Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.09.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 12.09.1931, Blaðsíða 3
A LÞÝÐUM AÐURINN 3 fyrir bryggjuna, sem ekkert var notuð. Annarsstaðar hefir atvinnulífið verið bærilegt — og sumstaðar blómlegt. Sumir »foringjarnir* að innan fluttu á eftir krásinni, og skildu fólkið, sem hafði verið svo ógæfusamt að treysta þeim, eftir í atvinnuleysiriu. Göfugmenskan var svo sem jöfn á allar vogir. Pað væri svo sem engin furða, þótt samviskan léti eitthvað á sér bæra hjá þessum mönnum. — »Verkam.< ber þess líka lítiishátíar vitni. En ómenska þeirra er svo mikil, að þeir þora ekki að taka á sig verðskuldaða sök í þessum málum. Með lævísum crðum er »Verkam.« að reyna að velta sök- inni yfir á aðra; hina gætnari menn verklýðshreifingarinnar hér f bæn- um, sem ekkert hafa nærri þessum málum komið. Blekkinga , lyga- og svikabraut Björns Grímssonar og hans nóta, í sambandi við Söltun- arfélagið, er óendanleg. Söltunarfélag verkalýðsins var stofnað í góðum tilgangi, og hefði mátt verða verkalýð þessa bæjar til ómeíanlegs gagns. Ógæfa þess er, að það hefir lent í klóm óhiut- vandra manna, sem hafa notað það eins og hér er lýst að framan. — Saklaust verkafólkið geldur þeirra nú á eftirminnanlegan hátí. Ætti þelta að verða til þess að kenna því, að fela ekki slíkum mönnum forystuna í framtíðinni. III. Rógstarf kommúnistanna gegn forgöngumönnum Alþýðuflokksins, er þó aðal líftaugin í blaðastarf- semi þeirra. Pað er reyndar ekki nema von, að vesaldómur þeirra snúist upp í gremju og illkvitni, þegar þeir standa andspænis jafn öflugum ílokki og Alþýðuflokkurinn er, með íyrirskipanir rússneskra húsbænda á hálsinum um að eyðileggja Al- þýðuflokkinn. En þeir, sem hafa valið sér það hlutskifti að svíkja sína eigin þjóð, verða að bíta í það súra epli að taka afleiðingunum af því starfi. Þeir verða að þola fyrir- litning þjóðarinnar í. heild og fulla andúð verkalýðsins án þess að blikna eða skrækja, fyrst þeir einu sinni hafa leigt sig til ógæfustarfs- ins. Cg einhvern tíma hefði ís- lenskur verkalýður vænst þess, að göfugra verkefni og þjóðheillavæn- legra lægi t. (i. fyrir Einari Olgeirs- syni, en það eitt, að stjórna þessu auðvirðilegasta starfi, sem nokkur íslenskur stjóriimálaflokkur hefir nokkurn tíma haft með höndum. En svona langt niður geta þeir komist, sem flugumennskuna gera að lífsstarfi sínu. Hvað flerir bæjar- stjórn Akureyrar? Síðasta Alþingi heimilaði ríkis- stjórninni að verja alt að 300 þús. kr. itr rikissjóði til styrktar kaup- stöðiim landsins í atvinnubótaskj-ni, gegn tvöföldu framlagi frá kaup- stöðunum. Um það hvernig styrkn- um skyldi úthlutað, skjúdi ráða þriggji: manna nefnd. Skjúdi einn maðurinn vera skipaður af ríkis- stjórn, annar af Alþýðuflokknum og þriðji af Reykjavíkurbæ. Nefndin er nú fullskipuð. Skipa hana: frá ríkis- ins hálfu Sig Sigurðsson búnaðar- málastjóri, frá Alþvðufl. Sigurjón Á. Ólafsson fyrv. þingmaður, frá Rvík- urbæ Maggi Magnúss. læknir. Neíndin hefir þegar sent út til- kynningu um hvenær kaupstaöirnir þurfi að vera búnir að sækja um styrkinn og hver skilyrði þeir þurfi að uppfylla til þess að verða hans aönjótandi. Þurfa umsóknir um styrk- inn að vera komnar til nefndarinnar fyrir 15. Október n. k. ásamt trygg- ingu fyrir framlagi kaupstaðanna, lj'singu á þeim framkvæmdum, sem gera á. og sönnunum fyrir því að atvinnubótanna sé þörf. Þegar svo að til þess kemur að deila út atvinnubótavinnunni, mega ekki aðrir njóta hennar en þeir, sem geta sanuað, að þeir fái ekki vinnu annarstaðar!! Og séu fleiri umsækjendur um vinnuna, en hægt er að koma að, sitja heimilisfeður fyrir einhleypum mönnum. Hvað ætlar Akureyrarbær að gera? Ætlar hann að ná í eitthvað af þess um stj’rk? Eða er engin þörf fyrír atvinnubótavinnu hér? Að atvinnuaukning sé aðkallandi, eru allir réttsýnir menn sammála um. Hví þá ekki að notfæra sér þessa hjálp ríkisins, þó nánasarleg sé og fullnægi ekki Reykjavík einni, þó hún rvnni öll þangað? Það mun vera krafa alls verkalýðs, að þetta sé . gjört og er því bæjarstjórninni óhætt að fara að hreifa sig. Nægir verða umsækjendur um bitann. Erling Olaisson söng í Samkomuhúsi bæjarins í gær. Hann hefir lítið lært, en hefir frá náttúrunnar hendi gullfallegan »tenor- baryton<, og fer vel með hann, þótt ungur sé. Taxta ber hann skýrt og íallega fram. Söngskráin var vel valin við hæfi söngvarans, og söng hann flest lögin vel. Best söng ha*n »Sjódraugar< (Sig. í’órðarson), ein- kennilegt og fallegt lag, »0, Herre* (Melartin), Bikarinn (M. Kristjánsson), »Ave Maria< Kahn) og »Stenka Rasin<, sem hann varð að geía sem aukalag eftir að söngskráin var tæmd. — Áheyrendur voru sorglega fáir og getur varla heitið vansalaust fyrir bæjarbúa að meta meira allskonar kvikmyndarusl, heldur en söng ungra, upprennandi — og fátækra — ís- lenskra söngvara, sem eru að reyna að afla sér tekna, til að geta þrosk- að náðargáfu þá, sem þeir hafa hlotið frá náttúrunnar hendi. Erling hlaut gott lófaklapp og blómvönd fyrir söng sinn. Væri vel ef hann heíði aðstæður til að læra meira. T- Héraðsfundur verður haldinn á morgun á Möðruvöllum í Hörgárdal. Af völdum þessa falla messur niður þennan dag. Frost hafa verið undanfarnar nætur og sólfar um daga. Sölnar gras nú óðum. Heyskapur er þegar orðinn sæmilegur. Fiskafli ágætur hér úti fyrir og síldarafli nokkur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.