Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.03.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 21.03.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn mátti búast, þegar hraðvöxtur komm- únistaflokksins undanfarið er athug- aður, reyndist hann rótlaus að sama skapi. Þegar facistastjórnin tók að fangelsa og ofsækja foringja kommúnistanna, fór fjöldinn að streyma yfir þangað, sem hann fann að hinn stei'kari stóð'; Þegar í al- ríkisþingkosningunum var það vitað að mikið af því liði, sem áður hafði kosið með kommúnistum, hálsaði yfir til facistanna. Við sveitastjórn- arkosningarnar rétt á eftir sýndi þetta sig enn betur. Þá rýrnaði kommúnistaflokkurinn að sama skapi, sem facistaflokkurinn óx, og það einmitt í stórborgunum, þar sem kommúnistaflokkurinn hafði vaxið örast árin á undan. í sigurgleði sinni yfir niðui'lögum kommúnistanna hefir facistaflokkur- ;inn líka sett sér það takmark, að þurka út þýska jafnaðarmannaflokk- inn. Vafalaust xeisir stjórnin sér þar hurðarás um öxl. Jafnaðarmanna- ■jflokkurinn er smám saman vaxinn upp með hinni þýsku þjóð. Flokkur- inn er henni svo samgróinn og stend- ur svo fösturn fótum, að hann verð- ur ekki »þurkaður út«. Kommún- .istaflokkurinn einn gat unnið honum ískaða, en aðrir flokkar ekki. Skyld- 'leiki stefnu og markmiðs þessara flokka, getur vilt sýn um tíma, og gerði það, svo nokkur hluti jafnað- armanna lenti yfir til kommún- ista, en það átti fyrir þeim að lig’gj3. eins og jafnaðarmönnum ann- ara landa, sem vilst hafa inn á sömu- braut, að reka sig á það, að starfs- aðferðir kommúnista eru ekki sigur- vænlegar, en æsa hins vegar svart- asta auðvahiið til hermdarverka. Augunum verður ekki lokað fyrir þvf, að í raun og veru eru það kommúnistarnir í Þýskalandi, sem sett hafa facistana þar til valda. Æsingar og ærslagangur kommún- istanna hefir gefið auðvaldinu tilefni til að beita starfsaðferðum, sem ekki þróast í þjóðfélagi, þar sem stjórn- málaflokkarnir eigast við á þeim vettvangi er almennastur er. Komm- únistar boðuðu stríð, kollvörpun ríkj- ajidi þjóðskipulags, morð og útlegð yfirstéttanna, ólöghlýðni og yfirgang. — Auðvaldið svaraði; T þeim mæli, er þér mælið öðrum, skal yður mælt verða. Og auðvaldið barmafylti mæl- inn. Lét framkvœmdir koma á móti hótunum kommúnistanna. Það not- aði æsingar kommúnistanna til að æsa upp á móti þeim. Hótanir þeirra um morð og manndráp, til að myrða þá sjálfa. Eggjanir þeirra um ólög- hlýðni og yfirgang til aö yfirstíga þá með lögleysum og yfirtroðslum. Kommúnistar verða að bíta í það súra epli, að þeir hafi alið facista- flokkinn við brjóst hinnar þýsku þjóðar og gefið honum völdin í landinu. Hefðu kommúnistarnir ekki skilið sig frá jafnaðarmannaflokknum í Þýskalandi, hefði sá flokkur verið ráðandi í landinu og facistaflokkinn skort öll vaxtarskilyrði og lífsmagn. Áætlun Rússanna og undirróður í Þýskalandi hefir svift þá vinsamlegu jafnaðarmannaríki, og skapað fjand- samlegt facistaríki í þess stað. Þetta getur orðið næsta örlagaríkt fyrir rússneska verkiýðsríkið, og ekki síður tyrir verkalýð allra landa, sem kommúnistarnir hrópa nú á að duga Rússlandi í einu og öllu. Starfssaga og niðurlag kommúnistaflokksins í Þýskalandi sýnir að það verður síst gert með aðferðum kommúnista. Friðsamleg vinna jafnaðarmanna- flokkanna verður þar miklu drýgri til giftu, þrátt fyrir skilningsleysi Rússanna sjálfra á þessu. Skæðadrífa. Fantaháttur. Blað kommúnista segir á Laugar- daginn að Alþýðumanninum og ís- lendingi hafi alveg borið saman í frásögnum um uppþot þeirra við Novu, og er undrandi yfir því að íslendingur skuli halda taum verka- lýðsins í þessu máli. Reynslan hefir þá sýnt með þessu að fantaháttur kommúnistanna getur gengið svo langt gagnvart verkalýðnum, að römmustu andstæðingar hans, eins og íhaldsblöðin, gangi í lið með verkalýðnum. Mun þess lengi getið í sögu Akureyrar, að þessi eindæma tíðindi hafa gerst. R C/J -bilar bestir. símj 260 Kvensokkar frá kr. 1,50 »Korselett« — — 3,75 Kvenbolir — — 1,75 Handklæði - — 0,65 Herrabindi — — 1,25 o. m, fl. ódýrt. Branns Verslun. Páll Sigurgeirsson. Frá Esktirðingum, Eins og marga rekur minni til, gengust kommúnistar á Eskiíirði fyrir því í vetur, að sendinefnd var gerð út á fund ríkisstjórnarinnar, til að fá hjá henni fé til atvinnubóta eystra þar. Nefndin krækti í 10 þúsund hjá ríkisstjórninni, en þegar heim kom, kom í ljós að rösk tvö þús. af þessari upphæð þurftu að ganga til sendinefndarinnar, bæði upp í íerðakostnað og svo tóku neíndar-- mennirnir 11 króna kaup á dag, hver þeirra, meðan þeir voru í ferð- inni. Einnig kröfðust þeir atvinnu- bótavinnunnar f eins ríkum mæli og þeir, sem heima höfðu setið, Er þfctta tekið eítir sögusögn manns að austan. — Tímakaup og sektir. Á Sunnudaginn gáfu kommúnistar út dreifimiða og kendu Verklýðs- sambandi Norðanlands króann. Er þar sagt, að rnenn þeir, sem lögregu- stjóri hefir skipað, lögreglunni til að- stoðar, ef á þarf að halda til að bæla niður uppþot í bænum, eigi að hafa tvœr króniw á tímann, og átta þús- und króna sekt liggi við að óhlýðn- ast skipuninni. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglustjóra, er þetta hvort- tveggja haugalýgi, en V.S.N. hefir bent þarna á auðfundinn veg fyrir hið opinbera að græða á laglegan

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.