Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 22.12.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 22.12.1931, Blaðsíða 3
ALPYÐUMAÐDRINN 3 Úr bæ og bygð. Messur um hátíðina: Aðfangadagskvöld kl. 6 Akureyri. Jóladag kl. 11 f. h. Akureyri. Jóladag — 2 e. h. Lögmannshlíð. 2. Jóladag — 11 f. h. Grund. 2. Jóladag — 2 e. h. Munkaþverá. Sunnudag milli jóla og nýárs kl. 12 á hád. i Kaupangi. »Esja« kom til Reykjavíkur kl. 7 á Föstudagskvöldið og hafði þá um 70 farþega innanborðs Undan Snæfells- , nesi hrepti sk pið suðvestan rok og stórsjó. Gekk brotsjór yfir skipið og losaði og braut að nokkru þrjá skips- bátana. Nokkrir farþegar meiddust, en ekki m kið. Hjónabönd: Ungfrú Anna S. Árna dóttir og Krisiján Valdimarsson bíl- stjóri. Ungfrú Margrét Sigusðardóttir hárgreiðslukona og Kar! Runólfsson hljómieikakennari. Ungfrú Snjólaug Baldvinsdóttir frá Eyrarlandi og Bald- vin Sigurbjarnarson sjómaður. Nýlega var haldinn hinn árlegi hér- aðs- og þingmálafundur fyrir Vest- ur- Isafjarðarsýslu. Þingmaöur sýsl- unnar mætti á fundinum, sem ein- ungis var haldinn af 18 fulltrúum 6 hreppa. Voru á fundinum samþyktar margar tillögur í lands og béraðsmál- um og var aðaleinkenni þeirra flestra hið rammasta afturhald, sem rekið hef- ir upp höfuðið í íslenskum landmál- um. Komsl fundurinn svo langt i þessu efni, að hann skoraði á ríkisstjórnina að vinna að því 3ð kaupgjald verka- fólks í landinu lækkaði á næstunni. Á Föstudagskvöldið var haldin kvöld- sfcemtun í Nýja-Bíó til að safna fé til jólaglaðningar fátækum í bænum, Ungfrú Jóhanna Jóhannsdóttir og karla- kórið Geysir skemtu með söng og ennEremur voru sýndar kvikmyndir. Skemtunin var vel sótt. »A!þýðumaðurinn« kemur aftur út á Þriðjudaginn kemur. Sfðasta blað ársins. Ofskarok gerði hér fyrrihluta Sunn- dagsins, og hé'st það um þriggja stunda skeið. Bátar, sem voru á sild' arnetum voru nauðlega staddir um tíma, en náðu þó heilu og höldnu til lands. Sölubúðir Kaupfélags Verkamanna verða lokaðar, vegna vörurannsóknar, dagana frá 28. þ. m. til 10. Janúar n. k. að báðum dögum meðtöldum. Ríkisútvarpið var ársgamalt á Sunnu- daginn var. í tilefui af þessu var dag- skráin fyllri og íslenskari en vant er. Ræðu héldu útvarpsstjóri og allir með- limir útvarpsráðsins, en á milli lék út- ’varpskvartettinn íslensk lög, Bækur. Þessar bækur hafa blaðinu verið sendar til umsagnar: Saga hins heilaga Frans frá Assisi- Ferðaminningar Sveinbjö rns Egils- sonar II. bindi 3. hefti. Gríma 5. Þessara bóka verður nánar getið síðar, en samt vill blaðið vekja at- hygli á því, að með 5- heftinu af Grímu er lokið fyrstabindi hinuvin- sæla safni af íslenskum sögum, sem m útgefendurnir í öudverðu lofuðu. Nú geta menn því fengiö þetta safn heilsteypt, bæði óbundið og í góðu bandi, hjá útgefanda Þorst. M. Jónssyni Akureyri. Hitt og þetta. Undanfarið hafa sendimenn frá Rússum verið á ferð í Noregi, til að athuga um möguleika til vaxandi við- skifti þjóðanna í framtíðinni. Eru Rússar til með að kaupa rnikið af síld af Norðmönnum, ekki síst ef þeir, aft- ur á nióti, vilja kaupa salt og fleiri framleiðsluvörur Rússa, Hvort til vaxandi viðskifta kemur á þessum grundvelli er óorðið enn, en ekki er það ólíklegt. r ALPÝÐUMAÐURINN. Gefinn út af Alþýðuflokks- mönnum. Kemur út á hverjuTi Þriðjudegi, og aukablöð þegar n eð þarf. Áskriftargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Sími 75. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns jónssonar, l_____________________________I Auglýsingum í vAJþýðumanninn« er veitt móttaka á afgreiðslu blaðsins í Lundargötu 5, í Kaupfélagi Verkamanna og í Prentsmiðju Björns Jónssonar. I. O. G. T. St. Akureyri nr. 137 Fundur í kvöld kl. 8,30 í Skjaldborg. St. Bryhja nr. 99 Enginn fund- ur annað kvöld. Ungkst. sSamúð' Fundur á Sunnudaginn milli jóia og nýárs kl. 1,30 ej h. í Skjaldboig- Inntaka nýrra félaga o- fl. Gengi eftirtaldra mynta var t bönkum f gær, skráð þannig: Sterlingspund 22,15 Dollar 6,59 Pýskt mark l,5ó96 Peseta 5 629 Sænsk króna 1,2360 Norsk króna 1,2116 Dönsk króna 1,2288 Gullverð ísl. krónu 5662 au..

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.