Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 29.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 29.09.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn þykt í fulltrúaráði, á fjórðungsþingi eða sambandsþingi, að skrifa nafn sitt undir stefnaskrá Alþýðuflokks- ins hjá forseta samkomunnar og skuldbinda sig til þess að starfa í öllu samkvæmt henni og lúta lög- um sambandsins*. Hér á Akureyri er ástandið svo, að félögin eiga engan löglegan full- trúa á sambandsþing Alþýðuflokks- íns, eða í fulltrúaráði verklýðsfélag- anna. Peir, sem nú skipa þessi sæti eru allir í Kommúnistaflokki íslands, og eru bundnir þeim flokkssamþyktum að vinna á móti Alþýðuflokknum. Parf ekki að fjölyrða um það, hve þetta er háskalegt og óhæfandi fyrir verk- Iýðsfélögin. 16 grein hljóðar svo: »16. gr. í Norðlendingafjórðungi, Austfirðingafjórðungi og á Vest- fjörðum mynda sambandsfélögin Alþýðusamband fjórðungsins- — Fjórðungssambandsþing kýs 3 menn í stjórn fjórðungssambands, en auk þeirra eiga þar sæti 2 menn úr stjórn Alþýðusambands íslands, er búsettir eru í fjórðungnum. Fjórð- ungssamböndin setja sér sjálf regl- ur um verkaskiftingu og starfssvið, er stjórn Alþýðusambandsins stað- festir. Pau annast útgáfu blaða í fjórðungnum og önnur þau mál, sem sérstaklega snerta fjórðunginn, eftir nánari fyrirmælum sambands- stjórnar. — Utan þessara þriggja fjórðungs- sambanda starfa sambandsstjórnar- menn, búsettir þar, sem fjórðungs- stjórn Sunnlendingafjórðungs, þar til sérstakt fjórðungssamband verð- ur stofnað, sem þá starfa á sama hátt og hin samböndin«. Eins og sést á þessari grein, starfar Verklýðssamband Norður- lands qlöglega. Stjórn þess er skip- uð ólöglegum fulltrúum, en ekki kosin samkvæmt lögum Alþýðu- sambandsins, og blað það er sam- bandið gefur út, »Verícam.«, hefir lýst því yfir, að Verklýðssambands- stjórnin skeytti í engu fyrirmælum Alþýðuflokksins. Hið eina virka starf/V. S. N. er að gefa út »Verka- manninn*. Samkvæmt yfirlýsingum bæði í »Verklýðsbl « og »Verkam.« sjálfum, er hann gefinn út sem mál- gagn Kommúnistaflokksins — and- stöðuflokks Alþýðuflokksins- Sjá allir hve þetta er óhafandi í alla staði, og muna skyldu verklýðsfé- lögin það, að þau hafa engar skyld- ut gagnvart V S. N., þar sem það er ólöglegt og starfar á ólöglegum grundvelli, þurfa engin gjöld til þess að greiða, og alt fé sem til þess fer, verður notað í þarfir Kommúnista- flokks Islands, en ekki Verkalýðsins■ Liggur fyrir verklýðsfélögunum hér nyrðra að kippa þessu í rétt og löglegt horf í vetur. Ef framgangur verklýðsmálanna ekki fæst með skipulagsbundnu samtakastarfi Alþýðuflokksins, fæst hann ekki eftir öðrum leiðum. Pess vegna verða verklýðsfélögin að haga störfum sínúm þannig að ekki riðl- ist fylkingarnar, þegar mest á liggur. Fundir Verkamannatélags Akureyrar og starfsemi félagsins. Verkamannafélag Akureyrar hefir haft tvo fundi það sem af er þessu hausti. — Fyrri fundur þess var haldinn sunnudaginn 20. Sept., en síðari fundurinn á Sunnudaginn var. Báðir þessir fundir hafa verið mjög vel sóttir af félagsmönnum. Um og yfir 80 félagar hafa sótt hvern fund. Yfir sumartímann hefir félagið aldrei fundi, og byrjar fundastarf- semi sína oft ekki fyr en seint á haustin, og þá venjulega með litlum áhuga í félagsmálum. Nú virðist öðruvísi horfa við í félag- inu. Áhugi verkamanna virðist vera sterkur á félagsmálunum- Blað Jóns Guðmanns, sem Einar Olgeirsson er ábyrgðarmaður að, er með harmagrát út af því, hvað Ak- ureyrsk alþýða sé sofandi í verk- lýðsmálum. Guðmann talaði ekkerl um svefn verkafólksins hér í félags- málum í fyrra, og þó var enginn fundur haldinn í Verkamannafélagi Akureyrar þá, þó Einar Olgeirsson væri formaður þess, fyr en 28,- Sept. — Næsti fundur hjá Einari var ekki; haidinn fyr en 26. Okt., eða næst- um mánuði síðar en fyrsti fundur- inn, sem komst á undir stjórn hans- Á fyrsta fundinum sem komst á hjá Einari, mættu ekki nema 48 manns. Á fyrsta fundinum nú mættu- yfir 80 manns. Á fyrsta fundinum, sem Einar hélt í fyrrahaust í Verkamannafé- lagi Akureyrar, var eingöngu af honum og hans mönnum talað um það, hvernig ætti að fara að því, að kljúfa alþýðusamtökin með vit- lausa »verklýðssambandinu« hans- Einars. Nú hafa fyrstu fundir fé- lagsins gengið eingöngu til þess* að tryggja samtök verkafólks og' finna ráð til að tryggja afkomu þess. — í fyrra þagði »sleikipinnakaup^ maðurinn* þegar félagslífið var dofið og áhugalaust og forráða- menn Verkamannafélagsins vildu nota félagið til þess að kljúfa sam- tök alþýðunnar í landinu. Nú þyk- ist hann geta verið »gja!landi rödd« meðal verkalýðsins. Allir munu sjá, hvílík endemis fjarstæða slíkt er. Skýrt er frá gerðum fundarins 20. Sept. í síðasta Priðjudagsblaði Alþ.m. Verður hér getið um gerð- ir síðasta fundar, sem haldinn var síðasta Sunnudag. Á dagskrá fundarins voru þessi mál: 1. Útbreiðslustarfsemi. 2. Kaupgjald við atvinnubætur. 3. Laugamar í Glerárgili og sundstæði bæjarins. % Porsteinn Porsteinsson hafðifram- sögu í fyrsta málinu, og lagði fram svohljóðandi tillögu: »Fundurinn lítur svo á, að nú sérstaklega beri mikil nauðsyn til þess að efla samtök verkamanna um atvinnu og kaupgjald, vegna óvenju lítillar atvinnu og vaxandi fjárkreppu, sem veröur til þess að auka hættuna á því, að atvinnu- rekendum takist að þrýsta niður vinnukaupinu- Beinir fundurinn því lil féiags--

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.