Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 29.09.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 29.09.1931, Blaðsíða 3
A lÞÝÐUMAÐURINN 3 manna, að reyna að fá þá verka- menn á félagssvæðinu inn í félagið, sem enn eru utan þess. Jafnframt felur fundurinn flokksstjórum þeim, sem stjórn félagsins hefir skipað, að rannsaka ítarlega, hver á sínu sviði, hve margir verkamenn eru utan félagsins, og gefa stjórninni skýrslu um nöfn þeirra og heimili, hvaða atvinnu þeir stunda, eða hafa von urn, og ef unt er, hvaða kaup þeir fá, ennfremur kynna sér hvaða ástæður eru til þess að þeir ekki fást í fé!agið.« í öðru málinu var formaður fé- lagsins málshefjandi og lagði fram eftirfarandi tillögu: »Fé!agið mótmælir því harðlega, að atvinnubætur þær, sem hið op- inbera lætur framkvæma, séu not- aðar til þess að knýja niður kaup verkafólks, og skorar á bæjarstjórn Akureyrar að greiða taxta Verka- mannafélags Akureyrar við þær at- vinnubætur, sem hún lætur fram- kvæma.« Formaður hafði einnig framsögu í þriðja málinu, og lagði fram svo- hljóðandi tillögu: »Fundurinn felur stjórn félagsins að safna dagsverkum meðal þeirra félagsmanna, sem leggja vilja fram gefins vinnu til þess að leiða heitu laugarnar í Glerárgili niður í sund- stæði bæjarins, á þessu hausti.« Tvær fyrri tillögurnar voru sam- þykktar með öllum greiddum at- kvæðum, en síðasta tillagan var feld með 17 atkv. gegn 14. Meg- inþorri fundarmanna sat hjá og greiddi ekki atkvæði. Eftirtekt mun það vekja meðal almennings, að til skuli vera menn innan Veikamannafélags Akureyrar, sem ekki geta vitað til þess, að fé- lagar þeirra leggi hönd að því verki, að leiöa heitt vatn í sund- stæði bæjarins, án þess að taka verð fyrir vinnuna, þegar fjölmörg félög í bænum taka höndum sam- an um það verk, og ætla að vinna það í þegnskylduvinnu. En þetta verður mjög skiljan- legt, þegar þær upplýsingar eru gefnar, að það hafi verið þeir menn í félaginu, sem kalla sig kommún- ista, sem atkvæði greiddu á móti því að safnað yrði gjafa-dagsverk- um til þess verks. Verður nánar vikið að þessu máli síðar hér í blaðinu. Síðasti »Verkam.« er himinhrifinn af tveimur verklýðsfundum, sem nýlega hafa verið haldnir í Reykja- vík, og segir þá sýna að verkalýð- urinn þar snúist altaf meir og meir að kommúnistunum. Þessi saga um hið daglega vaxandi fylgi kommún- istanna hefir reyndar staðið í hverju »VerkIýðsblaði«, sem út hefirkomið, síðan það hóf göngu sína. En þrátt fyrir þetta »geysilega vaxandi fylgi* og þennan sífelda >snúning« verka- lýðsins að kommúnismanum, þá vex þó kommúnistaflokkurinn ekkert. Það mjög svo merkilega fyrirbrigói, eru kommúnistablöðin ekkert að glíma við að skýra, enda mjög eðli- legt. En um fundinn í Reykjavík er þetta að segja. Fyrri fundurinn var haldinn að tilhlutun Sjómannafélags Reykjavíkur, til að ræða um vand- ræði þau, sem sjómönnum stafaði af því, að Síldareinkasalan gæti ekki greitt þeim út hlut þeirra í vertíðar- lok. Einar Olgeirsson mætti á þess- um fundi og hafði það eitt að segja, að það væri Erl. Friðjónssyni að kenna, að hásetar fengju ekki hlut sinn. Og yfirleitt hefði alt það ólag, sem á Einkasölunni hefir verið frá upphafi verið Erlingi að kenna. Engar tillögur lágu fyrir fráfundar- boðendum, enda hægra um að tala, en fram úr að ráða, en Einar var ekki ráðalaus. Hann bar fram till. um að hásetum yrði tafarlaust greiddar 7 krónur út á tunnu, og var sú till. samþykt með 12 at- kvæðum. Engir greiddu atkvæði á móti. Síðari fundurinn var haldinn að tilhlutun kommúnistanna, og var einn þessi »halló«-fundur, sem slíkir menn stofna til. Þar talaði Einar og bar fram tillögur, sem allar voru samþyktar. Atkvæði voru ekki talin, því fundarboðendur gáfu ekki um það. Fjöldi íhaldsmanna og allskon- ar fólks var á fundinum, sem hló dátt að þessum vinnubrögðum. í fundarlok stilti Einar sér í útgöngu- dyr fundarsalsins og hrópaði, að nú slippi enginn út fyr en þeir væru búnir að skrifa sig í Kotnm- únistaflokkinn. Lét hann samfímis spila Internationale á hljóðfæri í salnum. En margir sluppu óskráðir, því ekki fengust nema 10 í flokk- inn. Þriðji t'undurinn var haldinn á Hafnarbakkanum í Reykjavík. Fyrir honum gekst hafnarsella Kommún- istaflokksins. — Kommúnistaflokk- urinn skiftist í hafnarsellur og borg- arsellur (og ýmsar fleiri sellur) eins og rotturnar skiftast í hafnarrottur og húsarottur o. s. frv. — A þess- um Hafnarbakkafundi var samþykL að skora á Verkamálaráð Alþýðu- flokksins að stöðva alla útskipun á síld, þar til búið væri að borga há- setum út 7 krónur á hverja tunnu síldar, er þeir hafa lagt á land f sumar. Atkvæðamagnið, sem bak við þessa till. var, ekki tilgreint. En efni tillögunnar er há-kommúniskt — að varna því að hægt sé að koma síldinni í verð, svo hásetar geti fengið hlut sinn greiddan. Það er ekki að undra þó «Verka- maðurinn* sé hrifinn. Ráð sem duga. Mikið er nú spjallað um atvinnu- leysi, atvinnubætur, skort og aðrar þrengingar. Og allir eru sammála um, að fólkið þurfi að fá aukna peninga. Ekki er ég á móti þessu. En mér hefir dottið í hug annað og fleira, sem áhrif hefir á afkomu fólksins en upphæð teknanna. Á það minnist enginn maður. Þegar litlu hefir verið úr að spila, hefir það verið góður og gildur siður að spara. En það hefir ekk- ert að segja þó einn og einn mað- ur geri þetta, það þarf að spara fyrir heildina. Bærinn hérna ráðgerir að stofna til atvinnubótavinnu, sem þó aldrei hlýtur að geta náð nema á hálfa Ieið. Hann þarf að gera meira. Hana

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.