Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 02.05.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 02.05.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 Sjðmennirnlr og slysavarnirnar. Viö skipströnd og sjóslys erum vér íslendingar alvarlega mintir á það, hve miklu er ennþá áíátt um liftryggingu og öryggi sjómanna vorra, sem verða stöðugt að heyja hina örðugu og hættulegu baráttu úti á hafinu, og við strendur lands- ins. Sæíarir vorar og sókn á haf út eru hættuspil vegna vöntunar vita og sjómerkja á svo mörgum stöðum. Líf fjölmargra vorra bestu drengja, og hamingja margra heim- ila er í veði, hvenær sem stórhríðar geysa hér við land. Tugir íslend- inga hafa látið lifið á hverju ári vegna ónógra slysavarna. Þetta er djörf fullyrðing, en hún er sönn. Sönnun þessarar fullyrðingar má finna í skýrslum Slysavarnafélags ís- lands. Á árunum 1880—1926 drukn- uðu að meðaltali 70 manns hér við land á ári hverju. En siðan Slysa- varnafélagið var stofnað, eða árin 1928—1931 hefir druknunartalan lækkað niður í 39 á ári að meðal- tali. Og með æ öflugri starfsemi þessa félags, má lækka þessa tölu ennþá meir. Þetta sýnir hversu druknanir hér við land hafa svo oft áður orðið vegna ónógra slysavarna. Með auknum slysavörnum þ. á. m. fjölgun vita og sjómerkja, má auka stórkostlega öryggi sjómanna vorra. Og að því verðum vér íslendingar að vinna ötullega á næstu árum. Vitakerfi íslands er mjög ófull- komið, vita vantar alveg á hættu- stöðum, annarsstaðar eru þeir of smáir og veikir. Leiðarljós og inn- siglingarljós eru langtum of fá. Vörður og mið á skerjaleiðum sömu- leiðis. Hljóðdufl og vitar á skerjum gætu mjög afstýrt ströndum, en þau eru hér aðeins þekt og meira ekki. Úr þessu þarf mjög að bæta. Vér gerum of lítið fyrir sjómenn vora, jafn þýðingarmikla og fjöl- menna stétt. í’efta þarf að breytast, hér þarf alþjóða-alúð og hugsun að koma til. Erlendis eru reist minnis- merki yfir fallna sjómenn og her- menn. Vér reisum mðrg mlnnis- merki í allskonar tilefnun, og er það oss til sóma. En hér eru engin minnismerki til yfir fallnar sæhetjur. Sýnir þetta best, hve enn er áfátt alþjóða-alúð gagnvart sjómönnum vorum. fað er tvíþætt starí, sem vér þurfum að ástunda og efla. á þessu sviði: Að halda uppi minn- ingu vorra vösku sjómanna, og að auka ör^'ggi sjómannastéttarinnar. Vér þurfum að horfa um öxl og líka horfa fram. Enn vér getum sam- einað þetta með því, að gera hvort- tveggja í senn, að láta það, sem vér gerum í framtíðarþágu vera um leið minnismerki yfir fallna sjómenn vora. Látum hugmóð vorn og harm yfir hinum tíðu sjóslysum vera mátt- inn, sem ber uppi nytsamt og göf- ugt starf, til að varðveita líf vorra ástkæru íslensku sjómanna og ham- ingju margra heimila, Eflum Slysa- varnafélag íslánds. Heiðrum sjó- menn vora. Látum rísa Talisman- vitann á Sandanesinu. Stg. Oíslason. Úr bae og bygð. Gamanvísnakvöld Jóns Noröfjörð á Sunnudaginn, var ágætlega sótt og var söngvaranum og efni því, er hann hafði að bjóða, ágætlega tekiö eins og vant er. Aðal þáttur skemt- unarinnar var frásögn frá Novu- uppþotinu, í sjö köflum og bar nafn- ið Verkfallskantata. Er flokkur þessi yfirleitt vel ortur og vfða smellinn og fyndinn. Vélbáturinn >Bjarmi« af Dalvík fór í róður á Laugardagskvöldið og er ekki kominn fram enn. Sást hann sfðast norðvestur af Grímsey. Eru menn orönir hræddir um að bátur- inn hafi farist. Nýlátnar eiu báðar húsfreyjurnar í Saurbæ í Eyjafirði, Fjóla Stefáns- dóttir, kona Eiríks Elíassonar, og I^órey Friðriksdóttir, kona í’órólfs Sigurðssonar, sú síðartalda frá 4 börnum. Báðar þessar konur voru ungar, og hefir dauðinn gengið ó- venju nærri þessu heimili á skömm- um tfma. Þá er nýlátinu Kristján Jónasson fyrv, bóndi á Draflastöð- um, 70 ára gamall. Ljúsmúðurstörf. Undirrituð tekur að sér ljós- móðurstörf í Akureyrarbæ frá 1. maí þ. á. Þorbjörg Guðmundsúóttír. Strandgötu 9. — Sími 214. Fermingarfút — á drengi — fást í Kanpfél. Terkamanna. Peysufatakápur og Skinnkápurnar ódýru og vænu, fást í Kaupfél. Verkamanna. í gærmorgun fannst Helga Jóns- dóttir, Lækjargötu 6, hér í bænum. örend í fjörunni íram af bæjarfógeta- húsinu. Helga var stúlka um tví- tugsaldur, dóttir Jóns heitins Tóm- assonar ökumanns, hin gerfilegasta og vel látin. Er ekki vitað hvernig dauða hennar hefir að borið. Lík- skoðun fór fram í gær, og réttar- höld út af þessu slysi, en ekki hef- ir blaðið. getað fengið nánari fréttir aí þessum sorgarviðburði. íslenska vikan hófst á Sunnudag- inn. Aðal hátíðabrigðin hér 1 bæn- urn voru í því fólgin, að Skátar gengu um götur bæjarins með flögg og auglýsingaspjöld. — Voru tvö þeirra með all einkennilegum hætti.' Annað var smáútgáfa af skipum Eimskipafélagsins — smáskipstæling af >Fossunum«. — Hitt var risa- vaxin síld. í*essu fylgdu svo til- heyrandi auglýsingar um að nota íslensk skip og borða Islenska sfld o. s. frv.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.