Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 25.07.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 25.07.1933, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUHAÐUBBM B. S. A. — Sími 9. Vestur Skaftafellssýslcr. Gísli Sveinsson 387 — Lárus Helgason 365 — Strandasýsla: Tryggvi Pórhallsson (var einn í kjöri). — Eftir kosningarnar hefir íhaldið þá 20 þingmenn; hefir unnið 6 frá Framsókn. Framsókn 17 og Alþýðuflokkurinn 5. Vann 1 frá íhaldinu. Atkvæði hafa fallið þann- ig á flokkana og er þá tekið með- altal af atkvæðum frambjóðenda flokkanna í tvímenningskjördæmun- um: — fhaldið 17570 (1931, - 17455) Framsókn 9042 ( — — 13590) Alþýðufl. 6889 ( - - 6160) Kommúnistar 2672 ( — - 1165) Á þessu sést að íhaldiö hefir sama atkvæðamagn og 1931 og sigur þess byggist eingöngu á lakri kjörsókn hjá Framsókn. — Atkvæðatala hennar hefir lækkað um 4548, — Atkvæðatala Alþýðú- flokksins hefir hækkað um 729 og Kornmúnistafl. um 1507. — Um nýja stjórnarmyndun hefir ekki frést enn, en sjálfsagt vill íhaldið fá þar meiri hluta, þótt líklegt sé að éin- hver bræðingsstjórn verði sett á laggirnar nú á næstunni. Einnig hefir enn ekki verið ákveðið hve- nær þing verður kallað saman. Kosningin á Akureyri. Góður, betri, bestur Burtu voru reknir. Vondur, verri, vestur Voru aftur teknir, K N. Kosningaúrslitin hér á Akureyri sýna tvennt- Fyrst það, hve öfga- flokkarnir skeyta Htið um að hafa þjóðnýta menn í framboði, og hve kjósendum gengur erfiðlega að skilja þá ábyrgð, sem á þeim hvíl- ir, er þeir ganga að kjörboiðinu. — Allir voru sammála — jafnvel æst- ustu kommúnistar — um það, að frambjóðandi Alþýðuflokksins hér væri hinum frambjóðendunum fremri á alla lund. Samt fær hann fæst atkvæði. Petta sýnir Ijóslega, að megin hluti kjósenda gerir sér enga grein fyrir því hvort hann hagar sér rétt eða rangt á kjördegi, enda eru báðir flokkarnir, íhald og »kommar« samtaka um að kæfa þetta mikilvægasta atriði í sambandi við allar kosningar. Báðir flokkarn- ir voru í mestu beyglum með kosn- ingamat- íhaldið dáðlaust og ó- ánægt með hinn einstaka busa, er það hafði í framboði, og kommún- istarnir á nálum um að lygin, róg- urinn og skælur E. O. framan í kjósendur, ætluðu ekki að halda uppi fylginu’ sem með löngu starfi á undan kosningunum var búið að afla honum. Á síðustu stundu tók svo Ihaldið það til bragðs, til að hleypa lífinu í sinn flokk, að hræða kjósendur á Einari, þenja út fylgi hans í augurn þeirra og tókst með því að fá yfir á sig margt af kjós- endum, sem líklegastir voru til að kjósa annars þann manninn, sem fremstur var frambjóðendanna, en fóru yfir á Ihaldsframbjóðandann til að bjarga bænum frá þeirri sví- virðingu að senda E. O. á þing. — En auðvitað varð þetta til að lyfta meira undir Einar, en það sem Ihaldið græddi á þessu kosninga- bragði. Gum Ihaldsins af fylgi E. O. mun hafa lagt honum til hátt á annað hundrað atkvæði á kjör- degi, sem annars her.lu ekki á hann fallið, og þótt smán bæjarins hæði hámarki sínu, hefði E. O. náð kosningu, hefði það á parti verið gaman, fyrst Ihaldið fór að hlaupa undir hann á síðustu stundu. Útreikningar og framtíðaráætlanir E. O. í Verkam. eftir kosningarnar, eru álíka nærri réttu máli og annað, sem frá honum kemur, og verður það athugað á öðrum stað. Pað verður honum aðeins sagt strax, að hann mun mega fást við Al- þýðuflokkinn á Akureyri í framtíð- inni, á allt öðrum stað en hjá Ihaldinu. — Kosningiti í sýslunni. Blaðið hefir heyrt nokkra menn hafa orð á því, hve fylgi Alþýðu- flokksins virðist hafa gengið sam- an hér í sýslunni síðan 1931. — alÞyðumaðurinn, Gefinn út af Alþýðuflokks- mönnum. Kemur út á hverjum Þriðjudegi Áskriftargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Símar: 214 og 306. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. ---- / Prentsmiðja Björns Jónssonar. s___________________________y Petta stafar af því, hve kosningarn- ar fara fram á óhentugum tíma. — A annatíma er heiðarlegt fólk að bjarga sér og slær frá sér öllum kosningahugleiðingum. A annatíma hafa ekki aðrir en burgeisar Ihalds- ins og flugumenn, sem launaðir eru af rússnesku fé, tíma til að vinna að kosningum. Iðjufólkið, það sem í raun og veru ber hita og þunga þjóðarinnar, hverfur að miklu leyti út af stjórnmálasviðinu. Af þessu stafar að Ihaldið vinnur 6 þingsæti og kommúnistar auka atkvæðamagn sitt um meira en helming. Eins og nú er komið málum með þjóð- inni, vinnast engar kosningar nema með mikilli vinnu og harðvítugri sókn á kjördegi. Væri nauðsynlegt að alþýðuflokksfólk legði sér þetta vel á minni, því kosningar eru ekki langt undan, og þá verður að hugsa til meiri sóknar en átti sér stað í nýafstöðnum kosningum. Um helgina var búið að salta og sérverka 22,650 tunnur af síld. — A sama tíma í fyrra var söltun s/<i minni. Einnig voru 19,917 hl. af síld komið í bræðslurnar s.l. Laug- ardagskvöld. Síldin er alls ekki góð enn þá og virðist þessi mikla söltun svo snemma vera helst til ógætileg. —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.