Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 19.12.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 19.12.1931, Blaðsíða 2
2 AL ÞÝÐUM AÐURINN útgerðina og hún gengur saman, og atvinnuleysið siglir í kjölfarið. Þá getum vér Akureyringar ekki gengið fram hjá því atriði, sem áður hefir verið bent á hér í blað- inu, að með niðurlagningu Síldar- einkasölunnar, er öll síldarverkun búin að vera hér í bænurn. Það þýðir alt að 200 þús. króna atvinnu- tap fyrir bæinn og grendina, þótt ekki sé tekin með væntanleg at- vinnuaukning við tunnusmíði, er hugsanlegt var, ef Síldareinkasalan hefði haldið áfram, en er nú úr sögunni, Hér á árum áður, meðan íhalds- stjórnin gamla sat að völdum, hefði það þótt matur á pólitísku borði Framóknar, hefði stjórnin gert ráð- stafanir sem þessar, sem hefðu lagt atvinnulíf heiila héraða í kalda kol. Máttvana stjórnarvöld, sem leggja eyra við rógi illgjarnra íhaldsseggja, sem hugsa um það eitt að skaða og kúga hinn vinnandi lýð lands- ins, eru harla óvarkár og minnis- snauð á það, sem á undan er gengið. Þegar þau eru hið ráð- andi afl, sjá þau ógjarna feigðar- vökina, sem framundan gín. — Og máltól þessara valdsfjórna, sem sinkt og heilagt eru að dásama sjálf sig fyrir að vera málsvari lítilmagnans, þau eru ekki að mæða sig á að skýra eða réttlæta þetta, og þó kernur þetta nokkuð hart niður á héraði sem á tvær styrktarstoðir undír Framsóknarstjórninni, og ætti það því skilið, að því væri sannað — af hinum pólitísku hæðum — að eínhverjar sérstakar velgjörðir og umhyggja byggju í niðurlagn- ingu einkasölunnar. Þeir, sem grœða á niðurlagnlngu Síldareinkasölunnar, eru fyrst og fremst Svíarnir, sem koma til með að koma hingað til að féfletta og kúga þjóðina. Einnig er hugsan- legt að örfáir stærstu útgerðarmenn- irnir geti rekið sölu síldar fyrir eig- in reikning, með sama hagnaði og einkasalan hefir skilað þeim udan- farin ár. Þó eru þeir í sífeldri hættu fyrir skemdaflani æfintýramanna í síldarsölunni, sem rugla alt sam- ræmi og hugsanlegt samstarf með- al síldarseljanda. ■ Þá er að síðustu sá hluti lepp- anna, sem Svíar koma til með að vekja hér upp, og sem eru nógu samviskulausir til að láta nota sig til að íéfletta og sjúga verkalýð og sjómenn. Þeir fleyta rjómann ofan af í framtíðinni. Undir slíka menn hleður Framsóknarstjórnin með at- höfnum sínum. Hinn hluti leppanna, sem Ijær nöfn sín, fær>að éta« hjá Svíunum, eins og tíðkaðist áður en Síldareinkasalan kom til sögunnar. Hér verður slept að ræða þann hnekki, sem rýmkun síldarmarkaðs- ins og endurbót á síldarmati, sem Síldareinkasalan hefir komið í fram- kvæmd, bíður við niðurlagning hennar. Það verður gert í sérstakri grein, en í næsta blaði verður leil- að hinna raunverulegu orsaka til þess, að svo mikið er unnið til að leggja Síldareinkasöluna niður, að heill atvinnuvegur er lagður í rúst- ir og fjöldi fólks sviftur aðstöðu til lífsuppeldis, Nl. Ingvar nteö aí-saltið 09 ðstensje-tunnurnar. Þess var getið um það bil, er und- irritaður fór að heiman um dsginn, að Ingvari hinum alþekta tunnuspekú- lant yrði svarað, að því er ástæða þætti til, þegar ég kæmi heim. Hér skulu því færð öllu fyllri rök en áð- ur hefir verið gert að því, að tilboð það um ódýrar tunnur, sem maður þessi var að hampa framan í útflutn- ingsnefnd Síldareinkasölunnar um það bil, sem líkur voru til að bæjarstjórn Akureyrar myndi taka afstöðu til tunnu- smíðis hér í bæ, var í hæsta máta tortryggilegt, þegnr á alla frammistöðu Ingvars og tunnubjóðsins norska er litiö, og þann stutta frest, sem nefnd- in átti að haía 11 þess að svara til- boðinu — sðeins einn virkan dag. Þar sem lesendum þessa blaðs mun vera ókunnugt um ymsa þjónustusemi Iogvars Guðjónssonar við Sildareinka- sölu íslands og hag (!) þann, er einka- salan hefir haft af milligöngu hans í Jarðarför sonar okkar og bróður, Erlends Tómassonar frá Glaumbæ, sem lést á sjúkrahúsinu á Akureyri þann 14. þ. m., er ákveðin Mánu- daginn 21. þ. m., frá Akureyrar- kirkju og hefst kl. 1 e. h. p. t. Akureyri, 18. Des, 1931. Foreldrar og systkyni ýmsum málum hennar, skal hér drep- ið á nokkur dæmi til sýnis. Ingvar er hióðugur yfir hagkvæm- um kaupum á tunnum og salti, sem einkasalan hafi gjört fyrir milligöngu hans. — Á einkasölufundinum fyrir sunnati varð Ingvar þó að játa, að einkasalan hefði fengið, fyrir milligöngu hans, 'Hif-salt með fiskrusli og jafnvel heilum vorðfiskum /« eins og einn af fundarmönnunum orðaði það. Salt sem síldareigendur réttilega segja að hafi verið órothæft til söltunar á síld. — Árangurinn a' því að þessi salt- óþverri er sendur upp til landsins,. gat orðið tvenskonar. Annaðhvort að hann skemdi síldina svo að hún yrði óseljanleg vara eða að hann yrði ekki notaður og einka- salan stæði þá efíir saltlaus með tóm- ar tunnur frá tunnusalanum, sem Ing- var hefir umboð fyrir. Ingvar Guðjónsson hafði enga af- sökun fram að færa á einkasöiufund- inum út af þessum saltóþverra. Hann kom aðeins með þá fráleitu blekkingu að verkafóikið hjá Östensjö hefði í misgripum afgreift þennan saltóþverra í staðinn fyrir hreint og óskemt síld- arsait. Og saltsalinn, sem Ingvar er að dásama fyrir hin »hagkvæmu« viðskifti, sem einkasalan geri við hann, v ðurkennir ekki að hafa sent þennan saitóþverra fyr en búið er með vitn- um að sanna það úti á Siglufirði, að saltið sé íiskafsalt með fiskúrgangi og jafnvel heilum vorðfiskum í. Á einkasölufundinum Ias einn fund- armanna upp bréf, sem línubátaeig- er.dur sunnanlands höfðu ritað út- flutningsnefnd Síldareinkasölunnar, þar sem meða! annars er spurst fyrir um það hvernig á því standi, að einka-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.