Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 03.11.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 03.11.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 Tilkynning. Samkvæmt venju verða nú um mánaðamótin reiknaðir vextir af skuldum viðskiftamanna Ka.upfélags Verkamanna, sem myndast hafa á þessu ári. — Viðskiftamenn góðir, losið ykkur við vaxtagreiðslu þessa með því að greiða að fullu viðskifti ykkar við félagið nú þegar, Akureyri, 2. nóv. 1931. Félagssi/ornin. áfram þessari iðju og hrópa til verka- lýðsins, að eina björgunin nú, sé að styrkja þá, sem mest sundra verklýðs- samtökunum. Hitt og þetta. Stáliðju- og bílaiðjuhringar í Bandaríkjunum hafa tilkynt 10%" kaupiækkun hjá starfsfólki sínu, annars geti þeir ekki haldið atvinn- unni gangandi. Járnbrautafélög hafa tilkynt að þau hækki fargjöld á næstunni, ella verði kaupgjald að lækka. í tilefni af þessu, og vafa- laust fleiru, sem nú er að gerast þar vestra, hefir einn af auðjötnum og blaðakóngum Bandaríkjanna skrifað grein í aðalblað sitt — undir nafni — þar sem hann ræðst snarp- lega á kauplækkunarstefnu stóriðju- höldanna og ráðstafanir hins opin- bera til að draga úr kreppunni. Segir hann alt þetta vera til þess eins að gera kreppuna enn óvið- ráðanlegri en áður. Hún stafi af ósamræmi milli kaupgetu og fram- leiðslu. Kauplækkanir skapi kaup- getuleysi; kaupgetuleysi offram- leiðslu; offramleiðsla uppsögn vinnu og atvinnuleysi, sem enn dragi úr kaupgetunni. Kauplækkun sé því kórónan á axaisköftum fjárráða- mannanria, sem framin séu með það fyrir augum að draga úr krepp- unni. Petta eru engin ný sannindi, en þeim er veitt sérstök eftirtekt af því þeim er haldið fram af þessum manni; og hafa stéttarbræður hans tekið honum þetta harla óstint upp. Úr bæ otj bygð. Hjónabönd. Ungfrú Ragna Páls- dóttir, Halldórssonar erindreka, og T'yggvi Kr. Jónsson, Dalvík. Ungfrú Elinóra Samúeisdóttir og Gísli Krist- innsson smiðnr. Ungfrú Pórhildur Steingrimsdóttir og Hermann Stefáns- son kennari. Nýtt félag, sem heitir »Strætisvagna- félag Reykjavíkur*, hefir nýskeð tekið upp fastar ferðir um borgina og ná- grennið með svonefndum almennings- vögnum, Eru fargjöldin með þessum vögnum 10—35 aurar. Vígsluafmæli Kristneshælis á Sunnu- daginn fór hið besta fram. Flokkur úr Geysi kom frameftir og söng nokk- ur lög. — Jóhann Frímann kennari flutti erindi, og Jón Norðfjörð söng gamanvísur. Pá voru boðnir upp nokkrir bögglar til ágóða fyrir bóka- safnssjóðinn. Margt manna kom í hælið um daginn. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn kl. 4 í dag. Verður þar til fyrri umræðu fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Verkamenn ættu að hafa það hugfast, að sækja bæjarstjórnar- fundi, þegar þeir eru ekki bundnir við störf. — Réttarhöld halda áfram í vínsölu- málum hótelanna »Borg« og »Skjald- breið«, og er sagt að hlutur forráða- mannanna versni, því meir, sem rann- sakað er. Er málum þessum fylgt með mikilli athygli af öllum lands- lýð, en ábyggilegar fréttir af réttar- höldunum eru tæplega fáanlegar enn sem komið er. Kúabúið á Korpúlfsstöðum telur nú 180 mjólkandi kýr, og þar að auki um 70 ungviði. — Meðalnyt lcúnna er talin 2700 lítrar um árið, en hæst nyt um 4000 lítrar. Á Korpúlfsstöð- um er stórfelldastur sveitabúskapur á íslandi, enda eru undir honum fieiri stoðir en á öðrum sveitaheimilum. I. O. O. T. St. 2>Brjrnja« nr. 99. Fundur í Skjaldborg annað kvöld kl. 8,30. Skýrslur embættismanna og innsetning. Rætt um vetrar- starfið, og fl. »St. Ísafold-Fjallkonan nr. l.« Fundur á Föstudagskvöldið kem- ur kl. 8,30 í Skjaldborg. Kosning og innsetning embættismanna. — Teknar ákvarðanir um vetrarstarfið, og fl. Siaáning atvinnulausra manna stend- ur nú yfir um alt land. Fyrsta skrán- ingardaginn voru 360 skráðir í Reykja- vík. — »Esja« kom að að austan í gær og fór aftur í nótt. Súðin áiti að vera hér í gær, en var þá vestur á Hvammsfiröi. Missögn var það í síðasta blaði, að ungfiú Jóhanna Jóhannsdóttir ætlaði að syngja í útvarpið á Laugardaginn var. Hún syngur í útvarpið í kvöld kl. 9. Björn Jakobsson, sem um mörg ár hefir verið íþróttakennari hjá íþrótta- félagi Reykjavíkur, og kunnur er hér um alt land og víða erlendis fyrir frá- bæran áhuga og dugnað í kenslu i- þrótta, er nú ráðinn íþróttakennari við Laugarvatnsskólann. Hefir Björn unnið mikið og þarft verk í þágu í- þróttanna í höfuðataðnum og aflað sér vinsælda og virðingar allra er hann hefir starfað með. Millisíldarafiinn hefir verið tregari síðustu daga.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.