Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.03.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.03.1933, Blaðsíða 2
2 AL'ÞÝÐUMAÐURINN B. S. A. — Sími 9. um hverjir það eru, sem flytja bæj- arstjóranum einnig hótun um mis- þyrmingu á borgurum bæjarins, ef elcki sé gengið að öllum kröfum, sem fram eru settar af uppreistar- mönnunum. Hérmeð skorum við undirritaðir á yður, herra bæjarstjóri, f. h. Verka- mannafélags Akureyrar, aðþér kallið saman opinn bæjarstjórnarfund í dag til að ræða kröfur þær, sem Verka- mannafélagið hefir gert í kaupdeilu þeirri, sem nú stendur yfir. Akureyri, 16. Mars 1933. (Sign.) Magnús Gíslason. — O. K E. Magnásson. — Kristfinnur Guðjonsson.- Ekki þarf að fara í grafgötur eftir sönnunum um það, hvað hafi átt að gera með opinn fund í bæjar- stjórninni, um kröfur uppþotsmann-- anna. Tilgangurinn með slíkum fundi var vitanlega enginn annar én sá, að stefna þangað öllum þeim lýð, sem hótar að beita mis- þyrmingum, ef ekki sé látið að vilja hans í i einu og öllu. Lýð, sem heimtar að bæjarstjórnin Idti af höndum störf sín í hendur lands- hornamanna þeirra, sem hingað hafa verið sendir til þess að standa fyrir óláturn uppþotsmannanna. Lýð, sem meinar verkamönnum bæjarins að vinna fyiir brauði handa sér og fjölskyldu sinni. Lýð, sem veldur því að sjómennirnir fá ekki nauð- synlegt efni til fiskveiða sinna. Lýð, sem lifir á því, er fátækur yerkalýður verður að leggja beint og óbeint til framfærslu hans. Engiri þörf er á því að fara mörgum orðum um hvaða afleið- ingar yrðu af því, ef bæjarstjórn Akureyrar léti undan þeim kröfum, sem settar eru fram í því bréfi uppþotsmannanna, sem birt er hér að framan, því flestum munu vera þaer Ijósar. En til skýringar má þó benda á að þetta fólk, sem kröfu gerir til þess að því sé feng- inn í hendur ráðstöfun á atvinnu- bótavinnunni, mun vera öðrum bæjarbúum þekkingarsnauðara á högum þeirra manna, sem þessarar vinnu eiga að njóta. Enda mun tilgangur þessarar kröfu eingöngu sá, að koma að þessari vinnu mönn- um þeim, sem óaldarliðið vill ala á fé bæjarins, en bægja öðrum frá vinnunni. Er það enn fráleitara að bæjarstjórnin afsali sér yfirráðum yfir atvinnubótafé bæjarins, heldur en annari vinnu sem undir hana heyrir, enda myndi ekki verða látið sitja við þessa einu kröfu um yfir- ráð á vinnu í Akureyrarbæ, ef ó- aldarliði þessu héldist uppi að heimta í sínar hendur þá vinnui sem sér- staklega er ætluð þeim, sem minsta atvinnu hafa haft að undanförnu hér í bæ, og ráðstafa henni til sinna gæðinga. Eftir að þetta er ritað berast þær fréttir af Siglufirði, að skipstjórinn á Novu hafi undirskrifað samning við kommúnisfa þar um að flytja ekki Akureyrarvörurnar aftur til Ak- ureyrar er hann kemur að sunnan. nema með samþykki Verkamanna- félagsins þar og hér, en vissa er fyrir því að það samþykki fæst ekki, og verða því vörurnar settar á land í Reykjavík, eða fluttar út aftur. Uppþotsmennirnir hér hafa því skjallega sannað það með samn- ingnum við skiostjórann á Novu, sem gerður er að undirlagi þeirra, að öll iðja þeirra hér að undan- förnu hefir verið sú að reka þá atvinnu úr bænum, sem skapast hefði með tunnuefninu, veiðarfær- unum, byggingarefninu og öðrum þeim vörum til aukningar atvinnu í bænum, sem Nova hafði innan- borðs. Er óhætt að fullyrða að sá skaði, sem verkafólkið til lands og sjávar hér um slóðir hefir orðið fyrir við uppþot þessa ógæfuliðs skifl- ir mörgum tugum þúsunda. Verður það betur skýrt síðar. á 8 kr. pokinn, nýkomnar í Versl. Oddeyri. prófastsekkja frá Hrafragili and- aðist að beimili sonar síns Stefáns Rafnar, í Reykjavík 16. þ.m,, 75. ára að aldri. Frú fórunn var hin mesta gáfu- og fríðleikskona. Einnig var hún annáluð fyrir höfðingsskap og gæði við alla þá, sem voru minni máttar eða liðu. Veit eg að margir af þeim munu nú minnast hennar með söknuði og þakklæti. Þá munu þær ekki allíáar, konurnar í Eyja- firði, sem minnast þeirra stunda, er þær voru við híjnnyrðanám hjá »frúnni á Hrafnagili,< því á því sviði var hún svo vel ment að landfleygt var. Þó frú Þórunn ætti háan aldur að baki, er hún lést, munu þeir marg- ir, vinir hennar frá fyrri og síðari árum, sem hefðu óskað lengri sam- veru með henni. Þeim mun mörg- um fara eins og mér, að þegar þeír minnast samveru sinnar með frú Þórunni, skilja þeir til fullnustu orð skáldsins og spekingsins: íJ’ar sem góðir menn íara, þar eru Guðsvegir.* * Pýskaland. Eins og stjórnmálaásigkomulag Þýskalands er nú mörgum umhugs- unarefni, svo er og jafn erfitt að fá þaðan fregnir, sem byggjandi er á. Eins og stendur eru öll blöð jafn- aðarmanna bönnuð. Utvrarp og sími er í höndum facista og ekkert látið uppi annað en það, sem talið er til hagnaðar fyrir hina nýju stjórn og fylgifiska hennar. Það sem alheim,- ur fær að vita um ástandið er aðal- lega það, að kommúnistar eru ofsótt- ir af fullri grimd, enda hefir stjórn- in lýst yfir því að hún ætli að ganga af öllum kommúnistum dauðum, þeg- ar á fyrsta missiri. Því verður held- ur ekki neitað, að henni hefir orðíé vel ágengt með þetta. Eins og við

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.