Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 04.02.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 04.02.1933, Blaðsíða 1
III. árg. Akureyri, Laugardaginn 4. Febrúar, 1933. 7. tbL AOvarandi riil. »Alþýðum.« hefir ekki eytt miklu af rúmi sínu tii að ræða um skrípa- leikinn, sem fram hefir farið á hærri stöðum, í sambandi við dómsmála- ráðherra samsteypustjórnar hínna ráð- andi flokka f landinu, en þegar getið var sektardóms Magnúsar Guðmunds- sonar hér í blaðinu, var á það bent, hvílík sneypa mál eins og þetta væri fyrir þjóðina út á við. Dómur hæsta- réttar hefir engu breytt í þessu efni. fslenska þjóðin fellir sinn dóm — og hefir þégar felt — eftir þeim gögnum sem fyrir liggja, án tillits til þess hvernig dómarar haga sér í hinum ýmsu »réttum«. Eins og dómur íslensku þjóðarinnar hefir fallið á einn veg í þessu máli, svo virðist og dómur annara þjóða falla á sömu lund. Cinkum virðist sambandsþjóð vorri — Dönum — hafa orðið matur úr hneykslunum í sam- bandi við æðstu verði laga og réltar ^ á fslandi, þó þeir af góðmannlegri fyrirlitningu á »litla bróður* hafi blíft honum við löngum blaðaskrifum um þessi mál. En hvernig þeir hafa talað sín á milli og í eyru ým'sra »Ianda« úti, má marka af grein, sem birtist í »AIþýðublaðinu« 21. f. ro. og heitir »Fréttir frá íslandi*. Oreinin er rituð af íslendingi, Aron <i,uöbrandssyni, sem dvelur í Dm- möiku, og segir frá ýmsum fréttum, er íhaldið hér heima hafði að segja Dönum um þær mundir er hneykslis- málin voru á ferðinni, og hvað þeir höfðu um þær að segja, sem var alt annað en íslensku réttárfari til hróðurs. Pá er getið þess bitra háðs Dária ýfir f>ví aö íslendingar gætu etcki eignast aðra dómsmálaráðherra en þá, sem voru undir ákæru, eða bendlaðir við þau mál. \ þriðja lagi er get'ð dóms sænsku þjóðarinnar yfir Ekman og flokki hans, af því hann var flæktur inn í Kreiigers-hneykslið, og hvað mikið bjartara sé ýfir sænsku þjóð- inni aftur, af því réttlætistilfinning hennar og sómakend kom svo berlega í ljós í niðurlögum Ekmans. í fjórða lagi bendir greinarhóf. á hve mikil hætla það sé fyrir þjóðina að útlendingar tapi virðingu fyrir ís- lensku réttarfari. Talar í því sambandi um Englendinga, sem þykjast hafa um sárt að binda vegna meðferðar \s- lendinga á veiðiskipum þeirra og fl. Og í síðasta lagi er vikið að þeitn stjórnmálaflokkum, sem bera ábyrgð á stjórnarfarinu og vali manna í æðstu stöður. — Niðurlag nefndrar greinar er á þessa leið: - »Fyrir fáum árum las ég greinar í enskum blöðum, sem voru um ísland. Greinar þessar gengu aðallega út á það, að enskir útgerðarmenn kvörtuðu undan þeirri meðferð, sem þeir hefðu orðið að sæta af fslenskum dómstól- um, og þeir leifðu sér að efast um réttmæti þessara dðma. Er nú nokk- ur ástæða til þess að halda að þessir menn fylgist ekki með þeim breyt- ingum, sem verða á íslenskum dóms- málum? Nei! Peir vita það, að Jónas Jónsson dómsmálaráðherra var álitinn geðveikur af andstæðingum sínum. Peir vita það, að Magnús Guðmundsson dómsraálaráðherra hefir, verið dæmdur í fangelsi. Þeir vita það, að Ólafur Thors dómsmálaráð- herra er meðetgandi og framkvæmda- stjóri félags, sem brotið hefir Iðg landsins. Og er það að ástæðulausu þó erlendir menn efist utn réttmæti Jön Sigurjónsson; útgerðarmaður á Hútavík, andaðist á Sunnudaginn var, eftir langvarandi vanheilsu. Jón heitinn var maður á sextugsaldri, sérstaklega vandaður og heiðarlegur í allri breytni. Hann var lengi starfs- maður í verklýðshreyfingunni á Húsa- vík og fulltrúi vetkamanna í hrepps- nefnd, fjöldamörg ár. Þótti hann hvarvetna hinn liðrækasti maður, og vel liðinn af öllum. þeirra dóma, sem dæmdir eru í landi, sem stendur á því menningarstigi, sem umgetmir dómsmálaráðherrar bera vitni um? — Allar þessar ráðherrasyndir verða að skrifast i bók hins svokallaða Sjálf- stæðisf lokks !! á íslandi, en Framsókn- arflokkurinn verður að taka á sínar herðar bróðurpartinn af þeim afleið- ingum, sem slíkar syndir geta haft í för með sér, en sérstaklega ber að vfta fonætisráðhenann, ÁsReir Ásgeirs- son, fyrir það, að hafa tekið í ráðu- neyti sitt aðra menn en þá, sem lík- legir eru til þess að verða þjóð sinni til sóma. Ennfremur ber að víta for- sætisráðherra fyrir það, að hann skuli ekki hafa gætt stjórnmálaheiðurs lands síns betur en svo, að íslendingar er- lendis þurfi að bsra kinnroða fyrir þjóðerrii sitt.« K'æðaverksmiðjan Gefjun hefir keypt Sildareinkasðluhúsið og hefir flutt þangað skrifstofur sínar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.