Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 15.12.1931, Side 1

Alþýðumaðurinn - 15.12.1931, Side 1
I. árg. 77.T tbí. I | Síldareinkasalan afnumin. I. Hvers vegna var hún lögð niður? í síðasta blaði var skyrt frá því fljótfærnisgerræði ríkisstjórnarinnar, að leggja niður síldareinkasöluna og gera hana gjaldþrota. Þá var og líka sýnt fram á, hve mikið gagn einkasalan hefir unnið þau fjögur ár, sem hún hefir staðið sem þó verður að telja tilrauna ár, þar sem verið var*að mynda grund- völl, sem byggja mætti ofan á í framtíðinni. Og í þriðja lagi var á bent, að sinnaskifti ríkisstjórnarinn- ar í einkasölumáiinu hefðu orðið éinkennilega skjót og torskilin, þar sem hún heimtaði kosna útflutn- ingsnefnd, sem hún fjórum dögum síðar réði af dögum, ásámt öllu því, sem til gagns mátti verða þessu fyrirtæki. Það má því heita ein- róma spurning allra, sem eitthvað hugsa af viti um veg og framtíð einkasölunnar. Hvers vegna var Síldareinkasalan lögð niður? Hverj- ir kröfðust þess? Hvers vegna var hún gerð gjaldþrota án minstu til- raunar til að rétta hag hennar við? Hverjir græða á þessari ráðstöfun? Það er engin furða þó menn spyrji svona. Hvernig sem mál þetta er krafið til mergjar, er ó- mögulegt að finna að þetta fyrir- tæki hafi unnið til svo hraklegrar meðferðar, eða að nokkur hafi ann- að en skaða og skömm af niðurlagn- ingu einkasölunnar eins og hún er framkvæmd- Það mætti ætla að í forsendum fyrir bráðabyrgðarlögunum um nið- urlagning einkasölunnar, hefði ríkis- stjórnin borið fram gildar ástæður fyrir þessu tilíæki, en það er síður en svo sé. Rikissjórnin segir að eins, að af því að einkasalan hafi orðið fyrir svo miklum óhöppum á þessu ári, að hún geti ekki greitt skuldir sínar, sé hún lögð niður og bú hennar gert upp, Hvaða atvinnuvegur hefir ekki orðið fyrir því óhappi á fiessu ári, að afurðir hans hafi selst seint og illa? Hverj- ir borga skuldir sínar upp í ár? Þessum ástæðum er slegið fram út í hött; í vanhyggju og ráðaleysi. Þegar iitið er á afkomu annara atvinnugreina landsmanna, verða þessar ástæður að engu. Þær eru allar í kalda koli. Fiskiútvegurinn er að ríða bönkunum að fullu. Miljónatap og gjaldþrot í tuga og jafnvel hundraða tali á næstu nesj- um. Fólkið, sem við hann vann sl- sumar, á eftir að fá vinnulaun sín að meira eða minna leyti. Land- búnaðurinn, með 1200,000 króna styrk frá ríkissóði þ. á., er á heljar þröminni. Borga kaupfélög bænda upp alíar skuldir sínar nú við ára- mótin? Skyldu sumir kaupmennirn- ir ekki skulda bðnkunum all álit- legar upphæðir, þegar gert verður upp við þá fyrir þetta ár? — Er þá nokkur sanngirni að heimta hreint og skuldlaust borð hjá Síldareinka- sölunni einni? Síldareinkasalan á eftir að borga ríkissjóði útflutningstoll af síldinni, tilkynnir ríkisstjórnin, og skuldar ríkiskassanum þar hátt á þriðja hundrað þúsund krónur. Þetta er hvergi nærri gott, en síldarútvegur- inn á þetta inni hjá ríkissjóðnum, og vel það, þó að eins sé miðað við þau ár, sem einkasalan hefir starfað. Frá öndverðu hefir síldarútvegur- inn verið hundeltur af Alþingi og Miðvikudagskv. kl. 9-. Ný mynd. Fær í flest- an sjú. Afar skemtileg gamanmynd. ríkisstjórn, með ranglátlega háum tollum og öðrum álögum. Síldar- útgerðarmenn, sjómenn og verka- lýður, hafa án afláts krafist þess, ár eftir ár, að útflutningstollur af síld væri samræmdur öðrum tollum en Alþingi skelt skolleyrunum við öllu þessu. Og samtímis og síldar- útvegurinn íslenski hefir háð harða baráttu á síldarmarkaðinum erlendis, og keppinauíar hans hafa verið síyrktir með stórum fjárupphæðum frá ríkisstjórnum þeirra, hefir Alþing, og ríkisstjórn sogið hann á órétt- látasta hátt, í stað þess að styrkja hann til sigurvænlegrar baráttu við keppinautana erlendu. Þau þrjú ár, sem Stldareinkasalan starfaði og greiddi toll — vel og skilvíslega — í ríkissjóðinn, greiddi hún um 550 þásund krónur framm yfir það sem síldarútvegurinn átti að greiða, hefði hann notið sömu kjara með tollgreiðslu og aðrar afurðir lands- manna, Meðal annars var á þessari á- stæðu bygð sú einróma krafa út- gerðarmanna, sjómanna og verka- lýðs í landi, nú í haust, að ríkis- stjórnin gæfi eftir síldartollinn í ár. þar sem hagur síldarútvegsins stæði illa. i

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.