Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 01.08.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 01.08.1933, Blaðsíða 2
ALJPÝfXJMADUaiNN B. S. A. - Sími 9. * « «A !• taka sjómanna um hækkað kaup, áður en þeir réðu sig á skipin, en ekki eftir að skipin væru farin á veiðar, eins og þeir voru að tala um í vor. Peir mundu lofa verka- lýðnum færra en efna því fleira. En af því að kommúnistarnir á íslandi eru ekkert annað en vika- piltar auðvalds og íhalds; vilja ekkert fyrir verkalýðinn gera, og starfa leynt og Ijóst að niðurlagn- ingu hans og tapi í öllum málum, lofa þeir — og svíkja, blaðra og rógbera; gera kröfur en vilja ekki fá þeim framgengt. Peita er það, sem verkalýðurinn verður fyrst og fremst að gera sér Ijóst, og haga sér eftir því. reiðslusvík tinars 01- i se vario ti! ' isiaia. Eins og vænta mátti hafa skatt- greiðslusvik Einars Olgeirssohar vakið geysimikið umtal í bænum, eftir að þau urðu kunn. Menn munu almennt hafa álitið, að allt blaður Einars um skaitlagn- ingu á hátekjur stæði dýpra en svo að fyrsta verk þessa manns yrði það, þegar hann sjálfur var orðinn hátekjumaður, að svíkjast undan að greiða þann nauða óverulega skatt, sem lagður yiði á hinar geysiháu tekjur, sem maður þessi hefir haft allt frá því, hann réðist framkvæmda- sfjóri Síldareinkasölunnar 1928. — Mönnum er, kunnugt um, að á þeim þremur árum, sem hann var í þjónustu einkasölunnar, fékk hann í laun 36 þús. kr. auk ferðakostn- aðar, sem nam t. d. eitt ár einka- sölunnar &—9 þús. kr, PeUa fé;, sem teljí má að Einar Olgeirsson hafi haft frá því opinbera, því einka- salan var stofnsett af Alþingi, hirti Einar með góðri lyst úr höndum hins borgarlega þjóðfélags, en þeg- ar fé almennings er búið að gera hann að hátekjumanni á bekk með Ólafi Thors og forstjóra Mjólkur- félagsins í Reykjavík, þá kemst þessi blaðurtunga kommúnistanna, langt niður fyrir auðvirðilegasta há- borgaralýðinn í hegðun sinni. — Pví ekki er kunnugt um að Ólafur og hans nótar svíkji að greiða til þess opinbera það, sem þeim að lögum ber. Einar Olgeirsson er því alveg einstæður meðal hátekju- manna þessa fátæka þjóðfélags í þeim efnum, að svíkjast undan skyldum, sem hátekjumanni ber að inna af höndurn. Blað kommúnistanna hér afsakar skattgreiðslusvikin með því að Ein- ar hafi varið fénu til »verklýðs- hreyfingarinnar«. Heyr fyrn mikil. Hvaða fé hefir Einar Olgeirsson varið til sverklýðshreyfíngarinnar«. Hér norðanlands er Einar Olgeirs- son kunnastur fyrir þau afskifti sín af verklýðshreyfingunni, að hafa með samherjum sínum, kommúnist- unum, murkað lífið úr tveimur sjó- mannafélögum, einu vélstjórafélagi, einu verkakvennafélagi og fjórum jafnaðarmannafélögum. Hvort mik- ið fé hefir þurft til þe->arar starf- semi verður að sönnu ekki rætt hér, en hafi Kveldúlfur og Mjólkur- félagið, samherjar Einars um þessa hluti, ekki lagt sæmilega fram af sinni hendi, verður að virða Einari til vorkunnar, þótt hann hafi reitt sig inn að skyrtunni til sli'kra verklýðsmála, þar sem innrætinu mun best svalað á þann hátt. En skaftgreiðslusvikin verða ekki afsökuð með slíku. Pegar maður hefir tekjur langt fram yfir þarfir, ber honum ekki íinasta að skila nokkrum hluta þeirra tekna til þess opinbera, heldur ætti allt sem um- fram er þarfir einstaklingsins, að fara til almenningsafnota- Verka- fólkið sér það og skilur, að meðan hátekjumennirnú" geta hlíft pyngju sinni með því að svíkjast undan að greiða skatt af þeim, eins og Einar Olgeirsson gerir, verður það María Markan, söngkona, er stödd hér í bænum og' ætlar að gefa bæjarbúum kost á að hlýða á söng sinn í kvöld kl. 9 í Nýja Bíó. fessi framúrskarandi vel gefna listakona hefir aldrei áður látið til sín heyra hér á Akureyri, en margir hafa hlustað á söng hennar í út- varpinu sér til stórmikillar ánægju. En þó verður að sjálfsögðu mikill munur á því að íá að heyra hana nú hér á söngpallinum, því ungfrú Markan er söngkona sem vert er um að tala og íslendingar mega vera stoltir af. Hana mun því ekki skorta tilheyrendur. Gunnar Sigurgeirsson veróur söngkonunni til aðstoðar með undir- leik á slaghörpu. X. ¦ ¦¦¦¦i imaammmmmmcsmmfmim^mBmBmsam að greiða gjöldin í ríkissjóðinn með tollum á kaffi, sykri, fatnaði og öðrum lífsnauðsynjum. Einar OI- geirsson er því rneð skattgreiðslu- svikum sínum, að velta byrðinni af eigin herðum yfir á verkalýðinn, tekjuminnsta fólkið, fátækasta fólk- ið, sem Iátið er greiða tolla í ríkis- sjóðinn af nauðsynjavörum, sem það kaupir. Blað kommúnistanna gefur ískyn, að Einar Olgeirsson hafi verið hjálp- samur, þegar hann var hér með háu tekjurnar hjá einkasölunni. — Sú hjálpsemi mun fáum kunn, enda algerlega á móti kenningu Einars og samherja hans, að fólkinu eigi að hjálpa. »Sulturinn er bestur«, sagði Jens Figved. Elísabet Eiríks- dóttir sagði einnig eitt sinn á bæj- arstjórnarfundi, að best væri að fara sem verst með þurfalinga bæj- arins, því þá kæmi sæla byltingar- innar fyrri, og sama ungfrú greiddi atkvæði, ein af allri skólanefnd barnaskólans hér, á móti því að þegnar væru gjafir af borgurum bæjarins til þess að börn fátækra Yeikamannaheimila feneju gefins brauð og mjólk í bamaskótanum. »Sulturinn var bestur* að áliti ung- frúarinnar, og hvað myndi Einar Olgeirsson fara að haga sér á aðra lund en lærisveinar hans, Figved

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.