Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 06.06.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 06.06.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 Til athugunar. Pingrof fer fram þessa dagana. — Kosningar fara fram i næsta mánuði. Vegna þess herbragðs er kommúnistar léku hér við síðustu kosningar, að véla alþýðuflokkskjósendur til fylgis við frambjóðanda Kommúnistailokks- ins með því að Ijúga þvi að flokk- arnir stæðu báðir að framboði hans, eru alþýðuflokkskjósendur alvarlega varaðir við þessum og þvíiíkum her- brögðum, sem vissulega verða notuð nú af kommúnistum. Alþýðuflokks- stjórnin ákveður framboð fulltrúa flokksins bér í kjördæminu strax og kosningat hafa verið ákveðnar, sem verður þessa dagana. Og verður þá þegar farið að starfa að kosningu hans. — Alþýðuflokksmaöur. Alþingi var slitið á Laugardaginn fyrir Hvíta- sunnu, og hafði þá setið í 109 daga. Alt var drifið í gegn síðustu dagana. Fjárlögin með alt að 1. milj. tekju- halla. Ríkislögreglan, nokkuð þóóskað- legri en ríkisstjórnin ætlaðist til í fyrstu. Mestur hlutinn af tollhækkun- tim stjórnarinnar, skattaálögur allar nema það, sem leggja átti á þá rík- ustu. Gengisviðauki án tillits til gengismismunar. Kreppumálahum- bukkið flaut líka með. Samþyktar voru 300,000 krónum til atvinnu- bóta í landinu, í stað 1, milj. er al- þýðufulltrúarnir vildu vera láta. Sam- þykt var að stjórnin mætti draga úr öllum framkvæmdum, er fjárlögin gerðu ráð fyrir, um alt að lji. Stjórn- arskrárbreytingin slampaðist líka í gegnum ^þingið og verður þvi þing rofið og kosníngar fará fram f næsta mánuði Pótt þingið væri langt, var það afkastalítið að sama skapi. Aðal svipur þess mótaðist af káktilraunum til að létta undir með bændum, álíka veigamiklum og »hjálpinni« með samþykt norsku samninganna. Vægasti dómur um þingið myndi verða eitt- hvað á þessa leið: Rað vildi lítið.— Gat lítið. — Og gerði lítið til gagns þjóðinni. Vinnufatnaður á karlmenn og unglinga. Fjölbreyttast úrval! Lægst verð! Vinnuvetlingar (þykkri tegund) — á 90 aura parið. BRAITNS-VERSLUN Páll Sigurgeirsson. Mjúlkur veitingar. Víða, einkum á norðurlöndum, er nú mikið barist fyrir aukinni mjólkur- neyslu. — Menn segja, sem satt er, að mjólkin sé bæði matur og drykk- ur og eigi því alsstaðar að koma í staðin fyrir Ölið, og útrýma því. — í Svíþjóð er nú að minsta kosti í fimm borgutn mjólkur-veitingahús eða »Mjó!kurbar« eins og það er kallað. — Petta er áreiðanlega hreyfing, sem á framtíð fyrir höndum. En manni verður óajálfrátt á að spyrja: Væri ekki hægt að gera eitthvað meira fyrir aukna mjólkurneyslu almennings hér en gert er? — í Dahmörku segir Larien Ledet, að Danir geti leyst úr iandbúnaðarkreppunni, og þar með úr vandræðum landsins með því að drekka mjólkina, en láta ölið vera. Pessu hefir enginn getað mótmælt. En gætum við íslendingar ekki einnig greitt talsvert úr kreppunni — og fleiri vandræðum, ef við drykkjum mjólk í stað ölsins og annars verra, sem hér er drukkið — okkur bæði ttl skaða og skammar? *Sókn« Pað hefir tvívegis veriðð vikið að því hér í blaðinu áður hve iítið vér fsiendingar gerðum að því að fá fólk- ið til að drekka mjólk. Það virðist þó sérstaklega vel við eigandi að mjólkin væri gerð að þjóðardrykk vorum. Ekki eru hitarnir hér á landi D o f) -bílar bestir. JD.O.W. sími 260 Til sölu: Barnavagn og legu- bekkur í Glerárgötu 10 (niðri). svo miklir, að þörf sé sérstaklega kælandi drykkja. sem sumar aðrar þjóðir hafa svo mjög um hönd.. Ekki er mjólkin hjá oss svo slæm, að hún þoli ekki samanburð við aðra drykki, Og nú á þessum síðari og »íslenskari« tímum verður islensk framleiðsla ekki betur studd með öðru en að neyta aðal framleiðsluvöru fjöl- mennustu stéttar landsins, sem og líka er í mikilli þörf fyrir að koma mjólk- inni í verð. Væri úr vegi að stefna að því að gera ölstofurnar í kaupstöð- um landsins að mjólkurstofum, og vilja ekki veitingahúsin og kaffihúsin hafa mjólkina meir á boðstólum en verið hefir? Burt með áfengi, öl og »landa«! Mjólkina í staðinn! Gerum alt árið að einni íslenskri mjólkurviku. Póstbfllinn er búinn að fara eina ferð milli Reykjavíkur og Akureyrar, og gekk terðin sæmilega vel. Kemur bíllinn næstu ferð á morgun og fer suður aftur á Fimtudaginn. Tekur far- þega og póst. Sæti verða seld á pósthúsinu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.