Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 04.02.1933, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 04.02.1933, Blaðsíða 4
4 ALPYÐUMAÐ L RINN # Karlraannarykírakkar frá kr. 40,00 stykkið. Karlmannaregnkápur frá kr. 20,00 stykkið, nýkomið Kaupfélag Verkamanna. ■ ...................................................... tlTVARPIÐ Pastir Hðir dagskrárinnar eru: Veðurfregnir á virkum dögum kl. 16, 16 «g 19.30, og á helgum dögum kl. 10,40 og 19,40. — Hádegisútvarp kl. 12,15 á virkum dögum, Miðdegisútvarp kl. 15,30 á helgum dögum. — Hljómleikar og til- kynningur kl. 19,40 — Klukkusláttur og fréttir kl. 20. — Danslög frá kl. 22—24 á Laugardags- og Sunnudagskvöldum. Breylingar tilkj'ntar sérstaklega. Sunnudaginn 5. Febr.: Kl. 11. Messa í Dómlc. B. J. — 15,30 Miðdegisútvarp. — 18,45 Barnatími, — 20,30 Færeyiskt kvöld. Mánudaginn 6. Febr.: Kl, 19,05 Grammofonhljómleikar. — 20,30 Frá útlöndum V. Þ. G. — 21 Alþýðulög Einsöngur, Daníel Þorkelsson. Orgelsóló. Þriöjudaginn 7. Febr.: Kl. 19.05 Fyrirlestur Fiskifél. ísl. — 20,30 Erindi, Guttormur And- résson. — 21 Hljómleikar. — 21,15 Uppl. Ólína Andrésd. — 21,35 Grammofónhljómleikar. Til skýringar á umtali í bænum þessa dagana, um að svokölluðum fulltrúum verklýðs- fundarins frá á Laugardaginn var, var neitað um fundarsetu hjá jafn- aðarmannafélaginu >Akur« á Fimtu- dagskvöldið, þykir rétt að birta hér það sem fram heíir farið í þessu máli. í byrjun »Akurs«-fundarins las formaður upp eftirfarandi bréf er honum hafði borist: Akureyri 1. Febr. 1933. Stjórn Jafnaðarmannafél. Akur! Á almennum verklýðsfundi s. 1. Laug- ardagskvöld var samþykt í einu hljóði eftirfarandi tillaga. »Funurinn samþykkir aö krefj- ast (leturbr. hér) þess af Jafnaðar- mannafélaginu »Akur« að það leyfi 2. fulltrúum’ frá Verkamannafélagi Akureyrar og 2. fulltrúum frá verka- kvennafélaginu »Eining« að mæta á næsta fundi í »Akri«, til þess að ræða um starfsemi þess félags, til undirbúnings stofnun nýs verklýðs- félags hér á staðnum«. Er stjórn »Akurs« hér með beðin að leita úrskurðar félagsins við málaleitun þessari í byrjun fundarins annað kvöld. Óskum ekki fundarsetu nema á meðan áðurnefnt rnál er rætt, Stjórnir verklýðsfélaganna. »Akur« svaraði þessari málaleitun á þessa leið : »Út af erindi frá svokölluðum verklýðsfundi, sem haldinn var hér á Akureyri síðastliðinn Laugardag, samþykkir félagið eítirfarandi; Tar sem umræddur verklýðsfund- ur getur enga kröfu átt á því að fulltrúar, kosnir af honum, fái setu á fundi í jafnaðarmannafélaginu »Akur«, mótmælir fundurinn slíku, og telcur fyrir næsta mál á dagskrá*. Þessi ályktun var samþykt af öll- um fundarmönnum »Akurs« — milli 50 og 60, og tilkynt hinum svoköll- uðu fulltrúum taíarlaust. Handan yflr höfln. Hitler hefir ekki tekist að fá þing- meirihluta fyrir stjórn sinni. Hefir þýska þingið nú verið rofið og nýjar kosningar ákveðnar 5. Mars n. k. Hindinburg hefir gefið út nýjar kosn- ingareglugerð, sem útilokar smáflokka frá þátttöku í kosningunum. Hitler hefir þegar sigað lögreglunni á kommúnista. Lætur hann taka allar flokksbyggingar þeirra, banna blöð þeirra og flugrit. Útifundir kommú- Karim. os uniinsapepur brúnar, nýkomnar. Kaupfél. Verkamanna. nista eru líka bannaöir víða urn land- ið. Einnig hefir jafnaðarmönnum verið bannað að halda útifundi. f lilefni af kanslaratign Hitlers hafa Nasistar og Stálhjálmar efnt til fagn- aðarhátíðar í öllum heistu borgum landsins. En viðast' hvar hafa kommúnistar ráðist á þessar sam- komur, æg hefir verið barist víða um landið alla síðast liðna daga. Troska Hitlers og flokks hans má nokkuð marka af þessurn síðustu atburðum. Hitler var búin að marg- lýsa yfir þvi, að hann tæki aldrei við kanslaratign eða öðrum forráðum í Úýskalandi, fyr en flokkur hans hefði hreinan meiri hluta í ríkisþing- inu. Úelta var nú í uppgangstima flokksins. Nú er flokkurinn að gliðna í sundur. Hitler gengur frá öllu, sem hann áður hefir gert sig stóran af, og flokkurinn heldur fagnaðar- samkomur og berst við kommúnista vfir sigri foringjans. — Vafalaust mun Nasistaflokkurinn fara miklar hrakfarir í þess.um kosningum, þótt Hitler muni beita lögreglu, her og öllum hugsanlegum yfirgangi við kommúnista og jafnaðarmenn. Mun því verða all róstusamt í Þýska- landi á naestunni. Ábýrgðarmaður Erlingur Friðjónssou. n'iir. i■ ni| ...* Prentsmiðja Biörns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.