Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 15.08.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 15.08.1933, Blaðsíða 3
félag Akureyrar hefir náð þessari upphæð aftur að mestu leyti handa fiskverkunarstúlkunum, sem Elísa- bet og Steingrímur sviku af þeim í fyrra, með samningnum við fisk- verlcetídUr. En Elísabet og Steingrímur gefðu tfieira fyrir atvinnurekehdur í fyrra en að lækka kaupið við fiskverk- unina. Pau lækkuðu það líka geysi- lega mikið við síldarverkunina, bæði hjá síldarstúlkunum og karlmönn- unum, sem vinna við síldina. — Helgidagakaup karlmanna var lækk- að um krónu á timann; eftirvinna um 10 aura.; söltun á síld lækkaði hjá Elísabetu og Steingrími um krðnu á tunnu á sumum verkunar- aðterðum, og tímakaup kvenna frá 15 aurum upp í 25 aura á klst. Síldarsaltendur munu hafa grætt á þessum samningi sínum við Elísa- betu og Steingrím um 10 þús. kr. — miðað við það sem þeir þurfa nú að greiða samkvæmt samningi þeirrg við Verklýðsfélag Akureyrar. »Verkamaðurinn« bendir á Söltun- arfélag verkalýðsins og segir að síldarsaltendur geti greitt jafnhátt og Söltunarfélagið fyrir verkun síld- arinnar. En hvernið hefir Söltunar- félaginu gengið að standa í skilum með kaupgreiðslurnar? — Margir verkamenn tiga eftir af kaupi .sínu hjá þessu félagi svo hundruðum króna skiftir, síðan í hittéðfyrra. — Á útmánuðunum í vetur var fþetta félag að greiða það síðasta af kaupi verkafólksins frá surnrinu í fyrra, og seinnipartinn í vetur sótti iþað um að bærinn gæfi,því eítir 1 bryggjuleigu upp undir 3 þús. kr., af því það gæti ekki greitt hana. Nú í sumar hefir félagið ekki saltað hér síld nema tæpar eitt þúsund tunnur, svo ekki er líklegt að hag- ur þess verði blómlegri en -áður, enda kom verkstjóri Söltunarfélags- ins konunni sinni fyrir hjá Hall- grími og Jóni við söltun í sumar, af því honum mun hafa þótt væn- Iegra með kaupgreiðslurnar hjá þeim félögum, þó kaupið væri lægra á pappírnum, heldur en hjá Söltunarfélaginu, eftir alla frammi- stöðu þess. Nú hrópar »Verkamaðurinnc til ALPÝÐUMAÖÖRINN stúlknanna, sem vinna við síldár- verkunina, og segir að þær verði að hefja baráttu fyrir taxta »Eih- ingar*. Petta sívellandi máltól kom- múnistanna þorir ekki lengur að nefna félög þau, sem Elísabet og Steingrímur veita forstöðu í sam- bandi við baráttu fyrir kaupi fólks- ins. Það veit að enginn imaður trúir þeim 'til neins, og að ávöktur- inn af starfi þeirra er enginn annar en nokkrar sí-malandi kjaftakindur í pilsum og buxum, sehi Stagast á því sínkt og heilagt, að taktinn, sem Einar og állt hans lið sveik að koma í framkvæmd, skuli ekki vera greiddur. Fyrra Sunnudag skeði það á Siglu- firði, að hópur kommúnista fór heim að húsi þýska konsúlsins þar, skáru niður þýska fánann (haka kiossinn) rifu hann í tætlur, tróðu á honum í forinni og hrópuðu ókvæðisorð að þýska konsúlnum. Rétthöld hafa farið fram út af þessu uppþoti og plöggin svo send stjórnarráðinu. Uppþot þetta er há kommúniskt og fávíslegt eins og við var að búast. — Lítur út fyrir að uppþotsfólkið kunni ekki að gera greinarmun á ræðis- mannafána og fánum þeim, sem póli- tískir flokkar nota, Erlendis víða, líð- ur verkalýðurinn nasistasveitunum ekki að flagga með hakakrossfánanum, en á húsum þýskra sendiherra og ræðismanna er hann friðhelgur. Þar á meðal í brennipúnkti sosialismans, Moskva í Rússlandi. Þetta uppþot »kommanna« á Siglufirðí er því ekk- ert annað en enn ein sönnun þess, hve þeir eru grunnhyggnir og ólægn- ir á að gera nokkuð það, sem að gagni eða sóma má verða. Nýlátin er hér í bænum húsfrú Jóhanna Hallgrímsdóttir, kona Hall- gríms Arnasonar fiskimatsmanns. — Jóhanna heit. var nær áttræð að aldri. — A Sunnudaginn lést hér í bænum ekkjati Guðrún Björnsdóttir, móðir Ahfons Tómassonar sjómanns og þeirra systkina, 8Q ára gömul. 3 Fríðrik erfðaprins kom híngað tii bæjariixs með íslandi á Sunnudaginn. Var honum veitt móttaka af bæjarstjórn. Lúðrasveitin lék fáein lög, landgangurinn var skreyttur, íánar blöktu á stöngum á bryggjunni og kvenskátar stráðu blómum fyrir fætur géstsins er hann gekk í bæinn. Um kvöldið óku bæjarfulltrúarnir, sem hafa gaman af þessu tildri, með erfðaprinsínn inn í Eyjafjörð. í gærmorgun fór prinsinn í bíl til -Mývatns, til að njóta norðleaskrar náttúrufegurðar og sólskins, en náttúran var svo typpilynd, að breiða þoku yfir hlíðar og hálsa og steypa stórrigningu úr loftinu, jafnt yfir »tigr.a« sem ótigna. Hneykslismál syðra. All umfangsmikið áfengislaga- bi otamál er á ferðinni í Reykjavík, og er enn í rannsókn. Er fengin vissa fyrir þvi, að margir læknar og flestar lyfjábúðirnar í borginni hafa orðið sek við áfengislöggjöfina, og það í stórum stíl. Verður nánar frá þessu sagt þegar málið er lengra á veg komið. Sannar þetta mál, ásamt svo mörgu fleiru, hve hált mörgum verður á að fást við áfeng- ið, þótt »besta íólk« sé, og heppi- legast er, fyrir allra hluta sakir, að taka það frá þeim. Helgi Schiöth hefir af bænum ver- ið ráðinn næturvörður um þriggja mánaða tíma og er hann tekinn við störfum. Einnig hefir bæjarstjórnin ráðið 6 aðstoðarlögregluþjóna, sem veita eiga aðsloð við að halda uppi almennri reglu i bænum. Eru þeir þessir: Gestur Pálsson, Glerárgötu 6. Guðmundur og Magnús Jónassynir Glerárgötu 7, Jón Norðfjörð bæjar- gjaldkeraritari, Tómas Steingrímsson verslunarm. og Porvaldur Stefánsson verslunarmaður. Ný lögreglusamþykkt fyrir bæinn er nú í uppsiglingu. Síldveiðin hefir verið hin besta fram að þessum tíma, hversu lengi sem hún helst. Mörg síldarskipanna eru þegar búin að afla ágætlega. — Um afla útlendinga úti fyrir hefir ekki frést enn svo'fábyggilegt sé.S

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.