Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 03.01.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 03.01.1933, Blaðsíða 3
ALÞÝE>UMAÐURINN 3 ----------------------------- ALPYÐUMAÐURINN. Qefinn út af Alþýðuflokks- mönnum. Kemur út á hverjum Þriðjudegi Áskriftargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Símar: 214 og 306. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns Jónssonar, l_____________________________) keðja af íhaldssálum, og hingað til kallaðar olóðsugur þjóðarinnar, skuli nú hafa lækkáð vöruverðið, svo það er nú orðið viðunandi. — Byggmgarefni hefir lækkað að sama skapi og annar erlendur varningur, svo húsaleigan á að geta lækkað líka — Mikið er talað um kreppuna. — Líklega er sleikipinna- eða prika- farganið afleiðing hennar. Oit hefi ég ánægju af að horfa á ungfrúr bæjarins, einkum þegar svo er kalt að vara-áburðurinn frýs á þeim, blessuðum, gangandi um göturnar, sleikjandi ánæ^julega þessi þarfa- þing og kennandi ungdómnum að spara. Sjálfsagt eru Herðubreið, Bio-kaffi og fleiri slíkir sparnaðar- skólar, afieiðingar kreppunnar, og fallegir eru þeir í rauða bjarmanum, sem um þá lykur. En hvort að slíkum stöðum lystisemda eru nokkrar atvinnubætur — nema þá fyrir læknana — er álitamál. XXVI.X. Á Gamalárskvöld gerði ofsarok með stórbrími í Vestmannaevjum. — Flóðaldan gekk svo langt á land, að hún tók út 4 mótorbáta, sem stóðu á landi. Líka hrakti báta, er lágu á höfninni, út á rúmsjó, og snkku þeir þar. Hafnarmannvirki sakaði ekki og ekki uröu skaðar á landi. — Kom múnistarnir kveðja gamla árið. * Á 'gamalárskvöld var dansleikur hjá kommúnistunum, eins og vandi er til um flestar helgar, en nú var dansinn hafður til ágóða fyrir >radio-tækin«, eftir því sem stóð á auglýsingu á útidyrahurð Verklýðs- hússins. Á þessum dansleikjum er aðeins fínasta lið. Sætglaðir »Kava- lerar«, sem halla sér út úr glugg- um samkomusalsins, kallandi út á götuna: »Vantar dörnur!« — því stundum eru ungu stúlkurnar svo »penar«, að þær vilja að minsta kosti láta ganga á eftir sér áður en þær fara inn á »ballið«- Úti á gangstéttinni eru líka »Kava!erar«, sem »vantar dömur* og hafa þeir hendur á hverri sem frarh hjá fer, og líkur eru til að kunni að fást í dansinn. Piltur um tvítugt heldur á hálfflösku og sýpur smátt og smátt á, en þegar tvær ungar stúlkur koma eftir gangstétt- inni, stíngur hann pitlunni niður, tekur báðar ungu sjúlkurnar í fang sér, kyssir báðar, og svo fer þrenn- ingin inn í danssalinn. Peir, sem eftir standa, verða súrir á svipinn yfir að hafa mist af tveimur »dömum«. »KavaIerarnir«, sem bíða út á gangstéttinni eftir »dömum«, verða nú alt í einu truflaðir af tveimur lögregluþjónum, sem vaða inn í danssalinn all gustmiklir og koma út aftur fljótlega með unglings- mann, sem þeir bera á milli sín og fólkið segir að hann sé »dauður«, en piltur, sem verið hefir á »ball- inu«, leiðréttir það og segir að »hann hafi bara verið sleginn í rot«. »Eru allir fullir þama inni?« sþyr einhver í hópnum þarna á gang- stéttinni. »Nei«, segir pilturinn, sem hafði verið á »ballinu«, »ekki allir, en voða glás«. — Pröngin á gangstéttinni iðar til af óþreyju. Sumir horfa inn gang- inn upp að danssalnum, aðrir horfa inn eftir gangséttinni, hinir þriðju horfa niður eflir, alla vantar »döm- ur«, og það er ekki laust við að sumir séu farnir að bölva á lægri nótunum yfir því eð hýma þarna, og geta ekki komist inn í uppljóm- aðan salinn, sem ómaði af hljóð- færaslætli, og þótt sarnan við hl^óð- færasláttinn blandaðist ryskingar og hávaði frá drukknum mönnum, þá finnst þeim ekkert minna gaman að komast með í so linn, — en »dömu« vilja þeir hafa með. En þá kemur lögregluþjónn aftur og veður inn í salinn. Hann hefir já ný verið beðinn að koma og reka alla þá »hífuðu« út úr húsinu, því nú er klukkan orðin þrjú á nýjárs- nótt, og búið að dansa þrjá tíma af gamla árinu og þrjá af því nýja, og af því Steinþór er prestlærður og Porsteinn formaður í siðabóta- félagi og Elísabet svo hugsunar- söm um börnin, vilja þau ekki brjóta á móti þrenningarkenning- unni með því að leyfa að dansað sé iengur en 3 klukkutíma af hverju ári, og þá eru líka Ijósin siökkt tií þess að bæta síðferði þeirra »híf- uðu« á nýbyrjaða árinu, svo lög- regluþjónninn mátti fara sneyptui út, því lögregluþjónar sjá ekki nema í björtu. -- Einn á gangstéttinni. Á Fimtudaginn var efndi Hljóm- sveit Akureyrar til hljómleika í Nj'ia-Bíó, með aðstoð söngfélagsins »Geyis«. Aðsókn var ekki eins góð og skyldi verið hafa, en þeii', sem þangað komu, þóttust góða ferð farið hafa. í sambandi við hljóm- leikana afhenti hljómsveitarstjórinn, Kart O. Runólfsson, söngfélaginu »Geysir« hið góðkunna tónverk sitt: »Förumanna flokkar þeysa«, að gjöf. - Á annan í jólum vígði sóknar- presturinn kvenskátadeild, sem stofn uð er hér í bænum. Eru í sveit- inni um 13 ungmeyjar og er ungfrú Brynja Hlíðar sveitarforingi. Nafn sveitannar er Valkyrjur, og er sókn- arpresturinn verndari þeirra eins og Fálkanna. — Urn 400 börn hafa notið matgjafa í barnaskólum Reykjavíkur í vetur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.