Alþýðumaðurinn - 18.03.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn
3
Skólahátíð
Mentaskólans á Akureyri var hald-
in 2. þ.m. Hennar hefir ekki verið
getið hér í bæjarblöðunum enn
sem komið er, og langar mig því
til að biðja Aiþm. fyrir nokkrar
línur um hana, af því að ég tel
þessa samkomu engu óinerkari en
t.d. þorrablót, allskonar mót o.s.frv.,
sem blöðin æfinlega minnast á.
Hátíðin 'hófst kl, 8 síðdegis. —
Flutti skólameistari stutta ræðu og
bauð alla velkomna. Sátu undir
borðum um 250 manns í hátíðasal
skólans. Pórarinn Björnsson kenn-
ari flutti erindi um Parísar-borg og
lífið í Sorbonne-háskóla, þar sem
hann hefir dvalið við nám undan-
farin 4 ár Var erindið bæði mjög
fróðlegt og ljómandi skemtilegt. —
Pví næst fluttu 3 skólapiltar ræður:
Karl Strand frá Neslöndum, í 5.
bekk, tnintist skólans, Bragi Sigur-
jónsson frá Laugum, í 4 bekk,
íslands, og Broddi Jóhannesson, í
3. bekk, kvenna. Sungin voru 3
gamankvæði fyrir minni kvenna
eftir Ragnar Jóhannesson, í 5. bekk.
Af hálfu gesta töluðu þeir Bjarni
Jónsson bankastjóri, Sigurður Hlíð-
ar dýralæknir, Steingr. Jónsson bæj-
arfógeti og Steingrímur Matthías-
son héraðslæknir. Skólameistari
mintist nemenda skólans. Sungin
voru mörg lög undir stjórn söng-
kennarans, Björgv. Ouðmundsson-
ar. Veitingar voru aðeins kaffi með
brauði, og epli.
Eftir miðnætti er upp var runnin
Jónsmessa hins helga Hólabisk-
ups flutti Brynleifur kennari Tobi-
asson stutta ræðu um hinn helga
Jón eins og venja er til á hverri
skólahátíð. Að erindi þessu loknu
flutti Óskar Magnússon, stud. art.,
frá Tungunesi, drápu hrynhenda,
regin-snjalla, um Jón biskup, en
hann hafði ort hana sjálfur.
Dans var stiginn fram á miðjan
morgun. Pótti skólahátíð þessi hafa
tekist hið besta. Vín var eigi um
hönd haft heldur en endranær á
samkomum skólans og skemtu all-
ir sér því hið besta, þar sem engir
ölóðir menn og ölsjúkir voru til að
spilla gleðinni. S5 eigi vín á nokkr-
um manni né konu, og mun mega
fullyrða, að enginn hafi bragðað
vín á hátíðinni.
Skólinn var skreyttur hið glæsi-
legasta málverkum og myndum. —
Pótti mörgum sem væru þeir horfn-
ir inn í æfintýrahallir, svo dásam-
lega var frá öllu gengið. Stóðu
fyrir skreytingunni þau Brynja Hlíð-
ar og Haukur Helgason, bæði í 6.
bekk, en að listaverkum þessum
höfðu unnið auk þeirra Jór.as Snæ-
björnsson kennari og Óskar Magn-
ússon.
Græskulausar skopmyndir af
nokkrunl kennurum, skólasveinum
og gestum, héngu á gangveggjun-
um, og voru flestar þeirra vel gerð-
ar. Voru þær handaverk þeirra
Ragnars Jóhannessonar og Jörundar
Pálssonar. Sveinbjörn Finnsson,
umsjónarmaður skóla úti vjð, hafði
á hendi stjórn og undirbúning há-
tíðarinnar, og heppnaðist ágætlega.
Baldur Jónsson frá Eskifirði annað-
ist stjórn á bakstri, enda er hann
útlærður bakari.
