Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 20.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.10.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn það, til þess að forðast stærsta skaðann, sem af því gat orðið að síldin hefir skemst. Hér í verstöðvunum út með firð- inum, þar sem smábátaútvegurinn hefir verkað síld, er verkun hennar yfiiieitt góð. Litlar skemdir og góð meðferð á síldinni. Eiga þessir menn, sem síldina hafa verkað vel, að greiða tapið, sem hlýst af vankunnáttu þeirra eða trassahætti í meðferð síldarinn- ar sem stærri saltendurnir hafa gert sig seka um? Eiga hásetarnir á veiðiskipunum, sem skipað hafa í land góðri síld til þeirra saltenda, sem síldin hefir skemst hjá, að greiða af sínum litla hlut skemdir þær, sem orðið hafa fyrir handvömm saltendanna, og bæta síðan ofan á það tapinu af þeirri ráðsmensku útflutnings- nefndarinnar, að trassa sorteringu á síldinni þangað til að ekki er hægt að framkvæma hana, svo ann- að hvort veröur öll sú síld, sem einhver skemd er í, ónýt hér í landinu, eða kostað verður ærnu fé til þess að flytja algerlega eink- is nýta síld út úr landinu? Útflutningsnefndin mun hafa vak- ið á sér, all víða um landið, sér- staka eftirtekt, er hún sendi Björn Líndal út í haust til þess að selja skemdu síldina- Líndal hafði, ýmsum öðrum frem- ur, mistekist að verka síld þá, er hann hafði til meðferðar í sumar, og þegar það kemur í Ijós, að hon- um hefir mistekist meðhöndlun síld- arinnar, er hann sendur út til þess að selja hina skemdu síld, sem hann og einn samverkamaður hans í útflutningsnefndinni höfðu á boð- stólum. Framkvæmdastjórinn er látinn sitja heima. Pví ekki að gera Líndal að fram- kvæmdarstjóra, fyrst síldarverkun hans í sumar hefir gert hann svo álitlegan síldarseljanda, að honum er skotið fram fyrir þann manninn, sem stöðu sinnar vegna, átti að fara í þennan söluleiðangur, hvort sem hann var fær til þess eða ekki. — Útvarpið flytur þau ummæli eftir Líndal, þegar hann er á leið út til að selja síldina, að hann ætli að semja við Norðmenn um sölusam- tök á síld til Svíþjóðar. Vitanlega hefir ekkert orðið úr þessum fyrirætlunum Líndals um sölusamtökin við Norðmenn af skiljanlegum ástæðum. Megnið af þeirri síld, sem Líndal hefir á boðstólum er ekki útflutningshæf — af því að skemda síldin er ekki sorteruð frá þeirri óskemdu. Og engan þarf að undra þó Norð- menn noti þann tíma sem er að líða til þess að selja sína síld, meðan hér er ekki um markaðs- hæfa síld að ræða. Skemda síldin verður því alls- staðar til hins sama niðurdreps fyr- ir sölu síldarinnar, hvert sem litið er, og er því algeriega óverjandi sá erki slóðaháttur, sem hafður hefir verið í frammi við sorteringu síld- arinnar. Erlingur Friðjónsson. Hitt og þetta. fýska stjórnin nýja fékk trausts- yfirlýsingu í þinginu nú fyrir helg- ina, með rösklega 20 atkvæða meiri hluta. Þingið kemur saman aftur í Febrúar n.k. Við kosningarnar í Englandi, sem fram eiga að fara á f'riðjudaginn kemur, eru frambjóðendur alls um 1200, þar af 61 kona. Jafnaðar- mannaflokkurinn og íhaldsflokkurinn hafa rösklega 500 frambjóðendur hver, nýi verkamannaflokkurinn (klofningurinn) 23 og kommúnistar 26 — ?að er mælt, að þeir, sem gera sér að atvinnu að lifa á heimsku fjöldans, lifi bestu lífi. Heimska mannkynsins nær hástigi í tískunni, enda lifa þeir, sem tískuna ákveða, kongalífi, þótt fjöldin svelti. Og svo eru þjóðirnar undirokaðar á þessu sviði, að þeim er lítil viðreisnarvon. Þótt páfinn, sem eitt sinn var talinn milligöngumaður guðs og manna, sendi út boðskap, er honum hlýtt — með hangandi hendi þó — af þeim kirkjudeildum, sem eru tryggastar páfastólnum. Þótt hann, páfinn, flytti boðskap frá guði, dytti engum í huga að taka hann alvarlega. Þegar framsýnir menn segja fyrir óorðna hluti, leggur enginn evru við boð- skap þeirra. En þegar boðskapur- inn kemur frá aðalherbúðum tísk- unnar, h 1 ý ð a a 11 i r. Eldri móð- ar eru lagðir á hilluna. Fatnaði fyrir tugi miljóna króna kastað í ruslaskápana, samtímis sem miljónir klæðlausra manna krókna úr kulda. Annað er eftir þessu. Og fólkið eltir »móðinn« í fleiru en klæða- burði. — Þeir, sem kenna að dansa, þurfa líka að lifa. í sumar komu 600 danskennarar saman á fund suður í löndum. Tilefni þessarar samkomu var að á k v e ð a hvað skyldi verða tískudans á kom- andi vetri. Valinn var villmanna- dans, sem áður hafði ekki náð hylli dansenda. Dansinum var gefið nafn. »Rumba« heitir hann á okkar máli. Að fundinum loknum fóru þessir 600 postular danstískunnar (postular meistarans frá Nasaret voru bara tólf) út um allan heim til að kenna »rumbu«. Og nú er »rumba« döns- uð um öll lönd. Og Danskennararn- ir í höfuðstað vorum eru farnir að auglýsa »rumbu«. Ef til vill eigum við eftir að upplifa það, að dansa »þoku«, »slyddu«, *skafrenning« eða »súld«. — Fyrir nokkru var þess getið hér í blaðinu, að Lappo-menn í Finn- landi hefðu ætlað af göflum að ganga, af því verkamönnum hefði verið leyft að halda fundi í húsi sínu í Lappo-héraðinu. í sumar hafa morð verið mjög tíð þar í héraðinu, og víðar í Finnlandi. Alt hafa það verið verkamenn, sem myrtir hafa verið. — 19. Sept. s.l, handtók lög- reglan son Lappo-foringjans Kosóla, Bendi að nafni, ásamt öðrum íhalds- foringjasyni og urðu þeir sannir að morði á skósmið nokkrum þar skömmu áður. Er álitið að Lappo- mennirnir hafi látið fremja öll þessi morð, hvort sem það hefir verið gert: í pólitískum tilgangi, eða höíðingja - synir hafa haft þetta að leik.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.