Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 27.02.1932, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 27.02.1932, Blaðsíða 1
ííSffiaÚ (3A A Samherjarnir. Niðurl. Einn þáttur þessa samstarfs lcommúnista og andstöðufiokka AI- fjýðuflokksins hefir farið fram á Austfjörðum, og hann ekki veiga- minstur. Síðari hluta s.l. sumars fóru að birtast dulmerktar níðgreinar um foringja alþýðusamtakanna á Aust- fjörðum, Jónas kennara á Norðfirði, í Verkalýðsblaðinu og Verkamann- inum. Var þar ráðist af kommún- iskri skítmensku og rógseðii á þenna hversdagsprúða og óáleitna mann, sem hvarvetna hefir komið fram sem prúðmenni í ræðu og riti. Jónas grunaði rérstakan kommún- ista um þetta og tók málið fyrir í verklýðsfélögum á Norðfirði. Á þessum fundum játaði aðalmaður kommúnista á Norðfirði, Einar S. Frímann, að Framsókn hefði gert sér fleira en eitt >tilboð«, ef hann vildi beita sér fyrir því, að hægt væri að hnekkja áhrifum Jónasar í Alþýðuhreifingunni á Austfjörðum og eins við barnaskólann á Norð- firði. Og nafnlausu níðgreinarnar í kommúnistablöðunum vita allir að Einar þessi hefir ritað. Síðar losaði verklýðsfélagið sig við Einar þenna og tvo fylgifiska hans; rak þá úr félaginu vegna flugmensku þeirra og skaðlegrar framkomu í félaginu. (Verkamönnum á Akureyri til at- hugunar, skal þess getið að það var Einar þessi Frímann og hjálpar- kokkar hans í starfinu í þjónustu óvina verklýðshreifingarinnar, sem Þorst. Porsteinsson, Steingrímur í Lyngholti og Steinþór Guðmunds- son voru að láta verkamannafélagið hér heimta að aftur yrðu teknir í verklýðsfélagið á Norðfirði, á sama fundi og þeir létu verkamennina á- víta »Dagsbrún« í Reykjavík fyrir það, að hún vildi ekki brjóta lög sín með því að taka stórkaupmann- inn Einar Olgeirsson inn í félagið). Pessi deila eystra er að ýmsu leyti lærdómsrík vegna þess, að hún sýnir að báðir andstöðutlokkar Al- þýðufél, nota kommúnista í sína þjónustu. þegar þeir þurfa að koma illum áformum fram. Og það stendur hvergi á kom- múnistunum til þjónustunnar og samstarfanna- Peir eru samherjar hverra sem er — gegn samtökum verkalýðsins. Enn sem komið er, liggja engar órækar sannanir fyrir um samstarf kommúnista og hinna andstöðu- flokka verkalýðsins hér í bæ, en íhaldið hér er ákaflega lukkulegt með starfsemi kommúnistanna. Pað er vitanlegt að töluvert margir í- haldsmenn kusu Einar Olgeirsson s. I. vor, til að lyfta undir hina kommúnisku hreifingu hér, eins og þeir kölluðu það. SI. sumar réðust kommúnistar að síldarstöð Jóns Kristjánssonar, sem um mörg ár hefir hjálpað verkalýðnum til að halda uppi og hækka kaup við síldarvinnu hér við fjörðinn, en létu síldarstöðvar þeirra íhalds- mannanna, Guðmundar Péturssonar og Björns Líndals, afskiftalausar. Og það er haft fyrir satt, að einn hátt settur kommúnisli hafi hvíslað því í eyra íhaldsmannsins, Stefáns Jónassonar, uppistandsnóttina frægu, að hann skyldi ekki láta sig þessi mál neinu skifta, því það væri bú- ið að samþykkja að láta hans síld- arstöð afskiftalausa. Þá er og vitað að íhaldinu hér er hið mesta eftirlæti í rógsiðju kommúnistanna um Erling Friðjóns- son. Pað veit, að ef hægt er að hnekkja áliti og áhrifum manna, sem leitt hafa verklýðssamtökin á heil- brigðum grundvelli undanfarið, batn- ar aðstaða þess í bænum. Við kommúnistana eru þeir ekki hrædd- ir, íhaldsmennirnir. Peir vita að hvarvetna sem þeir hafa náð því að ráða einhverju í verklýðsmálum, hefir það orðið verkalýðnum til niðurdreps og bölvunar og hefir veikt hann í baráttunni við auðvald- ið. Þegar verkalýðurinn hefir Iært að þekkja þá af reynslu, hafa völd þeirra. þorrið aftur, en auðvaldið verður hverjum tíma fegið, sem það fær að drotna. Og klofningsiðja kommúnistanna lengir yfirdrotnunar- tíma auðvaldsins í landinu. Pað er því engin tilviljun að kom- múnistaflokkur íslands er verkfæri andstöðuflokka alþýðunnar. Að forystumenn hans, hvar í landinu sem eru, eru verkfæri, leiguþý og samherjar verstu einstaklinga beggja andstöðuflokka verkalýðsins. Og þá er það engin tilviljun, að aðalmaður K. í., Einar Olgeirsson, er kominn á kaf í hvoft íslensks auðvalds, og stjórnar þaðan störf- am undirdáta sinna. Á Priðjudaginn var voru þessir menn kostiir — í sameinuðu þingi — í utanríkisrnálanefnd. Ásgeir Ásgeirs- son, Jón Þorláksson, Magnús Torfa- son, Ólafur Thors, Bjarni Ásgeirsson, Einar Arnórsson og Jónas PorbergS' son.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.