Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.02.1933, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 21.02.1933, Blaðsíða 4
4 ALPYÐUMAÐ (J RJLNN 0TVARPIÐ E L D S V O ÐI getur gert yður öreiga á svipstundu, ef þér bruna- tryggið eigi eigur yðar. Fresdð því eigi stundinni lengur að brunatryrggja þær. Komið til okkar og þér munið sannfærast um, að hvergi fáið þér ódýrari tryggingar né fljótar greidd- ar tjónbætur, ef eldsvoða ber að höndum. f. h. Sjóvátryggjngarfé 1 ag Islands. Umboð á Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga, ~U P P B O Ð Samkvæmt uppboðsauglýsingu í Lögbirtingablaðinu verða húseign- irnar nr. 46 við Oránufélagsgötu og »Evensenshús« við Sjávargötu, þing- lesnar eignir Samvinnufélags sjómanna á Akureyri, seldar við opinbert uppboð Laugardaginn 25. Febrúar n. k. kl. 1 e. h. Að loknu uppboði á fasteignum þessum, verður selt allmikið af lausafé tilheyrandi búi Samvinnufélags sjómanna, svo sem tvær snurpu- nætur, 5 snurpubátar, ca. 100 faðma kabaltóg, 90 stokkar lína, 6 netja- rúllur, 25 snurpubátaárar, 1 Decimalvog, peningaskápur, ritvél (Reming- ton) og margt fleira, Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti Akureyrar 15. Febr. >933. Steingrímur Jónsson. Þriðjudaginn 21. Febr.: Kl. 18,40 Fyrirl. Fiskifélagsins. — 19,04 Lingfréttir. — 20,30 Erindi, Sæm. Bjarnhéð- inssson. — — 21,15 Upplestur. — 21,35 Grammofónhljómleikar. Miðvikudaginn 22. Febr. Kl. 18,40 Barnatími — 19,05 Lingfréttir, — 20,30 Háskólafyrirlestur, Á. P. — 21,15 Hljómleikar. Fimtudaginn 23. Febr.: Kl. 19,05 Lingfréttir. — 20,30 Erindi, S. Bjarnhéðinss. — 21 Hljómleikar. Föstudaginn 24. Febr.: Kl. 19,05 Þingfrétdr. — 19,40 Dagskrá næstu viku. — 20,30 Kvöldvaka. Laugardaginn 25. Febr.: Kl. 18,15 Háskólafyrirl., Ág. H.B. — 19,05 Þingfréttir. — 20,30 Laugarvatnskvöld. Hljómleikar. hér til að útiloka félaga úr Verklýðs- félagi Akureyrar frá vinnu á Siglu- firði I! ! Fyrst er nú það að kora- múnislarnir á Siglufirði eru ekki al- mátlugir, og svo er óhætt að full- yrða, að ef þeir ætluðu sérstaklega að fara að amast við meðlimum úr félögum, sem eru i Alþýðusamband- inu, mundi Síglufjarðarfélagið tafar- laust verða rekið úr Alþýðusamband- inu og upp rísa á staðnum annað félag, fjölmennara en kommúnistafé- lagið, og færi þá að verða tvísýnt lið að s'glfirsku »samherjunurn«. Pað mun þvf ráðlegast fyrir kommúnist- ana, þó reiðir og sárir séu þessa dag- ana, að strika sem mest yfir stóru orðin og haga fér skikkanlega. Úr bæ otj bygð. Verkamannafélag Siglufjarðar hélt aðalfund sinn í vikunni sem leið. — Náðu kommúnistar stjórninni. Fengu 142 atkvæði við formannskosningu, en Alþýðuflokksmenn 120. Nánari, ábyggilegar, fréttir hafa blaðinu ekki borist af fundinum. Skarlatssóttar- banninu er nú létt af á Siglufirði og barnaskólinn tekinn til starfa aftur. Fundur verður haldinn í St. ísa- fold-Fjallkonan n. k. Föstudagskvöld, kl. 8,30. Áríðandi mál á dagskrá. Hafís nokkur hefir undanfarið ver- ið úti fyrir Vestfjörðum. Einn daginn í síðustu viku var hann landfastur við Horn og rak bá langt inn í ísafjarð- ardjúp. Töpuðu bátar frá ísafirði miklu af lóðpm þennan dag vegna ísreksins. Nú hefir ísinn lónað frá landinu aftur, Island fór frá Reykjavík kl. 6 í gærkvöldi, áleiðis hingað noiður. — Goðafoss er í Reykjavík. Alþýðumaðurinn kemur aftur út á Laugardaginn. í L /. pi lítil, sólrík, til leigu í * M “ ” Oddeyrargötu 1. Innflúensan er komin til Norðfjarð- ar og breiðist nokkuð út í kaupstaðn- um. Sjúkiingar fá um 40 stiga hita og eru illa haldnir. Hafa nærliggjandi héruð sett Norðfjörð í samgöngubann. Nýlátnar eru ungfrú Olga Bebensee hér í bænum, húsfrú Kristín Hall- giimsdóttir að Búlandi í Arnarnes- hreppi, og á Djúpavogi, ekkjan Guð- rún Vigfúsdóttir, móðir Baldvins Jónssonar verslunarmanns hér í bænum. Ábyrgðarmaður Erlingur Friöjónsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.