Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.07.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 28.07.1931, Blaðsíða 3
AlÞÝÐUMAÐTJRINN 3 þetta lygi. Verkam. hefir ekkert annað að bjóða. Engar verkakonur hafa »gengið um« á síldarpöllunum, nema, einhverjar konur úr »Ósk*, sem hér um daginn voru á rápi til að biðja stúlkurnai að hefja verk- fall, en fengu enga áheyrn. Hvorki Finnur Jónsson, Guðm. Skarphéðins- son eða nokkrir aðrir haía haft í hótunum við fólkið. Þess hefir held- ur ekki þurft. Allir hafa fúslega gengið inn á að greiða eftir taxta Verkakvennafélags Siglufjarðar, þó að hann sé dáltið hærri en taxtinn var í fyrra. Og fólkið er meir en ánægt með hann. Verkam. kallar verkakvennafél. Siglufjarðar »verk- fallsbrjótafélagið«. Hvernig verk- fallsbrjótar geta verið til Á þeim stað, sem verkfall er ekki til á eða hefir ekki verið, skilja víst ekki aðrir en gáfusálirnar, sem rita Verkam. Pá segir Verkam. frá einhverjum afskaplega merkilegum og áhrifarik- um verklýðsfundi, sem haldinn hafi verið á Siglufirði 19. þ.m. að til- hlutun Verkakv.fél. »Ósk*. Pað var nú meiri fundurinn. Öllum verka- lýð var boðið; öllum sjómönnum, og öllum, »sem verklýðsmálum unna«. Prír sjómenn komu, enginn verkamaður úr landi og örfáar kon- ur úr »Ósk«. Og þessi afar fjöl- sótti, áhrifaríki og stéttvísi fundur lýsti »fyrirlitningu« á fyrirlitiþngu ofan á öllum þeim, sem vinna af vit'l að verklýðsmálum. Hvílíkur þjóðþrifa fundur! Verkakvennafélag Siglufjarðar tel- ur nú um 90 félaga. Verkakv.fél. »Ósk« um 60, að meðtöldum að- komustúlkum, sem gengið hafa í félagið undanfarin sumur, en eru ekki á staðnum, og koma þangað sjálfsagt aldrei framar. Raunveru- legur félagafjöldi »Óskar« mun því ekki vera nema ‘/s móts við Verkakvennafélag Siglufjarðar. — Félagatal »Óskar« fer alt af mink- andi, en Verkakvennafélags Siglu- fjarðar vaxandi. — Nú vinna konur úr »Ósk« á mörgum bryggjum á Siglufirði, þar sem greitt er eftir taxta V. S. Hlýða ekki vitleysis- flanistjórrarinnar. En»5/t.« (Sprauta?) kommúnistanna á Siglufirði skrifar ósannindi og níð í Verkam. Ekki er ávöxturinn göfugri þar en hérna á Akureyri. Rógburði vísað til föðurhúsanna. í síðasta tölubl. blaðsins »Verka- maðurinn« stendur grein með fyrir- sögninni »Kaupdeilan*. Þar er sagt meðal annars frá tilraunum þeim, er gerðar voru til að stöðva vinnu á söltunarstöð okkar Jóns Kristjánssonar, en befðu mistekist, meðal annars vegna þess, að við hefðum gengið um og hótað öllum þeim, sem legðu niður vinnu, brottrekstri, og að þeir fengju aldrei framar vinnu hjá okkur. Auðvitað eru þetta ósannindi, og skora ég þvf á greinarhöf. að sanna ummæli sín hvað mig snertir, því auðvitað er þeim aðallega beint til mín, sem er verkstjóri á bryggjunni, en ég heft engum hótað brottrekstri, hvorki fyr né síðar. Verði greinarböf. ekki við þessum tilmælum mínum, er hann opinber ósannfndamaður að þessum ummælum. Öðrum ósann- indura blaðsins hirði ég ekki um að svara. Akureyri, 24. Júlí 1931. Hallgr. Jónsson. Utdráttur úr dagskrá rikisútvarpsins 28/7—x/s 1931. Fastir liðir dagskrárinnar eru: Kl. 19.30 Veðurfregnir — 21 Veðurspá og fréttir. Þriðjudaginn 28. Júlí: Kl. 20,15 Hljómleikar. 20,30 Er- indi, V. P. Oíslason. 20,45 Ping- fréttir. 21,25 Grammofónhljómleikar, pianosolo, Haraldur Sigurðsson. Miðvikudaginn 29. Júlí: Kl. 20,05 Grammofónhljóml. 20,45 Pingfréttir. 21,25 Grammofónhljóml., Don Kósakkar og fl. Fimtudaginn 30. Júlí: Kl. 20,15 Grammofónhljóml. 20,45 Þingfréttir. 21,25 Grammofónhljóml., tvísöngur úr Glunterne. Föstudaginn 31. Júlí: Kl. 20,15 Hljómleikar. 20,30 Er- indi. V. P. Gíslason. 20,45 Ping- fréttir, 21,25 Dagskrá næstu viku- 21,30 Grammofónhljóml. Laugardaginn 1. Ágúst: Kl. 20,15 Grammofónhljóml, 20,45 Þingfréttir. 21,25 Dansmusik. drekka allir góöir íslendlngar. — elsta og fullkomnasta öl- gerðarhús á íslandi — framleiðir neðangreindar öltegundir: EGILS-PILSNER EGILS-BJÓR EGILS-BAYERSKTÖL EGILS-HVÍTÖL Ennfremur: SIRIUSCITRON SIRIUSSÓDAVATN Egfls-öl fæst allstaðar, þar sem öl er selt. Skilvísir kaupendur fá mjög hagkvæma skilmála. Engin fyrirhöfn né kostnaður við umbúðir. Heildsölubyrgðir af ofangreind- um öltegundum og gosdrykkj- um eru ávalt fyrirliggjandi hjá umboðsmönnum ölgerðarinnar á Akureyri: Hafnarstræti 100. Sími 175. Símn.: Verus.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.