Meðan setið var undir borðum
ávarpaði Einar Ásmundsson, frá
Hálsi í Fnjóskadal, skólann hlýlega
og hylti skólameistara, kennara og
skólasystkini fyrir hönd norðlenskra
stúdenta, sem komnir voru saman
í Reykjavík við þetta tækifæri. Enn-
fremur flutti formaður útvarpsráðs,
Helgi Hjörvar, skólanum árnaðar-
óskir. Var að þessu ánægjuleg til-
breyting og bar kveðja Einars vott
um hlýjan hug Akureyrar-stúdenta
til síns gamla skóla.
Skólahátíðin, þó að fátækleg væri
um mat og drykk og aðrar veit-
ingar, var svo vegleg og auðug
um fögnuð og andlega hressingu,
að hún getur verið til fyrirmyndar
öðrum, hvernig þeir eiga að skemta
sér. — L.l.
Ný reiðhjöl II
og allt til viðgerðar reið-
hjólum, í stærstu úrvali.
Steingr. G. Guðmundsson.
Sími 123. Strandgata 23. Sími 225.
Lyga-merðirnir.
Meðan Verklýðsfélag Akureyrar var
ekki búið að setja kauptaxta sinn,
gengu Lyga-merðir sprenginga-komm-
únistanna út um allan bæ og reyndu
að hræða fólkið á því, að verklýðs-
félagið ætlaði að lækka kaupið. —
Orðið hefir vart við einn mann, sem
trúði þessari lýgi marðanna, en aðrir
létu hana eins og vind um eyrun
þjóta. — Nú hefir málgagn marðanna
þanið sig út af því að helgidagakaupið
hafi verið lækkað úr kr. 3,00 niður í
kr. 2,50, eftir því sem það segir, og
mánaðarkaup að vetri úr kr. 250,00
niður í kr. 220,00. Hvað helgidaga-
vinnukaupið snertir er það þvættingur
að það hafi verið lækkað, því vesal-
dómur P. Porsteinssonar og Steingr.
Aðalsteinssonar var svo mikill í fyrra;
að þeir lækkuðu helgidagakaup við
síldarvinnu niður í kr. 2,00 um
tímann, en Verklýðsfélagið er að reyna
að hafa helgidagakaupið upp aftur
með því að setja í taxta sinn kr. 2,50.
Priggja króna kaupið, sem gilti fyrir
skipavinnu, hefir nálega aldrei verið
greitt, vegna þess að skip hafa ekki
verið afgreidd á helgum dögum, og
var því þýðingarlaust að hafa slíkan
taxta. Marðar-taxtinn, að vetrinum,
hefir aldrei verið haldinn. Hann var
settur í tíð Einars Olgeirssonar, sem
formanns Verkamannafélagsins, og
brotinn af öllum, sem mánaðarmenn
höfðu, þá þegar við nefið á Einari,
og hefir aldrei fengist lagfæring á því
síðan. Og sú lækkun, sem nú er gerð
á vetrartaxtanum, stafar af ómensku
Einars Olgeirssonar í fyrstu í að halda
honum uppi, og síðan þeirra Por-
steins og Steingríms, eftir að þeir
tóku við stjórn Verkamannafélagsins.
— Eins og kunnugt er um merðina,
fara þeir aldrei með annað en róg og
ósannindi, og því hafa þeir ekki vilj-
að geta þess í málgagni sínu, að
Verkíýðsíélag Akureyrar hœkkar helgi-
dagakaup og eftirvinnu karlmanna
viö síldarvinnu frá því sem áður var,
og alt kaup kvenna við fiskvinnu, —
En þetta kaup lækkaði Verkamanna-
félagið og kvenfélagið stórlega f fyrra,
fyrir ómensku og læpuhátt Porsteins,
Steingríms og Elísabetar.
Leikfélagið leikur »Hinrik og
Pernilla* og »Fröken Júlíac 1 Sam-
komuhúsinu annað kvöld, kl. 8,30.