Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 08.08.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 08.08.1933, Blaðsíða 2
A LFÝDUMA ÐlWllXX B. S. A. — Sími 9. af þeim fór til tilraunastöðvanna inn- an Ræktunarfélagsins.« Af því sem hér er sagt að framan, er það Ijóst að Trjáræktarstöðin innan við kirkjuna er móðir skógræktarinnar hér á land', og sú fyrsta tilraun, sem gerð hefir verið innan lands til þess að rækta fjölbreyttar trjátegundir, að frá þessari stöð hafa árlega farið út um alt Norðurland mörg þúsund trjá- plöntur, meðan hún var i höndum hins áhugasama trjáræktarmanns J. Chr. Steph., og Ræktunarfélag Norðurlands notaði þessa Trjáræktarstöð eftir að það var stofnað 1903, sem móðir þeirrar trjáræktar. sem það hafði með höndum hér Norðanlands, þó Trjá- ræktarstöðin væri eign Norðuramts- ins og kostuð af því. En sú breyting verður á um þessa Trjáræktarstöð árið 1908, að Ræktunarfélag NorðuHands tekur þá við henni af Norðuramtinu, og segir svo um það í Ársriti félags. ins fyrir það ár. »Eins og félagsmönnum Ræktunar- félagsins er kunnugt orðið, hefir amts ráð Norðuramtsins afhent Ræktunarfé- laginu Trjáræktarstöðina á Akureyii til eignar og umráða, og er það Rækt- unarfélaginu gleðiefni að geta getið hennar í ársriti sínu, sem einhvers hins blómlegasta trjáreits hér á landi.« Og ætla mætti að REktunarlélfgi Norðurlands væri Trjáræktarstöð þessi sá menjagripur, sem það vildi ekki glata úr eigu sinni af fjölmörgum á- stæðum. Félagið hefir þegið stöð þessa að gjöf og hefir hún að sjálf- sögðu verið gefiri í þeirri góðu trú að félagið væri færara en einstakling- ur eða aðrar stofnanir, að annast um að móðir skógræktarinnar á Norður- landi gengi ekki kaupum og sölum manna á milli eins og prangvarning- ur. Stöð þessi er lifandi minnisvarði Páls Briem, Sigurðar Sigurðssonar búnaðarmálastjóra, Stefáns Stefánsson- ar skólameistara og J, Chr, Stephans- sonar og fleiri áhugamanna um skóg- rækt, og sem upp úr síðustu aldamót- um gengust fyrir stofnun Ræktunarfé- lags Norðurlands, en Páll Briem er ekki lengur formaður Ræktunarfélags- ins eins og hann var fyrsta ár þess, og Sigurður Sigurðsson er horfinn frá framkvæmdastjórn þess fyrir löngu. Pað er því ef til vill eðlilegt tákn tímanna, að stjórn Ræktunarfélagsins leggur fram tillögur á aðalfundi félags- ins 18. Júní 1932, um að henni sé heimilað »að selja Trjáræktarstöðina við kirkjuna« og að tillaga þessi er samþykkt með 9 atkv. gegn 6. Núverandi stjórn Ræktunarfélagsins er það ekki vgleðiefni að &eta getið hennar í ársriti sínu, sem einhvers hins blómlegasta trjáreits hér á landi<, (leturbr. hér) eins og fram er tekið í ársriti félagsins 1908 bl. 22. Pað skal sagt fulltrúunum af Akur- eyri og einum fulltrúa úr Suður- Pingeyjarsýslu, til loflegs hróss, sem mættu á aðalfundi Ræktunarfélagsins 1932, að þeir létu bóka eftirfarand/ út af tillögunni um sölu á Trjáiæktar- stöðinni. Eftirtaldir fulltrúar óskuðu eftir að fá það bókfært, að þeir hefðu greitt atkvæði á móti ofangreindri tillögu: Jón Jónatansson, Bjarni Jónsson, Brynleifur Tobiasson, Jón Sveinsson, Kristján Jónsson, Jóhannes Friðlaugsson. Á síðasta bæjarstjórnarfundi lá fyrir umsókn frá Baldvin Ryel kaupmanni, um að mega byggja íbúðarhús í brekkunni ofan við Trj iræktarstöðina, og fylgdi sú skýring n nsókninni, að hann hefði í hyggju að kaupa Trjá- rækt3rstöðina. Parna er ekki ákveðinn byggingarstaður á skipulagsuppdrætti bæjarins, en sótt hefir verið um und- anþágu til skipulagsnefndar. Er talið að hún muni fást, og verður þá að byggja veg rétt við kirkjudyrnar til þess að komið verði byggingarefni í hús kaupmannsins. Pó Akureyrarbær hafi gefið land undir Trjáræktarstöðina og girðingu um hana í fyrstu, kemur stjórn Rækt- unarfélagsins ekki til hugar, að bjóða Akureyrarbæ stöð þessa til eignar þeg- ar félagsstjórnin hefir tapað svo sjónum á hinum upphaflega tilgangi Ræktunar- félagsins, að hún vill losna við yfir- ráðin yfir eignum þess. Sú ódæma afturför, sem lýsir sér í slíku framferði, er þó vonandi aðeins tímaspursmál sem hægt sé að lækna með breyttri og bættri stjórn á félaginu. En í þetta sinn verður því hneyksli ekki afstýrt sem stjórn Ræktunarfélagsins er að fremja með þvi að selja Trjáræktar- slöðina í hendur einstaks manns, með öðru móti en því, að Akureyrarbær hefjist handa og taki að sér að vernda þessar fyrstu menjar skógræktar hér á landi, sem stofnað var til árið 1900 með Trjáræktarstöðinni innan við kirkjuna. Um það verða allir góðir borgarar að taka höndum saman nú þegar. E. F. Zophonias Davíðsson, trésmiður, Brekkugötu 7, verður 80 ára á morgun, 9. ágúst. Hefir hann dvalið hér í bæ samfleytt í 26 ár. Zophonias er einn þeirra alþýðu- manna, sem unnið hefir af einstök- um trúleik allt, sem hann hefir starf- að um dagana Heldur hann til hjá dóttur sinni Soffíu, blómræktar- konu, sem dvalið hefir utanlands og lært þar blómarækt. Hefir hún nú sest að hér í bæ og byggt blómræktarhús á heimili þeirra feðgina. Er þessi bygging á blóm- ræktarhúsi algerð nýung hér í bæn- um og gleðileg nýbreytni fyrir gamla manninn að heimfa dóttur- ina heim á átttugasta ári hans, til þess að breyta ræktarlausum jarð- vegi ofan við húsið þeirra í blóma- reit sumar og vetur, því blóma- ræktinni á að halda við yfir vetur- inn með miðstöðvarhitun og raf- magnsljósum. Munu margir kunningjar gamla mannsins hugsa hlýtt til hans á morgun á áttræðisafmælinu. Kommúnistunum virðist ganga heldur báglega að framkvæma vinnustöðvunina hjá Hallgrími og Jóni, sem þeir hafa verið að hóta í meir en mánuð. Þessar 522 sálir sem, viltust á Einar Olgeirsson í síðustu kosningum, virðast ekki vera alveg í handraðanum hjá kommúnistum, þegar þeir ætla að framkvæma eitthvað, sem þeim finst vera svo dæmalaust nauðsyn- legt fyrir verkalýðinn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.