Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 27.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 27.10.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn Flugumenskan kom þar í Ijós, eins og víðar, þvf þegar á hólminn kom flúði Quðmann, að sögn, undir hús- vegg Kaupfélags Eyfirðinga, meðan skipverjar á skipi Einars Olgeirssonar voru að kaffæra þá merin, sem héldu að þeir væru að vinna verkalýðnum gagn með starfi sínu, og væru komn- ir á vettvang í þvi augnamiði, að verða að liði, en ekki til þess að flýja eins og heiglarnir gera, sem hæst láta. Guðmann heimtar að Búarfoss hefði verið stöðvaður. Stjórn Verkamannafé'ags Akureyrar hafði fengið skeyti frá Verkamálaráð- inu í Reykjavík, sem hún skildi svo, að Brúarfoss væri ekki í banni, en að hindra ætti afgreiðslu á vörnm að og frá Hvammstanga. Og stjórnin hagaði sér samkvæmt því sktryti, enda nægðu þær ráðstafanir til þess að deilán á Hvammstanga yrði leyst með fullum sigri verklýðsfélagsins. Þegar Brúarfoss var lagstur hér að bryggju, barst stjórn Verkamannafé- lagsins skeyti um það frá Verkamála- ráðinu, að sjá um að skipið yrði ekki afgreitt, en stjórnin svaraði því á þá leið, að það væri ekki framkvæman- legt undirbúningslaust. Stjórn Verkamannafélags Akureyrar mun ekki fara eftir því, þó flugumenn atvinnurekenda vilji ginna verkalýðinn til ófarnaðarverka, sem atvinnurekend- um yrði til hagsbóta. Svo sem að ana undirbúningslaust út í vinnustöðv- un, eins og Guðmann gerði í sumar, og flúði svo frá. Um síðustu helgi var stofnað hér deild úr Slysavarnafélagi íslands. stofnendur voru yfir 100. Stjórn félagsins, skipa Steingr. Matthíasson læknir, Gunnar Schram símstjóri og Júlíus Sigurðsson fyrv. bankastjóri. Reykvíkingar sækja fast að Hótel Borg vegna ólöglegra vínveitinga þar, sem kært heiir verið yfir. Stendur nú rannsókn yfir í málinu. Hið nýja blað Stórstúkunnar »Sókn< krefst þess að hótelhaldarinn sé sviftur vfnveitingaleyfi. Nýlátnir eru Valdimar Þórarins- son söðlasmiður á Húsavík og Jón Kristjánsson bóndi á Geirastöðum við Mývatn Eins og drepið var á i síðasta blaði, hefir ríkisstjórnin bannað innflutning á fjölda vörutegunda, er álitið er að þjóðin geti verið án innflutnings á lengri eða skemmri tíma. Á ýmsum vörutegundum stendur bannið ekki lengur en til áramóta, eða fram í Febrúar n. k. en á öðrum um óá- kveðin tíma. Retta er nú gott og blessað, þó innflutningshöft séu ætíð tvíeggjað sverð, Því aðeins koma þessar ráðstafanir að notum, að bann- inu sé stranglega framfylgt. Pegar vér bjuggum við innflulningshöft hér á árunum, var stærsii gallinn á þeim ráðstöfunum sá, að undanþágur voru veittar frá banninu, oft og einatt að ástæðulausu og á hlutdrægan hátt. Enn er gert ráð fyrir undanþágum, og er það til að bíta bakfiskinn úr þessum ráðstöfunum. Skal sækja um undanþágurnar til innfiutningsnefndar, sem nýskipuð er, og skal hún gera tillögur til atvinnumálaráðuneytisins um það hvort innfl. skuli leyfður eða ekki. í þessari nefnd eru: Guðbrand- ur Magnússon forstjóri Áfengisversl, ríkisins, skipaður af ríkisstjórninni. Björn Ólafsson stórkaupm. frá Versl- unarráði íslands. L. Kaaber banka- stjóri frá bönkunum, Svavar Guð- mundsson frá S. í. S. og Kjartan Ólafsson lögregluþjónn í Hafnarfirði frá Alþýðusambandi fslands. Vörur þær, sem komnar voru í skip á er- lendum höfnum, eða voru á leið hingað til lands, er bannið var sett 23. þ. m. má flytja inn. Máske lagast verslunarjöfnuðurinn eitthvað við þetta, enda mun sá vera tilgangurinn. Niöur með SíldareinkasiSluna. Útgerðarmenn, hinir stærri og síld- arsaltendur hafa, frá því Síldareinka- salan var sett á stofn, altaf verið að reyna að ná yfirráðum yfir henni. Með lagabreytingunni frá síðasta þingi var þeim gefið tækifæri til þessa, í samvinnu við fulltrúa ríkisins í Út- flutningsnefnd. Nú standa kosningar á fulltrúum á aðalfund Síldareinkasöl-- unnar yfir, og hafa kandidatar A-listans verið að halda fundi með kjósendum á Dalvík og í Ólafsfirði nú um helg-- ina. Og aðal »uppsláttarnúmer« þeirra hefir verið það, að þeir vilji leggja Síldareinkasöluna niðnr. Hingað til hefir ekki orðið vart við að þessir sömu menn hafi viljað leggja einkasöluna niður, heldur bara lag- færa stjórn hennar, með því að kom- ast í hana sjálfir. En nú, þegar loks þeir fá tækifæri til að sýna ráðsnild sína og dugnað í einkasölunni, á að leggja hana niður við trog. Ekki verður annað sagt en þessir góðu menn séu vanmáttar síns með- vitandi. En hvers vegna hafa þeir þá verið að biölta við undanfarið, að komast í stjórn Síldareinkasölunnar? Eða hafa kandidatarnir ekki betri kosningabeitu en þetta? Kosningarnar f Englandi fara fram í dag. Kosningahríðin er afar hörð. Sambræðslustjórnin sækir fast að komast í meirhluta og ekkert til sparað að svo megi verða. T. d. hafa verið um 30 flugvélar í þjónustu stjórnarinnar undanfarið, Hafa þær flogið með ræðumenn landshornanna á milli og er mæit, að aldrei hafi verið haldnar eins margar kosninga- ræður á Englandi eins og nú. Stjórn- endur þessa flugflota eru alt sjálfboða- liðar, lávarðasynir og alskyns lýður. Hefir gamanblað eitt í London látið þess getið, að það hljóti að vera mjög ánægjulegt fyrir MacDonald að hafa þessa flugsveit í þjónustu sinni Fyrir ári síðan hefðu menn þeir, sem nú legðu líf og limi í hættu fyrir hann, formælt honum og talið hann mesta skaðræðisgrip Englands. — Og væri þetta sláandi dæmi upp á það, hve vondir menn gætu orðið góðir á skömmum tíma. Annars eru kosningarnar enginn gamanleikur. Þær eru risaátök milli tveggja lífsstefna og heill þjóðarínnar

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.