Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 19.12.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 19.12.1931, Blaðsíða 1
I. árg. Akureyri, Laugardaginn 19 Des< 1931. 78.'tbl. Síldareinkasalan afnumin. ii. Heiðri og láiistrausti landsins misþyrnvf. — Smábáíaútvegurinn lagður í rústir. Hlaðið undir misindis- og sporgöngumcnn er- lends auðvalds. Undanfarið hefir þjóðin haft hvoiutveggja, raun og gaman, af því að hlýða á báða íhaldsfiokkana metast á um það, hver þeirra hafi gert eða geri landinu meiri heiður eða vanvirðu með gjörðum sínum. Hér hafa þeir verið samtaka að starfi, enda deilir hvorugur á ann- an út af niðurlagningu einkasöl- unnar. Pað þarf ekki lengi að grafa eft- ir því, hvíiík smán landi og þjóð er ger með því að leggja niður rík- isfyrirtæki, á svo hastarlegan hátt, að gefa þarf út bráðarbirgðalög tii að geta framkvæmt óhæfuna. — í augum framandi þjóða geta slíkar ráðstafanir tæplega átt sér stað með siðaðri þjóð, nema ætla mætti að stórglæpir hafi verið framdir í sambandi við fyrirtækið. Nú var högum Síldareinkasölunnar þannig farið, að Alþingi og ríkisstjórn skip- uðu meiri hluta þeirra manna, sem með mál hennar fóru. Pegar því fregnin um niðurlagningu einkasöl- unnar og tilbúið gjaldþrot berst lít á meðal viðskiptaþjóða landsins, geta þeir ekki litið á þetta öðruvísi en sem byrjun á allsherjargjaldþroti landsins, stafandi af glæpsamlegu athæfi forráðamanna einkasölunnar, því það er ekki til neins að hampa framan í útlendinga ástæðu, annari eins og þeirri, að ríkisfyrirtæki sé gert — af ríkinu sjálfu — gjald- þrota, fyrir það eitt að það er i skuld; á þvt árí, sem öll atvinnu- fyrirtœki eru í hengjandi skuldum. Erlendir viðskiftavinir þjóðarinn- ar hljóta því að fá það álit á ríki og þjóð, að best sé að eiga ekki sitt undir því, og traust þeirra á þjóðinni þverri, bæði í viðskiftalegu og siðferðislegu tilliti. Traustspjöll og álitshnekkir út á við er ekkert smáafriði, en þegar litið er nær sér blasir ekki betra við. — Pað þarf ekki að rita langt mál til að rifja upp fyrir almenningi á- standið í síldarútveginum eins og það var áður en Síldareinkasalan var sett á stofn. Kúgun og ófyrir- leitinn yfirgangur sænskra síldar- kaupmanna, árlegt tap verkalauna í stórum stíl, öryggisleysi verkalýðs- ins og vonleysi um viðréttingu síld- arútvegsins og aðstöðuleysi alira smærri útgerðarmanna til að mynda sjálfstæðan atvinnuveg, Alt þetta er verkalýð og sjó- mönnnum hér norðanlands í fersku minni. — Nú á að innleiða sama ástandið aftur. Eyðileggja alt uppbygging- arstarf í síldarútveginum, sem ált hefir sér síað með hjálp einkasöl- unnar, og veita erlendum og inn- lendum fjáraflamönnum aðstöðu til að plokka og kúga verkalýð og sjó- menn eins og þá lystir. í sambandi við kosningu fulltrúa á aðalfund Síldareinkasölunnar í haust, var rækilega rætt um að- stöðu og framtíð smábátaeigenda hér norðanlands, undir skipulagi einkasölunnar. Almennur áhugi var vaknaður meðal þessara manna fyrir þ'ví að reka síldveiði og síldarverk- un sér til hagsbóta, og reynslan frá síöasta sumri sýndi og sannaði Verkamannafélag Akureyrar heldur fund á venjulegum stað kl. 3,30 á morgun, Sunnudag- mn 20. þ m. Sjá götuauglýs- ingar. — s að þetta var hægt að framkvæma, með hagsýni og vandvirkni, svo fremi að atvinna þessara mann væri studd og vernduð af einkasölunni. Nú er þessu kollvarpað. Ef þessir menn eiga að fiska síld framvegisi verða þeir að láta sér lynda að selja veiði sína fyrir hvað sem í boði er, og þá einungis r.ýja,. því um heimaverkun er ekki að ræða. Þessi vísir til sjálfstœðs atvinnu- vegar hinna mörgu smábátaeigenda er algerlega drepinn með niðurlagn- ingu Síidareinkasölunnar- Þó að einhver hringur stærri útgerðar- manna yrði stofnaður gagnar smá- útgerðinni það ekkert. Hér hefir rjö verið drepið á fram- tíðarhorfur verkalýðs og sjómanna í sambandi við niðurlagningu einka- sölunnar. En fram hjá nútíðinni verðuv ekki gengið, því hún er svört. — Eins og sakir standa hafa sjó- menn og útgerðarmenn ekki feng- ið nema 2 krónur greiddar fyrir hrásfldartunnuna. Saltendur eiga eftir að fá einn þriðja af söltunar- launum. Peir eru flestir útgerðar- menn að meira eða minna íeyti. — Með gjaidþrotaráðstöfun ríkisstjórn- arinnar á einkasölunni, eru eignir einkasölunnar feldar í verði um helming. Pað er því vissa fyrir að sjómenn, útgerðarmenn og salt- endur verða fyrir stórskaða vegna gjaldþrotsins. Þetta orsakar það aftur að stöðvun kemur í síldar

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.