Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.03.1933, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 07.03.1933, Blaðsíða 5
Aukablað 7. Mars. 1933 ALf’ÝÐUMAÐUKINN 5 Frá Siglufirði. Eitt fyrsta verk Siglfirðinga, eftir að samkomubanninu var aflétt, var að efna til borgarafundar út af skarlatssóttarmálinu þar á staðnum og aðstöðu héraðslæknisins til he;l- brigðismálanna í bænum. Verka- mannafélagið boðaði til fundarins og var hann haldinn 7. Febrúar s. I. Eftirfarandi tillaga frá Jóhanni F. Ouðmundssyni (Alþýðufl.m.) var samþykt með 187 samhlj. atkv.: »Fjölmennur borgarafundur, hald- inn á Siglufirði 7. Febr. 1933, lítur svo á, að héraðslækriirinn á Siglu- firði, hr. Guðmundur T. Hallgríms- son, sé bæði heilsuveill og vín- hneigður og hafi þar að auki sýnt alvarlegt hirðuleysi eða ódugnað í mörgum tilfellum. Fyrir rúmu ári síðan lofaði héraðslæknirinn bæjar- stjórninni því, að taka sér aðstoð- arlæknir, og viðurkendi þar með sinn eigin vanmátt. Þetta loforð sveik hann þó þegar til kom, og eru nú afleiðingar þess að koma í Ijós. Þegar minnst er þeirra at- burða, sem með nokkru millibili hafa endurtekið sig á Nýja-Kleppi, verðum við Siglfirðingar að álíta, að stundum sé lækni vikið úr embætti og rannsókn fyrirskipuð, þótt meiri sakir séu ekki fyrir hendi en þær, er hér eru bornar á héraðslæknirinn. Fundurinn lítur því svo á, að þar sem þetta er ekki fyrsta skiftið, sem óánægja hefir brotist út gagn- vart héraðslækninum, og menn úr öllum stjórnmálaflokkum standa að þessu, eins og sjá rná á undir- skriftunum fyr í vetur, þá sé full á- stæða fyrir landlæknir og hlutað- eigandi ráðherra að taka þessar um- kvartanir alvarlega. Ennfremur skal bent á það, að þap sem vitanlegt er, að landlækni er vel kunnugt um það, að héraðslæknirinn á Siglufirði er ekki starfi sínu vaxinn, þá er það skýlaust brot á 20. grein laga nr. 47 frá 23. Júní 1932, ef hann skýrir ekki ríkisstjórn frá málavöxt- um, og jafnframt brot á sömu grein, ef hlutaðeigandi ráðherra leitar ekki álits læknadeildar háskólans.< Aðalbjörn Pétursson bar fram á fundinumm eftirfarandi tillögu í þrem liðum, fyrir hönd kommúnista: »1. Almennur mótmælafundur, haldinn að tilhlutun Verkamanna- félags Siglufjarðar 7. Febr. 1933, lýsir algerðu vantrausti á heilbrigð- isnefnd Siglufjarðarkaupstaðar, sök- um vanrækslu hennar á sóttvörn- um í sambandi við skarlatssóttar- faraldurinn hér s. I. haust. Ályktar fundurinn, að heilbrigðisnefnd og sóttvarnanefnd, með því að bregð- ast skyldum sínum, eigi sök á dauða þeirra manna, er dáið hafa úr skarlatssóttinni. 2. Fundurinn álítur sök bæjar- fógeta Guðmundar Hannessonar sérstaklega óafsakanlega sökum þess, að hann legst á móti sjálf- sögðum ráðstöfunum sökum þess, að þær kosti bæinn fé, og vanmet- ur þar með líf og heilsu bæjarbúa, sem hann samkvæmt embættis- skýrslu sinni er sjálfkjörinn til að vernda. 3. Aðalsökina telur fundurinn þó tvímælalaust hvíla á héraðslækninum Guðmundi T. Hallgrímssyni, sem hér hefir óskorað vald sem fulltrúi heilbrigðisstjórnarinnar og það eina embætti og skyldur að vaka yfir heilbrigði bæjarbúa. Snýr fundur- inn sér til landlæknis og heilbrigð isstjórnar með þá kiöfu að þegar verði hafin rannsókn útaf vanrækslu heilbrigðis- og sóttvarnarnefndar og embættisrekstri héraðslæknjsins þó fyrst og fremst. Fundurinn tel- ur líf og heilsu bæjarbúa f yfirvof- andi hættu á meðan sóttvarnar- valdið er í höndum jafn óhlutvandra og óhæfra ’manna og nú er, og sem viðburðir síðustu tíma hafa sannað svo eftirminnanlega.< Fyrsti liður till. Aðalbjarnar var feldur með 115 atkv. gegn Ó7, og annar liður með 125 atkv. gegn 62 — en þriðji liðurinn samþykktur með 83 atkv. gegn 55. Kommúnistar gengust aðallega fyrir þvf að Verkamannafélagið kallaði saman þennan fund og undirbjuggu hann að mestu. En þegar á hólminnakom, höfðu þeir ekki yfir að ráða nema 60—70 at- kvæðum, sem sást á atkvæðagreiðsl- unni um 1. og 2. lið till- Aðal- bjarnar. Um 3ja liðinn Iétu jafn- aðarmenft íhaldið og »Komma« bítast og sátu að mestu hjá, því till. var óþörf eftir að till. Jóhanns F. Guðmundssonar hafði verið sam- þykkt, en Alþýðuflokksmenn réðu öllu er þeir vildu á fundinum. Menn af öllum flokkum töluðu á fundinum, og sumir oftar en einu sinni. — (Eftir fréttabréfi af Siglufirði). Glepsur handa gauknum. Það er leiðinda skítverk að þurfa að snerta við þeim óþverra, er birt- ist í blaði »Komma«, Verkamannin- um öðru hvoru. Mest af efni þess blaðs eru persónulegar svívirðingar um einstaka menn og ógeðslegt lof um kommúnista sjálfa. — Mér er fremur óljúft að »ramba fram á ritvöllinn« til þess, að túlka fyrir landslýðnum, er blöðin les, hversu ómannleg og ógeðsleg er framkoma ýmsra stéttarbræðraminna, en »svo lengi má brýna deigt járn að bíti um síðir«. í 52 t.bl. f. árs er lýst *Sveita- fundi« á Sauðárkrók. Þar verð ég fyrir þeim heiðri að greinarhöf. gef- ur alþjóð lýsingu af mér — lýsingu sem er þó ekki nákvæmari en það, að ég dreg í efa að nokkur sá, er þekkir mig, muni láta sér detta í hug, að lýsingin ætti að eiga við mig, ef nafn mitt væri ekki nefnt í sambandi við lýsinguna. En ókunnir menn, sem aldrei hafa heyrt mín getið hljóta — eftir lýsingunni — að fá, ja vægast sagt dálítið óná- kvæma mynd af mér — mynd, sem tekin er eftir spésþegli kommúnist- anna hér, — En einu er ég hissa á, að eftir að greinarhöf. er búinn að lýsa hinni »óslökkvandi þrá til þess að láta eitthvað á sér bera« og á með þeim orðum við mig — að hann skuli þá fgra að vinna að því að auglýsa mig með því að skrifa þessa grein um mig í opinbert blað, af því mér skilst á sumu í greininni, að þessi verkalýðsvinur! muni ekki vera vinur

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.