Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.07.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 28.07.1931, Blaðsíða 1
ALÞYSUMAÐD RINN I. árg. Akureyri, f’riðjudaginn 28 Júlí 1931. 41. tbl. Úgæfuliðið. Þess var getið hér í blaðinu fyrir hálfum mánuði síðan, að kommun- istarnir hér á staðnum væru búnir að hlaða svo miklu af axarsköftum og hringavitleysum í verklýðsmálum I kringum sig, að vart myndi vera hægt á það að bæta. En hrúgan hefir vaxið all-áberandi síðan og er búin að vekja á sér athygli allrar þjóðarinnar. Fyrir nokkrum árum hafði danskt íhaldsblað það eftir breskum stjórn- málamanni, að danskir kommunistar höguðu sér heimskulegast allra kommunista í heimi. Sé þetta rétt haft eftir Englendingnum, hafa orð hans fallið þannig, af því hann hefir ekki þekt íslenska kommunista. Það er enginn vafi á því að þeir skiþa óvirðulegasta sess allra stjórnmála- manna í heimi. Þetta vesæla ógæfulið væri ekki gert hér að umræðuefni, ef það væri ekki svo ósvífið að þykjast tala í nafni íslensks verkalýðs. Að vísu eru það lygar, eins og alt ann- að, er það ber á borð fyrir lands- lýð, en þær eru þær svívirðilegustu af öllu og nauðsynlegast að taka þær til meðferðar. Sannleikurinn er að á bak við kommnnistana stendur enginti verka- lýður. Verklýðsfélögin kveðja þá aldrei til neins, og þeir væru alger- lega út af dagskrá hjá íslenskum verkalýð, ef þeir væru ekki altaf að trana sér fram og láta á sér bera, þar sem verklýðsmál eru á ferðinni, verkalýðnum til óbætanlegs skaða og ævarandi skammar. Verkin tala víðar en hjá Fram- sóknarstjórninni. Verk kommunist- anna tala og gefa þeim allt annað en góðan vitnisburð. Heimska þeirra og fáfræði í verklýðsmálum er dæma- laus. í fyrra stóð einn af fremstu mönnum kommunista hér upp á verkamannafélagsfundi og flutti langa ræðu um eitt stórvirkið, sem þeir þá ætluðu að framkvæma. Þegar honum var bent á að mótstöðu- mennirnir mundu beita hinum og þessum brögðum á móti árásinni, svaraði hann altaf: »Þá samþykkj- um við«, og »við bara samþykkj- um« o. s. frv. Kommúnistarnir íslensku hugsa aldrei lengra en það, að samþykkja eitthvað á fundum. Hvað þarf til að framkvœma hugsa þeir aldrei um. Braut þeirra er því ein saman- hangandi keðja ósigra og axar- skafta. Fáfræði kommúnista í verklýðs- málum er jöfn heimskunni að fyrir- ferð. Akureyrskur verkalýður hefir haft gott dæmi þessa fyrir augum undanfarið. Kommúnistarnir hafa rekið hér kaupstreitumál. Þeir hafa hrúgað hverri vitleysunni á aðra ofan í blaði sínu. Þeir hafa haldið fund á fund ofan, og samþyktun- um hefir rignt niður eins og sót- flyksum úr eldhússtrompi. Vinnu- stöðvun hefir verið ákveðin, Reynt hefir verið að framkvæma hana, en mistekist, eins og alt annað hjá þessum ógæfulýð Og sjá! Eftir alt þetta brölt og brák opinberast höfuðsmanni þessa »krossaða Jór- salafararc-Iiðs sá »óttalegi leyndar- dómur«, að vinnustöðvunin verði ekki framkvæmt, nema fólkið, sem vitinur, sé stöðvuninni fylgjandi. Þetta er að vísu óneitanlega Ijós blettur í því svarta myrkri fáfræð- innar, sem þetta slysafólk virðist ráfa í, en leyndardómurinn er þó ekki meiri en það, að hann liggur opinn hverjum þeim manni, sem af mm nýja bió kíi Þrið/udagskvöld kl, 8.30: EILÍF Á8T. Stórfengleg hljómmynd í 12 þáttum. Aðalhlutverkin leika John Barrymore, Dolores Costello Mynd þessi er gerð eftir ein- hverri frægustu ástarsögu heimsins, »Manon Lescaut« eftir skáldið Abbé Prevost, er segir þar frá æfintýrum úr lífi sjálfs sín. Sýnd í síðasta sinni Miðvikudagskvöld kl. 8 */j Ný niynfl! viti hugsar um verklýðsmál, hvað þá þeim, sem hafa reynsluna til að styðjast við. Skrumið og ósannindavaðallinn loðir jafn fast við ógæfuliðið, eins og heimskan og fáfræðin. Þó allir viti að íslenskur verkalýður hafi hinn mesta ama af kommúnistun- um, og vilji yfirleitt hvorki heyra þá né siá, þykjast þeir alltaf vera hið sígilda salt verkalýðsins. »Eftir kröfum kommúnista«; »eftir tillög- um stéttvísra verkamanna®; »fyrir forgöngu kommúnista*, segja blöð kommúnistanna altaf, þegar þau geta verklýðsmála, þó kommúnistar hafi ekki nærri þeim komið, nema til skaða. Svo sjálfhælnir eru þeir, að helst lýtur út fyrir, að þeir reikni ekki með öðrum mönnum en sjálfum sér, enda kalla þeir sig »verkalýðinn« í hverju orði. Vitaskuld verða kommúnistarnir að athlægi fyrir þetta, en verst err

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.