Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.11.1931, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUMAÐDIUNN greiðsla vinnulauna, hækkandi kaup og fl-, verkálýðnum í hag, kom með einkasölunni. Sést það best á verkalýð þessa bæjar, hvílkur styrk- ur honum hefir verið að éinkasöl- itnni á ailan hátt. Sumarið áður en Síldareinkasalan tók til starfa, sumaiið 1927, voru verkaðar hér á Akureyri röskar 8 þús. tunnur af síld. Pó gengið sé út frá að þrjár krónur af hverri tunnu hafi gengið til verkalýðsins, gerði þetta ekki nema 24 þús. kr. atvinnuaukningu í bænurn. Einnig er það nokkurnveginn víst, að hefði einkasalan ekki verið sett á stofn, myndi þetta söitunarfélag hafa flutt bækistöð sína út í Hrísey, og eng- in tunna verið söltuð hér síðastl. fjögur ár. Sl. sumar voru verkaðar hér og á Jötunheimum — Akureyri og Gletárþorp verður að telja sama at- vinnusvæði — 46 þús. tn. sem færði verkalýðnum hér um 140 þús. kr. tekjur, Við þetta má bæta um 60 þús. kr. tekjum; bryggjugjöld, hafnargjöld, vatnsnotkun og fleira. Skyldi bæjarfélagið ekki sjá staðar, ef þessi tekjugrein hyrfi úr sögunni- Hér í blaðinu hefir áður verið sýnt fram á það, að síldarsöltun myndi Irverfa héðan úr bænum, ef. Síldareinkasalan y>ði lögð niður. Verkalýðurinn á því að vera á verði gegn óvinum þeim, sem ætla að grafa grundvöllinn undan vel- líðan hans með því að svifía hann atvinnu, sem nundruðum þúsunda skiftir. Og verkalýðurinn verður að láta til sín heyra urn þessi mál. Hann hefir hér svo mikilla hags- muna að gæta, að hann má ekki láta ógert að vernda þá. Hann verður að kieíjast þess, að stjórn einkasölunnar sé falin þeim mönnurn, sem taka fult tillit hags- muna verkalýðsins. Mönnum, sem reka þannig þetta sjálfsbjargartæki þjóðarinnar, að það öðlist álit og traust, innanlands og utan, en sé ekki leiksoppur manna, sem vitandi vits, eða óafvitandi hiaða hverju axarskaftinu ofan á annað, íyrirtæk- inu, og öllum sem að því standa, til óhags og angurs. Fjárhagsáætlun hæjarins. Hún var afgreidd á bæjarstjórn- arfundi á Priðjudaginn var. Ber hún með sér öll merki krepp- unnar og hugsunarháttar íhaldsins, sem ætiar að laga fjárhag sinn og þess opinbera með því að hætía við allar framkvæmdir eða draga úr þeim, svo þær verði sama sem engar. — Svo lágt er Iotið í þessutn efn- um, að ekki er tímt að leggja 600—900 kr. til kvölddeildar Gagn- fræðaskólans hér, sem fátækir nem- endur aðallega nota. Klipið af nauð- synlegum styrk til sjúkrahússins svo sjúklingarnir þar verða að greiða jafn hátt daggjald og áður, sem vitanlega var allt of hátt fyrir, og fleiri þessu líkur smásálarháttur ein- kendi afgreiðsiu fjármálanna í bæj- stjórninni. Til vega og ræsa var nú ætlað nálega helmingi minna en í ár. — Tii púkkunar vega þrefalt minna. Til holræsa nálega einum fjórða minna. — Til ímyndaðra atvinnubóta var aðeins áætlað 30 þús. kr, og það með þeim skilyrðum að atvinnu- bóía styrkur fengist. Átti, eftir tiliögu fjárhagsnefndar, að verja atvinnubótastyrknum til vegagerða í bænum og annars því- líks. En fremur litlar líkur munu vera til, að slíkar styrkur fáist til þess, þsr sem það munu tæplega verða taldar atvinnubætur sem bæn- um ber, hvor sem er, að fram- kvæma. Erlingur Friðjónsson flutti breyt- ingartillögur við fjárhagsáætlunina og eru þær þessar: 1. Tekjur hækki: a. liður 21. Tekjur af grjóí- mulningi verði kr. 8,000,00 b. — 22. Atvinnubótasíyik- ur úr ríkissjóði verði áætlaður kr. 20,000,00 c. — 23. Lán til atvinnu- bóta verði kr. 30,000,00 2. G j ö 1 d 1 æ k k i: a. liður 15. Fatastyrkur lögregluþjóna. Liðurinn falli niður. b. — 18- Laun heilbrigðisfulltrúa. Liðurinn falli niður. 3- Gjöid hækki: a. íiður 21 - Snjómokstur og klakahögg verði kr, 10,000,00 b. — 26. Til vega og ræsa verði kr. 18,000.00 c. — 27. Púkkun vega verði kr. 18,000,00 d. — 30. Til holræsa verði kr. 10 000,00 e- — 31. Til atvinnubóta verði kr. 60,000,00 f. — 63. Til verkamanna- bústaða verði kr. 9,500,00 g. — 63. Aftan við liðinn bætist tveir nýir liðir svohlj: Til sjúkrahússins á Ak. kr. 2,000,00 Til barnaleikvallar kr. 1,000,00 Tekjuliður 24. Niðjurjöfnun eftir efnum og á- stæðum breytist samkvæmt framan- skráðu. — Eins og sjá má á þessum breyt- ingartillögum, sem E. F. flutti hefði bæjarvinnan haldist svipuð því, sem hún hefir verið að undan- förnu, ef þær hefðu verið samþ., og ofurlítill vísir að afvinnubótum verið framkvæmdur, en afturhaldið í bæjarstjóintnni var ekki á þeim hosunum að vilja það, að álíka mikið yrði unnið fyrir bæinn eins og áður, og alvara þess með at- vinnubæturnar hefir best sést í tunnumálinu, þar sem alt hefir ver- ið gert til þess að drepa það mál af afturhaldi bæjarstjórnarinnar. — Tillögur E. F. voru því allar feldar og bæjarvinnan á næsta ári með því að mestu leyti feld niður. Eins og augiýst er hér í blaðinu í dag, fíytur Pétur Sigurðsson frá Rvík erindi um bindindis- og siðgæðismál á opnum fundi umdæmisstúkunnar kl. 5 á morgun. Pétur er snjall ræðu' maður og hefir altaf eitthvað gott að segjs. —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.