Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 30.01.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 30.01.1933, Blaðsíða 2
ALPtÐUMAÐURWW J maðurinn* að segja. Hvers vegna? Pað er skiljanlegt. — Pá er frásögn »VerklýðsbIaðsins€ 3. þ. m. um at- vinnubófavinnuna fyrir jólin, enn betra dæmi upp á fréttaburð kommúnist- anna. Er sú klausa birt hér orðrétt, til gamans bæjarbúum: »Harðvítug barátta hefir staðið á Akureyri milli verkalýðsins undir for- ustu koramúnista og atvinnurekenda, sem beitt hafa bæjarstjórninni fyrir sig í tilraununum til að lækka kaupið. Lágmarkskröfur verkamanna voru, að fyrir jólin fengju 100 manns minst atvinnubótavinnu og greiddur væri fullur taxti félagsins við tunnuverk- smiðjuna. Fjölmentu verkamenn mjög á bæjarstjórnarfundinn, er kröfur þessar voru ræddar. Reyndu erindrekar at- vinnurekenda þá að koma fram kaup- lækkun með brögðum og notuðu Erling Friðjónsson sem málsvara sinn. Prédikaði hann yfir verkamönnum, að betra væri að vinna fyrir lítið kaup en hafa enga vinnu og vildi að verka- menn gengju að því að vinna í akk- orði við tunnuverksmiðjuna fyrir 70 aura á tunnu. En til þess að reyna að fá verkamenn til að ganga inn á þetta og varast að koma of berlega fram, sem erindreki atvinnnrekenda, lagði hann til að 200 manns fengju atvinnubótavinnu. Knúðu verkamenn þá kröfu fram en létu hinsvegar ekki blekkjast um tilganginn. Á Verka- mannafélagsfundi rétt á eftir, sam- þykktu þeir, með 3/s atkvæðum gegn V*. og halda fast við kauptaxtann í tunnuvtrksmiðjunni. Hefir samfylkingin undir forustu kommúnista unnið frægan sigur t þessari baráttu.« (Leturbr. hér.) Peir kunnna að segja frá, Guðmann og Steingrímur, þegar þeir eru að þylja fréttir héðan í eyra sprengitóls auðvaldsins í Reykjavik, Br. Bjarna- sonar, en Akureyringar vita hvað satt er f þessum málum. Róðrarnir nú byrjaðir í Vestmanna eyjum, og er afli dágóður. Svo mikill mannfjöldi er kominn til eyj- anna, að hvergi nœrri allir fá at- vinnu, og eru sumir snúnir heim aftur. Samt er Goðafoss hálffullur af fólki, á leið til eyjanna. 1. O. G. T. I.O.G.T. Stúkurnar, Ísafold-Fjallkonan nr. 1, og Brynja nr. 99, halda sameiginlegan fund í Skjaldborg n. k. Miðvikudagskv. kl. 8,30. DAGSKRÁ: 1. Framlagður endurskoðaður reikningur hússins. 2. Kosin hússtjórn og endurskoðendur. 3. Önnur mál, sem fram kunna að verða borin, Æskilegt væri, að sem flestir templarar mættu á fundinum. Akureyri 31. Janúar 1932. f. h. stúknanna. Guðbj. Björnsson. SL0KKVILIÐ AKUREYRAR Fyrirliðar slökkviliðs Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 1933: Slökkviliðsstjóri: Eggert St. Melstað, Oddagötu 3. — Sfmi 115, Varaslökkviliðsstjóri: Gunnar Guðlaugsson, Lundarg. 10. Sími 257. Flokksstjóri í innbænum: Karl Jónsson, Lækjargötu 6. Sfmi 282. Aörir flokksstjórar: Friðrik Hjaltalín Grundargötu 6, — Tryggvi Jóna- tansson Lundargötu 6, — Aðalsteinn Jónatansson Hafnarstræti 107b, Snorri Guðmundsson Hafnarstræti 108, — Veturliði Sigurðsson Odd- eyrargötu 30, — Svanberg Sigurgeirsson Þörunnarstræti. Brunaboðar í útbænum: Rudolf Bruun Hríseyjargötu 5 og Vernharður Sveinsson Eyrarlandsveg 14. Brunaboðar í innbænum: Edvarö Sigurgeirsson Spítalaveg 15 og Sigurður Jónsson Aðalstræti 18. Menn eru áminntir um að tilkynna símastöðinni og slökkviliðinu ef elds- voða ber að höndum, — og festa þessa auglýsingu upp sér til minnis. Akureyri, 26, jan, 1933. Eggert St. Melstað . Sími 115, Skattanefnd Akureyrar verður til viðtals á skrifstofu bæjarstjórans, kl. 8 — 10 síðdegis virka daga, Febrúarmánuð út. Á þessum tíma eru skattskyldir menn í bænum beðnlr að afhenda framtalsskýrslur sínar og vitja eyðublaða undir skýrsl- ur, ef einhverjir skattgreiðendur skyldu ekki hafa fengið þau. Skorað er á atvinnurekendur að gefa hinar lögboðnu skýrslur um starfsmannakaup á tilsettum tíma. Akureyri, 25. Janúar 1933. Skattanefndin. Ábyrgðarmaöur Erlingur Friðjónsson. Prentsmiðja Björns Tónssonar. Dáinn er hér í basnum Hallgrímur Sigurðsson fyrv. stýrimaður, eftir langa vanheilsu. Hallgrímur heitinn var hæglætis og gæða maður og vel Virtur af öllum, er þektu hann.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.