Alþýðumaðurinn - 16.06.1931, Blaðsíða 1
I. árg.
Akureyri, Priðjudaginn 16 Júní 1931.
33. tbl.
Annað bréf
tii
Einars Olgeirssonar.
Hún verður ekki talin óeðlileg
4 sú nærgætni þín við sjálfan þig/að
svara ekki opna bréfinu mínu til
toín fyrri en rétt fyrir kosningarnar,
svo því yrði ekki komið við að
svara áður en til kosninganna kom.
Þú hefir sýnilega haft hugmynd
um það, að þitt »opna bréf til
allrar alþýðu í Akureyrarbæ* sem
þti ritar sem svar til mín, væri
best geymt ósvarað í hugum fólks-
ins fram yfir kosningarnar. — Þú
vildir fá að njóta ávaxtanna af
meðaumkun kjósendanna, fyrir þinni
grátklökku mynd, sem þú drógst
upp frammi fyrir lesendum blaðs
þíns, fyrir það hvað ég og aðrir
hafi farið illa með þig, með því að
láta þig fara frá Síldareinkasölunni.
Þú lýsir því átakanlega ástandi
þínu, að verða atvinnulaus; þú fáir
ekki atvinnu viö kennslu — at-
vinnurekendur láti þig ekkert hafa
að gera. Þér dettur ekki í hug að
íyrir þér geti legið sama erfiðið
og allur fjöldi verkafólksins, sem
þú þykist vera talsmaður fyrir,
verður að inna af höndum, sem er
að vinna erfiðisvinnu á mölinni eða
annarsstaðar. Pessvegna stara augu,
þín til einhverra annara starfa, sem
þér sýnast lokuð fyrir þér. Þess-
vegna biður þú fólkið að kenna í
brjóstí um þig, fyrir að þú fáir
ekki þessi störf til að afla þér við-
urværis af, og þessvegna biður þú
fólkið að sakna þín þegar þú sért
að fara héðan í burtu til þess að
hafa eitthvað fínna og Iéttara að
vinna en algenga malarvinnuna.
Pér er mjög gjarnt að gera sam-
anburð á þér og mér. Pú ert í
þínum augum sá heilagi maður,
sem ert altaf reiðubúinn að bera
kross erfiðleikanna meö hinni
vinnandi stétt og fyrir hana. Ég
er aftur í þínum augum »tólfti
postulinn* sem ítalski málarinn
fann ekkert »ModeU af fyr en hann
fann »spiltan ræfil á götu úti«. —
Það er því að sjálfsögðu rétt að
rekja þenna samanburð nokkru
lengra en þú hefir gert og skygn-
ast inn í það starf, sem þú hefir
innt af höndum í þágu verkalýðs-
ins, og samræmisins í orðum þín-
um og gerðum, og þá að síðustu
mála mynd okkar beggja á vegg-
inn, hlið við hlið.
Ég kom hingað til Akureyrar á
líku aldursreki og þú ert nú. Fram-
undan mér blöstu ekki neinar hátt-
launaðar stöður, ekki einu sinni
kennarastaða.
Ég kom austan yfir Vaðlaheiði á
hestum postulanna og skóaður
líkt og þeir.
Mitt fyrsta verk hér var að ganga
að þúfnasléttu með Jóni Friðfinns-
syni og fleiri verkamönnum, sem
voru að rækta túnbletti fyrir sig
hér ofan við bæinn.
Ég gekk einnig í malarvinnu
með verkamönnum, sem þar unnu.
Ég vann með Jóni Sigurðssyni
að húsasmíði, og í síldarvinnu gekk
ég ásamt öðrum samherjum mín-
um meðal verkamanna, meðan ég
tók ekki annað fyrir hendur, sem
síðar verður að vikið.
Ég nefní þessa tvo menn hér að
framan, af því þeir hafa verið sam-
verkamenn mínir og ég þeirra í
verklýðshreifingunni hér upp undir
20 ár, og þeir koma í huga minn
þegar ég fer að minnast Iiðihs
.tíma. —
NÝJA BIÓ
Miðvikudagskvöldkl. «>/»
Nú lítur út fyrir, að þú með
iðju þinni hér í veklýðsfélögunum
sért búinn að telja þessum gömlu
samherjum og samverkamönnum
trú um að ég sé ímynd »tólfta
postulans*.
Pað er grundvöllurinn undir
þessari kenningu þinni, sem ég vil
ræða við þig. Ekki vegna mín
persónulega, heldur vegna sam-
verkamanna okkar beggja í verk-
Iýðshreifingunni.
Eg vann með verkamönnunum á
mölinni rúmlega tólf ár. í þeim
skóla Iærði ég það í verklýðsmál-
um, sem kom þér til að rita um.
mig 1927, eftir þínum eigin orðum
meira lof, en um nokkurn annan
»núlifandi« mann. í þenna skóla
hefir þú forðast að ganga, og nú
þegar framundan þér liggja hin
ónumdu Iönd og aðstaða þín er
lik og mín aðstaða var fyrir nálega
30 árum síðan, þegar ég kom hing-
að til bæjarins, þá stígur þú ekki
út í 12 ára malarvinnuna með
verkamönnunum, svo þú lærir að