Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 17.10.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 17.10.1931, Blaðsíða 3
A lÞýðumaðurinn 3 t Frú Olga Jenson, fædd Schiöth, kona Friðjóns Jens- sonar læknis, andaðist á Miðviku- daginn var, eftir langa og þunga sjúk- dómslegu. „Gangleri“ — 5. árg. 2. hefti, er nýútkom- inn. Ritið er í þetta sinn að miklu leyti helgað 100 ára minningu Helenu Petrovnu Blovatsky, sem var annar aðalstofnandi Guðspeki- félagsins. Einnig er margt fleira fróðlegt og gott í þessu hefti, þar á meðal þrjú bréf frá síra Matthíasi Jocumsyni til Valdimars Briem vígslubiskups. Tvær skemtilegar kvöldstundir hafa Akureyrarbúar átt undanfar- ið, þeir er sótt hafa konserta ung- frú Jóhönnu Jóhannsdóttur, bæði á Laugardaginn í Samkomuhúsinu og í Akureyrar-Bíó í fyrrakvöld. — Öllum kemur saman um það, að fegurri skemtikvöld hafi þeir ekki sótt, og það sem þeir fóru með heim með sér frá þessum konsert- um, sé eitt hið besta er þeir hafa notið. Ég er enginn söngfræðing- ur, en fegurð og list get ég metið að verðleikum, og söngur ungfrú Jóhönnu á styrk sinn í fegurðinni hvort sem hún syngur um sorg eða gleði, eða allt sem þar er á milli. Undirleikur frú Porbjargar Hall- dórs er ómenguð list og er í svo góðu samræmi við söng ungfrúar- innar, sem best verður á kosið. — Henni ber því að þakka drjúgan hluta af þeirri ánægju er bæjarbúar nutu þessi tvö söngkvöld. Mun það vera ósk fleiri en mín, að við fáum að njóta listar þeirra sem oft- ast. Það göfgar og bætir meira en flest annað, er við höfum átt að venjast hér í fámenninu. Áheyrandi. Úr bæ og bygö. Á Miðvikudaginn var stórrigning og hryðjuveður víða um land. Hlut- ust skaðar af víða. Aurskriða féll úr fjalli hjá bænum Skarði í Lundarreykja- dal, drap tvö hross og gerði spjöll á engjuro. Ár og lækir uxu svo að yfir flæddu bakka sína og gerðu usla á túnum og engjum. A Siglufirði var hríðarveður, svo alhvftt varð niðri í bygð. Pá tók þann snjó nóttina eftir. Bátar sem réru frá Siglufirði mistu lóðir, en öfluðu annars vel. Á Miðvikudaginn tók lögreglan í Reykjavík menn er voru að smygla víni í land úr Botníu. Hjáparmatsveinn og búrmaður skipsins játuðu að eiga áfengið, en það var 13 hálfflöskur og 2 heilflöskur visky. Verklýðsfélögin á Vestfjörðum hafa flesf skorað á hlutaðeigandi hrepps- nefndir, að sækja um rikisstytk til atvinnubóta. Hefir ísafjarðarkaupstaður þegar gert það, og ætlar að nota styrkinn til vegalagninga, og jarðvinslu í landi kúabús bæjarins. Um 200 Mentaskólanemendnr gengu á Vaðlaheiði í gær. Og til þess að sýna að hópurinn hefði komið þar, var bygð stór og myndarleg varða, í fornum stil. Ber hún við himin aust- urá heiðarbrúninni, séð héðan úr bæn- um. Hvort vörðunni hefir verið nafn gefið, eða almenningnr verður látinn skýra hana, veit blaðið ekki. Á Fimtudaginn var Selfoss á leið inn til Stykkishólms. Lenti hann npp á sker og stóð þar yfir fjöruna. Losnaði skipið um kvöldið og hélt til Stykkis- hólms. Nokkur leki kom að því með- an það stóð á skerinu, en um hve miklar skemdir er að ræða, er óvíst. 560 tunnur af millisíld fóru nú með Drotningunni áleiðis til Kaup- mannahafnar, Hafa þá verið fluttar út héðan úr firðinum rösklega 11 hundr- uð tunnur. Par sem aflinn er svona tregur, helst verðið hátt ytra. Ei ekki lftil búbót að þessu fyrir bæinn og nágrennið. Auglýsingum í ^AIþýðumanninn? er veitt móttaka á afgreiðslu blaðsins í Lundargötu 5, í Kaupfélagi Verkamanna og í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Skipshafnirnar á togurunum Andera og Ver hafa leigt skipin og halda þeim út á ísfiskveiðar. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ungfrú María Jóhannsdótlir og Óskar Antonsson sjómaður. Á Fimtudaginn lést öldungurinn Benedikt Sigurðsson í Lltla-Garði, 85 ára gamall. Hjónabönd, Nú í haust hefir sókn- arpresturinn gefið saman í hjónaband ungfrú Sigrúnu Þorláksdóttur og Kristján Kristjánsson frá Hrísey, ung- frú Helgu Sigurjónsdóttur og Svein Sveinbjörnsson sjómann, ungfrú Robinu Wordrop og Finn Guðmundsson her- mann, ungfrú Ingbjörgu Ágústsdóttur og ÁrnB Jónsson frá Hvammi í Mýr- dal, ungfrú Hólmfríði Stefánsdóttur og Ellert Porvaldsson vélstjóra, ung- frú Súsönnu Baidvinsdóttur og Pál Þórðarson frá Vestmannaeyjum, ung- frú Rósu Ingimarsdóttur og Guðna Árnason, ungfrú Stefaníu Guðjóns- dóttur og Valtý Aðalsteinsson klæð- skera. Og í fyrrakvöld. ungfrú Ólafíu Hjaltalín og Kristján Ásgeirsson skip- sijóra. — Stórstúkan er nýfarin að gefa út vikublað, sem heitir »Sókn«. Rit- nefnd blaðsins skipa Felix Guðmunds- son verkstjóri, Fr. Ásmundsson Brekkan kennari og Jakob Möller bankaeftir- litsmaður. Reykjavíkurbær hefir sótt um at- vinnubótastyrk til rikisins. Síðustu daga hafa íslensku tog- ararnir selt ísfisksafla sinn mjög vel i Englandi, Slátrun var lokið í sláturhúsi K.E.A. í g*r.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.