Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 24.11.1931, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUMAÐUI'LINN Ingvar, »að umbjóðendur mínir hafa fullkomnustu vélar og hagkvæm- ustu starfsaðferðir, sem hægt er að hafa við tunnugerð, og auk þess þekkingu, hagsýni og fjármagn til þess að kaupa efnið á heppilegasta tíma; keyptu þannig mestan hluta af »staf« þeim, sem þeir þurfa að nota í vetur, fyrir 12 — 13 krónur »lestina« á síðasta vori.« Ingvar Ouðjónsson segist hafa verið umboðsmaður þessa tunnu- firma í 8 ár. QIl þessi átta ár, sein Ingvar hefir verið umboðsm. firmans, hefir það ekkí haft neitt ódýrari tunn- ur en aðrir tunnubjóðar norskir. — En nú, 7. Nóvember, hefir það öðlast, að sögn Ingvars, »þekkingu, hagsýni og fjármagn« til að kaupa ódýran »staf« og svo hefir það fullkomnustu vélar og hagkvæm- ustu starfsaðferðir. Betra er seint en aldrei fyrir tunnuspekulantinn Ingvar að geta boðið tunnur frá öðrum tunnu- spekulant, sem hefir þekkingu og hagsýni, hagkvæmustu starfsaðferð- ir og fullkomnustu vélar til tunnu- smíðis. — Ingvar Ouðjónsson hefði þurft að hafa »þekkingu og hagsýni® til þess að snúa sér til þessa umbjóð- anda síns, til þess að fá ódýran »staf«, fyrst hann hefir getað keypt »5tafinn« á 12 — 13 kr. »lestina«. Vesalings Hallgrímur hefði þá ekki þurft að pjakka á bæjarstjórn- arfundi með »staf« frá Ingvari, sem kostaði 18 krónur »lestin«. Það er ekki að undra, þó Ingvar^ sem flotlð hefir sem tunnubjóður á norsku tunnunum í 8 ár, fari að slá um sig með lágu verði á þeim, þegar hér er að myndast vísir að tunnugerð, sem kynni að vekja dugandi menn til framkvæmda, er gerði tunriuboð hans að engu. Slíkt er ekki láandi, en verður hinsvegar metið að verðleikum. Togarinn »Leiknir« strandaði við Palrek9fjörð nú fyrir helgina, Skips- böfnin bjargaðiat. Brynleifur með 25 aurana. Brynleifi vorum Tobiassyni hefir orðið nokkuð þungt niðri fyrir út af því, sem Erlingur Friðjónsson sagði á fundi bæjarstjórnar um ör- læti hans og Hallgríms Davíðssonar í kaupgreiðslunni til verkamannanna við tunnusmíðið í vetur. Hann hefir sennilega farið að hugsa til næstu heimsóknar sinnar á Krókinn og í sjávarþorpin við Skagafjörð, og ekki litist gæfulega á »orlofið«, sem hann var búinn að láta í sinn pólitíska malsekk með frammistöðu sinni í tunnusmíðinni hér heima. Karlarnir á Króknum vilja líka hafa kaup sitt og engar refjar, alveg eins og karlarnir hér á Eyrinni, og körl- unum á Króknum verður ekki láð það — síður en svo. í þingmenskutíð Magnúsar Ouð- mundssonar hefir vegavinnukaup í Skagafirði farið alt niður í 60 aura á klukkustund, og karlarnir, sem vinna að vegagerð í Skagafirði, munu hafa gert sér vonir um að Brynleifur myndi frekar verða til þess að hækka þetta vegavinnu- kaup, og það mun hafa átt allmik- inn þátt í því, að Brynleifur átti til- tölulega skamt eftir til að velta Magnúsi við síðustu kosningar. En nú kemur alt í einu ljós yfir hugarfar Brynleifs. Framsóknarstjórnin hefir lagt mikið kapp á að lækka kaup verka- fólksins í landinu, fyrir stórbænd- urna og aðra atvinnurekendur. — Lækkun krónunnar er einn þáttur- inn í þeirri starfsemi, og atvinnu- bæturnar eiga að verða næsta spor- ið. — Fyrír náðarbrauð atvinnubót- anna á að kaupa lœkkkun á kaupi verkafólksins• Brynleifur, sem vill vera trúr Framsóknarstjórninni, og þó um leið fela sig fyrir kjósendunum, er vinna í hinni lágtlaunuðu vegavinnu ríkisins, verður eðlilega heldur fár við, þegar brugðið er jafn sterku ljósi yfir afturför hans í umhyggjunni fyrir þeim, sem standa við moldar- rekuinar, eins og gjört var á bæj- arstjórnarfundinum og f Alþýðu- manninum eftir fundinn. Á það var bent á bæjarstjórnar- fundinum og í blaðinu, að í fyrra hefði Brynleifur og öll fjárhags- nefndin lagt til að bærinn ábyrgðist Hjalta Espholin kr. 1,75 á tunnu í smíðalaun, en nú væri það aðeins 1 króna, sem ætti að greiða fyrir sama verk og þá. Ef Brynleifi væri sýnd öll sú mesta sanngirni, sem hægt er aö veita honum og samherjum hans í bæjarstjórninni, verður að reikna »prósentvís« út þá lækkun, sem þeir hafa samþykt á smíðalaunum við tunnurnar frá því í fyrra, og sjá hvað þá kemur í ljós, og er þó gengið út frá að Brynleifur og sam- herjar hans hafi ekki ætlað að fylgja þeirri föstu íhalds- og at- vinnurekandareglu, að ætla atvinnu- rekandanum allan þann sama hagn- að, sem hann hafði áður haft af rekstri sínum, en láta hallann koma óskiflan niður á verkamönnunum, sem veikið unnu. Útreikningurinn um 25 aurana, sem verkamennirnir fengju, var bygður á því, að Bryn- leifur kunni þá gullvægu regiu stórlaxanna, og ætlaði að fylgja henni. — En nú hefir hann svarið og lagt sárt við, að það sé ekki tilgangur- inn, heldur eigi eina krónan að skiftast hlutfallslega milli Hjalta og verkamannanna, sem að tunnu- smíðinni vinna. Þetta hlutfallslega kaup verður þó að miðast við það, sem greitt var í fyrra og það, sem greitt er nú. — Það sem greitt var í fyrra, var kr. 1,75. Það sem greiða á nú, eftir Brynleifs vilja, er kr. 1,00 fyrir tunnu. Lækkunin frá því í fyrra er því 43%", og ættu verkamennirnir þá að fá í kaup við tunnusmíðið, eftir því, sem Brynleifur er nú bú- inn að gefa upp, 57 aura á kl.st. fyrst þeir höfðu 1 kr. í fyrra. (Hér er lækkun krónunnar ekki tekin með, en með henni verður kaupið um 42 aurar, í stað krónu í fyrra ) Sennilegt er að Brynleifur vilji fá svipaða lækkun á kaupinu við vega- vinnuna í Skagafirði, þessai sem hann er svo spentur fyrir hér, enda

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.