Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 06.10.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 06.10.1931, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUMADMNN I. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 6. Okt. 1931. 57. tbl. Hvað á aö gera við skemdu síldina? Margir kasta fram þessari spurn- ingu um þessar mundir, og fer það að vonum. Vitanlegt er að hér við fjörðinn og á Siglufirði liggur mikil síld, sem skemst hefir af sóí- suðu og þarf að sortera, ef hún á að verða útflutningshæf vara- — Fyrir utan það mikilvæglega atriði í þessu máli — hvort skaðanum af sfldarskemdunum verður yelt yfir á þá, sem ekki hafa til þess unrtið — er margs að gæta, og þá fyrst og fremst þess hvað útflutnings- nefnd Síldareinkasölunnar gerir við skemdu síldina. Verður hún flutt út, eins og hún er, fyrir eitihvert verð? Eða verður hún sorteruð í Jandinu? Alþýðumaðurinn hefir áður, í grein eftir Erl. Friðjónsson, drepið á það, hvar skaðinn af síidarskemd- tinum á að koma niður. Hér verð- ur stuttlega að því vikið, hvernig ber að fara með síldina, sem ekki .er útflutningshæf eins og hún er, Flogið hefir fyrir, að margir síld- areigendur vilji selja og flytja út síldina, eins og hún er. — Sama stefna mun og hafa byr í útflutn- ingsnefndinni. Petta er hin mesta kórvilla á alla grein, enda ekki gert ráð fyrir í síldareinkasölulögunum, að önnur síld sé flutt út úr land- inu en sú, sem er sæmilega góð vara. Enginn gróði gæti verið að þessu. Kaupendur mundu sjá um sig. Peir vita hvað það kostar að gera slíka síld, sem þá er vér höf- um, að markaðsvöru. En skaðinn fyrir landið, yrði brugðið inn á þetta ráð, myndi verða lítt útreiknanlegur. í fyrsta lagi kæmi útílutningur á skemdri síid því óorði á íslensku síldina á erlendum markaði, sem mörg ár og mikið atarf mundi þurfa til að kveða niður. Erlendir síldar- seljendur eru ekki að skýra kaup- endunum frá því, hvernig sí'.din er keypt, og hversvegna hún þarf að sorterast síld fyrir síld, til þess að verða manna fæða. Nei, kaupend- urnir fá það eitt að vita, að svona er nú fslandssíldin, og draga þá eðlilegu ályktun af því, að síldin sé óræsti, sem ekki sé kaupandi nema fyrir lágt verð. í öðru lagi er sóma vorum sem framleiðsluþjóðar misboðið með því að flytja út óhæfa markaðsvöru. Vöru, sem við getum gert góða með því að fara með hana eins og siðuðum mönnum sæmir — sort- era hana og tilreiða eftir kröfu kaupendanna. í þriðja lagi er alveg sérstök á- stæða til að sortera síldina hér, vegna atvinnuleysisins í iandinu- Hér mun vera um atvinnu að ræða — sem nemur á að giska 20 þús. krónum, og er frámunaleg heimska að taka slíka atvinnu frá lands- mönnum og láta útlendinga hafa hana. Og ennþá má geta þess, áð vér lærum aldrei að verka nýja síld, eins og vera ber, fyr en vér kynn- umst saltsíldinni við sorteringu. Þá sjest það best og áþreifanleg- ast, hvernig meðferð síldarinnar þarf aö vera frá því fyrsta, til þess að hún verði góð vara, þá er ekki lengur hægt að svæfa sjálfan sig með blekkingum sóðaháttarins og vanrækslunnar. Pað er því ekkert umtalsmál, að skemdu síldina á að sortera og flytja ekki annað út en góða ogó- skemda vöru. NÝJA BIO Þriðiudagskvöldkl. 8lJ2\ Tal- og hljóramynd í 8 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Billle Dove og Rod la Roque. SÝND í SÍÐASTA SINN! Miðvikudagskv. kl. S1/,; NÝ MYND! Að því er margfaldur hagnaður í nútíð og framtíð. Tillögur atvinnubóta- og fjár- hagsnefndar. Nefndirnar hafa það eitt að leggja til í atvinnu- bótamálunum, að lækka kaupið. Bæjarstjórnarfund á að halda kl. 4 í dag. — Fyrir honum liggja til- lögur sameiginlegs fundar fjárhags- og atvinnubótanefndar, sem hald- inn var á Fimtudaginn var, og er þar um að ræða það kostulegasta plagg, sem lengi hefir sést á bæj- arstjórnarfundi, Leggja nefndirnar til að ekkert verði gert til að auka atvinnu f bænum í vetur, en kaup við vatns- veitulagninguna lækki um miðjan

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.