumaðúrinn höfðu yfir afvinnutækjunum þar fram að árinu 1928, hlaut að verða sett fram ?ú kiafa af Aiþýðufulltrú- unum á þingi, að Akureyri og í sambandi við hana Siglufjöiður og Eyjatjörður nytu aðstoðar þingsins til viðreisnar. . Alþýðuflokkurinn hafði haldið því fram, að eina ráðið til þess að rétta við síldarútveginn væri að ríkið tæki einkasölu á allri úlfluttri síld, og í sambandi við þá einka- sölu y>ðu gerðar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar væru, til þess að takmarka framboð sfldarinnar á er- lendum markaði, svo sæmilegt verð fengist fyrir þá síld, sem verkuð yrði. Önnur líklegri leið til þess að rétta við síldarútveginn varð ekki fundin að því er virtist. Það varð því hlutverk þingsins 1928 að konia því tvennu í verk, að aðstoða Aiþýðuflokkinn á ísa- firði til þess að taka að miklu leyti í sínar hendur' atvinnureksturinn þar, með því að leggja til ábyrgð ríkis- sjóðs fyrir láni til skipakaupa handa Samvinnufélagi ísfirðinga — félagi sjómanna og verkalýðs. Og í ann- stað að korna skípulagi á síidar- söluna með Síldareinkasölu íslands, sem að mestu leyti kemur Akur- eyrarkaupstað, Eyjafirði og Siglu- firði að iiði. A sama þinginu voru einnig samþykt heimildarlög fyrir ríkis- stjómina til þess að byggja síldar- bræðslustöð á Siglufirði, sem gerð er í hinum sama tilgangi, að rétta við síldarútveginn hér norðanlands, Móti þessum umbótamálum kaup- staðanna á norður og vesturlandi, beitti íhaldið í þinginu sér með þeim þunga sem það átti til, svo þar skar hreiniega í odda á milli umbótaflokka þingsins og þess flokks, sem farið hafði með völd í landinu næsta kjörtímabil á undan, íhaldsflokksins. Lesendur þessa blaðs mega því vera sannfærðir um það, að engin viðreisn hefði átt sér stað fyrir ísafjörð eða Ak- ureyri, Eyjafjörð og Siglufjörð, ef þeir tveir umbótaflokkar, sem nefnd- ir hafa verið hér að framam, Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, hefðu ekki myndað meirihluta á þinginu 1928 um við- reisn þessara landshluta, samhliða viðreisn landbúnaðarins, sem var aðal áhugamál Framsóknarflokks- ins, og sem Alþýðuflokkurinn hefir ætíð og mun ætíð veita hið fylsta lið. Skæðadrífa. Fulltrúaráðið ekki til. Síðasti »Verkam.« er að bulla um það, að af því að Fulllrúaráð Verk- lýðsfélaganna á Akureyri hafi verið til og löglegt, meðan Erlingur Faið- jónsson átti sæti í því, þá hljóti svo enn að vera. í síðasta blaði »AI- þýðum.« var það glögglega skýrt, að meðlimir Kommúnistaflokksins geta ekki verið löglegir fulltrúar í fulltrúa- ' ráðinu. Löglegt fulltrúaráð Verklýðs- félaganna á Akureyri er því ekki til nú sem stendur. Allar gerðir sam- kundu þeirrar, sem nú er að leika fulltrúaráðið, eru því ólöglegar og að engu leyti bindandi fyrir verklýðsíél- ögin eða Verklýðshúsið. Þetta hafa þeir líka skilið lánardrotnar Verklýðs- hússins, því þeir hafa ekki fengist til að semja um greiðslu skuldanna við kommúnistana. Vita, sem er, að samningar við þá eru einskis virði. » Greiðsluörðugleikar.« Samkunda sú, sem nú er að leika fulltrúaráð Verklýðsfélaganna á Akur- eyri, lætur síðasta Verkam. skýra frá því, að »greiðsluörðugleikar« séu fyr- ir dyrum hjá henni, vegna Verklýðs- hússins. Einmitt það? Fað er örð- ugt fyrir þá, sem enginn þorir að semja við. Ólíkt örðugra að klára fjármálin, en í þá daga, þegar Erl- ingur Friðjónsson lánaði 5 þúsund krónur til að greiða fyrstu afborganir af kaupverði Verklýðshússins. Einnig örðugra að halda Lesstofu verkalýðs- ins gangandi nú, en þegar sami maður lagði verklýðsfélögunum til húspláss, Ijós og hita, endurgjaldslaust, til sama starfs. Framboð voru öll komin fram 14. þ. m. og gefur þar að líta 104 frambjóðendur, sem skiftast svo á flokkana, að Al- þýðuflokkurinn á 23, Kommúnistar 9. Framsóknarflokkurinn 34 og íhaldið 35, Kosningahríðin er þegar byrjuð. Verður hún afar hörð. því bæði í- haldið og Framsókn ætla sér að ná meirihiuta, en, sem betur fer, mun hvorugum flokkanna takast það að sinni. Skrítnast er framboðið í Norð- ur Pingeyjarsýslu. t*ar eru tveir Framsóknarmenn í boði og einn í- haldsmaður. — Kommúnistar bjóða fram í 5 kjördæmum. Hafa þeir engar líkur til að koma manni að við kosningarnar, en hjálpa íhaldinu hins- vegar til að ná tveimur sætum frá Alþýðuflokknum. Alþýðumaðurinn heiir ekki rúm til að telja upp öll fulltrúaefnin, enda nóg að flytja, á sínum tíma, nöfn þeirra, er lifa kosningahríðina af. Af þessum 104 eru 68 fyrirfram dsemdir til að falla. Bækur. »GANGLER1«, V. ár 1. hefti, er nýútkominn. Nýr ritstjóri er að þessu hefti, frú Kristín Matthías- son, og spáir þetta hefti, að góðs sé að vænta af starfi hennar í fram tíðinni, svo myndarlega fer Gang- leri af stað frá hendi hins nýja hús- bónda. Verða hér ekki tilnefndar sérstakar ritgerðir í heftinu, sem framúrskarandi. Athugull lesari mun finna margt gott í þeim öllum. »GRÍMA«, 4. hefti, kom út í vetrarlokin. Eru í þessu hefti 23 sögur og auk þess skrítlur. Eru margar af sögunum á meðal bestu þjóðsagna og heftið alt hið læsi- Iegasta Er ekki að efa, að Gríma verður hið eigulegasta safn með tímanum, ef áframhaldið verður eins gott, eða betra, og það er, sem komið er.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.