Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 20.10.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 20.10.1931, Blaðsíða 3
A lÞýðumaðurinn 3 Litli maðurinn heldur að hann sé stór. Litli maðurinn heidur því fram í »íslendingi* að enginn leið hafi verið að halda áfram þingi eftir að Fram- sóknarstjórnin rauf það í vetur, og þess vegna sé það aumasta vitleysa hjá Erlingi Friðjónssyni að taia um myndun nýrrar stjórnar eftir þingrofið. Einar Arnórsson, átrúnaðargoð íhalds- ins, sem lögfræðingur, hélt þó fram því gagnstæða. Hann hélt því fram, að þinginu vaeri alls ekki slitið meðan meiri hluti þess vildi halda áfram störfum. Jón Porláksson, helsta póli- tiska stjarna íhaldsflokksins í landinu, hélt fram algerlega því sama. Pingflokkur íhaldsins og gjörvallur íhaldsflokkurinn út um alt land, sem litli maðurinn er dindillinn á hér norðanlands, hélt alveg því sama fram og Einar Arnórsson og Jón Þorláks- son héldu fram um vald meiri hluta þingsins, til þess að mynda nýja stjórn eftir þingrofið og halda áfram þing- störfum. Öll blöð íhaldsflokksins, ásamt Isl., sem litli maðurinn ritar í, héldu hinu sama fram og E. A. og J. Þorl. En nú kemur litli maðurinn og heldur að hann sé orðinn stór póli- tíkus og lögfræðingur, miklu stærri en Einar Arnórsson og Jón Porláksson, og enn þá stærri en allur íhaldsflokk- urinn, og segir, að það sé alt vitleysa, sem þessir menn ög flokkurinn og öll blöð flokksins hafa sagt um þessa hluti. — Svona getur stór flónska gert lítinn mann langan og breiðan í eigin aug- um, þótt allir aðrir en hann sjálfur sjái hvað hann er nauða lítill. Gengi eftirtaldra mynta var í bönkum í gær, skráð þannig: Sterlingspund 22,15 Dollar 5,75 V, Lýskt mark 1,34« Peseta 5206 Sænsk króna 1,3347 Norsk króna 1,2621 Dönsk króna 1,2621 Gullverð ísl. krónu 6488 au, Bækur Móðurmálsbókin nýja, forskrifta- og stíla-bók handa börnum, eftir Hannibal Valdimarsson, er nýkomin út. Er þar fylgt þeim góða sið, sem lengi var til sveita áður en skólar komu, að láta börnin skrifa eftir prent- uðu máli Ijóð og kafla úr óbundnu máli og æfa sig þannig í stafsetningu og setningaskiptum. Eru verkefnin prentuð í heftunum, en á eftir þeim koma strikaður eyður, sem börnin eiga að skrifa í. Aðra bók hefir sami kenn- ari gifið út: Starfsbók í landafræði handa börnum. Eru þar margar spurn- ingar, er börnunum er ætlað að svara, eigi að eins um landafræði, heldur einig sögu, atvinnulíf, þjóðskipulag, jarðmyndun o. fl. Eru ætlaðar eyður fyrir svör barnanna. Þar er einnig ættast til þess að börnin dragi upp nokkrar myndir og sýni með þeim leikni sína, athugunargáfu og minni. Edison dáinn. Edison, ameríski uppfundingamað- urinn, er nýlátinn. ' í sambandi við andlátsfregnina er þess getið í skeytum, að lík hans sé almenningi til sýnis nokkra daga fyrir jarðar- förina, en ekki fái aðrir en nánustu skyldmenni og vinir hins látna að vera viðstaddir greftrunina — og svo náttúrlega forseti Bandarikjanna og önnur stórmenni. Úr bæ og bygð. Dálítið hefir veiðst af millisíld í reknet hér úti i firðinum undanfarna daga. Virðist síldin vera á útleið og óttast ýmsir að hún muni bráðlega hverfa af firðinum. Gagnfræðaskólinn var settur á Laug- ardaginn. Skólinn starfar f tveimur deildum í vetur. Einnig er iðndeild starfandi við skólann. Nemendur í öll- um deildum eru um 80. A Sunnudaginn féll maður, að nafni Bendikt Halldórsson, út af báti á Siglufirði og druknaði. Lögreglan í Reykjavík hefir haft tvö þjófnaðarmál með höndum nýskeð. Náðust hinir seku báðir. Er annar þeirra tæplega tvítugur unglingspiltur og hafði stolið 480 krónum i pen- ingum, er geymdir voru í ólokaðri skúffu í borði. Varð hann að fara inn í íbúð annars manns til að framkvæma þjófnaðinn. Hinn maðun'nn hafði í Júní S. I., tekið 10 þús. krónur út úr sparisjóðsbók annars manns, og geng- ið svo frá bókinni, að ekki var tek ð eftir stuldinum fyr en fyrir skömmu. Á Laugardagsnótina var brann bif- reiðaskúr i Reykjavík, er þe r áttu ♦ Kristinn og Gunnar*. Voru í skúrn- urn 7 bifreiðar og brunnu þær allar. Um upptök eldsins er óvíst, Kaupfélagið, sem Reykvíkingar hafa verið að koma upp undanfarið, er nú formlega stofnað. Heitir það Kaupfé- lag Alþýðu Reykjavíkur — skamm- stafað K. A. R. — Er Héðinn Valdi- marsson alþingismaður stjórnarfor- maður. 260 atvinnuleysingjar voru skráðir í Hafnarfirði nú um miðjan mánuðinn. Sumir þeirra höfðu ekki fengið neina vinnu þrjá s. I. mánuði. Hafnarfjarðar- kaupstaður ætlar að láta framkvæma atvinnubætur fyrir 68 þús. krónur I vetur og hefir sótt um ríkisstyrk í hlutfalli við það. A að vinna að upp- fyllingu við höfnina og fl. Ekki er farið fram á kauplækkun hjá verka- mönnum. Verkamannafélagið »Dagsbrún* í Reykjavík hefir skorað á ríkisstjórnina að veita ekki öðrum kaupstöðum styrk til atvinnubóta, en þeim, sem greiddu kaup við atvinnubótavinnu samkvaemt gildandi kauptaxta verk- Iýðsfélagsins á hverjum stað. Samkvæmt samningum ríkisstjórn- anna íslensku og dönsku þar um, er >Fylla* kölluð heim frá landhelgis- gæslu við Island nú í haust, en við landhelgisgæslunni í vetur tekur Hvíta- björninn, sem undanfarið hefir stund- að strandgæslu við Grænland. Pykir Dönum áhættumikið að hafa jafn dýit skip og »Fylla« er á þýðingarlausu snatti hér við land, meðan veðráttan er verst, en með vorinu á »FylIa« að- koma aftur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.