Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 15.08.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 15.08.1933, Blaðsíða 1
i*SK: ALPÝÐUMAflDRINN III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 15. Ágúst 1933. 45 tbl. Frá því var skýrt í síðasta blaði, að Rsektunarfélag Norðurlands væri í þann veginn að selja Trjáræktarstöðina innan við klrkjuna Baldvin Ryel, kaup- manni hér í bænum. Var í blaðinu bent á hversu fyrirlitlegt hneyksli það væri, ef þessi trjáræktarstöð, sem er fyrsta trjáræktarstöðin hér á landi yrði látin af höndum til einstiks manns, þar sem hér væri um menjar að ræða, sem bæri að vernda í höndum þess opinbera, og ef þeir skussar væru nú orðnir mestu ráðandi í Ræktunarfélagi Norðurlands, sem vildu eyðileggja þau verk, sem fyrirrennarar þeirra hefðu best unnið, þá ætti Akureyrar- bær að afstýra því hneyksli með því að taka umrædda trjáræktarstöð í sínar hendur og vernda þessar menj- ar frá glötun, En sama daginn og blaðið kom út með umrædda grein er boðaður aukafundur í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem Ræktunarfélagið að nafninu til býður Akureyrarbæ for- kaupsrétt að Trjáræktarstöðinni, af því að á næsta bæjarstjórnarfundi á undan voru þeir Sigurður Hlíðar, formaður Ræktunarfélagsins, og Ólafur Jónsson framkvæmdarstjóri þess brýndir á því að þeim bæri að bjóða Akureyrarbæ forkaapsrétt að Trjáræktarstöðinni, þar sem bærinn hefði upphaflega gefið land undir stöðina og girðingu um hana. Pað kom þegar í ljós á þess- um aukafundi bæjarstjórnarinnar, að forkaupsréttartilboð Ræktunarfélagsins var ekkert annað en hræsni af hendi þeirra Sigurðar og Ólafs, og að þeir voru bunir að tryggja sér atkvæði alls íhaldsins í bæjarstjórninni, til þess að hafna forkaupsréttinum. Svo var dóna- háttur Sig. Hlíðar mikill á fundinum í garð bæjarins, að hann þverneitaði að nokkur frestur yrði gefinn í málínu til íhugunar, og heimtaði að verð trjáræktarstöðvarinnar yrði greitt út daginn eltir, ef bærinn keypti, og þó þarf samþykkt tveggja bæjarstjórnar- funda fyrir útgjöldum úr bæjarsjóði. Undanfarið hafa fundir bæjarstjórn- arinnar ekki verið haldnir á réttum tíma vegna anna bæjarfulltrúanna, en nú þegar íhaldið í bæjarstjórninni var kallað til þess að þóknast einum af sínum gæðingum með því að láta hann fá f hendur blómlegasta blettinn í bænum, þá mætti það allt með tölu til þess að veita gæðingnum þessa aðstöðu. Páll Briem varð fyrsti hvatamaður að skógræktinni hér norðanlands, og gekkst fyrir því að trjáræktarstöðin við kirkjuna yrði sett á stofn. Fyrsti trjágróðurinn hér á landi var haf- inn með stofnun þessarar trjáræktar- stöðvar vorið 1900. Pað má því segja að trén sunnan við kirkjuna séu lif- andi minnisvarði Páls Briems, Sigurð- ar búnaðarmálastjóra, Jóns Chr. Ste- fánssonar, Stefáns skólameistara og fleiri áhugasamra manna, sem hrintu skógræktinni af stað hér á landi með þessari trjástöð. Um miðja þessa öld hefði mátt vænta að þau tré, sem þarna voru fyrst gróðursett, væru bú- in að ná fullum vexti, ef þeim hefði verið sómi sýndur eins og vera ber, en í stað þess er þessi minnisvarði framtaksmannanna frá síðustu aldamót- um seldur í hendur útlendings, sem hefir þann eina tilgang að nota ávöxt- inn af starfi hugsjónamannanna frá 1900 sér til augnagamans. ^ ^, NYJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 9: I- Hljóm- og talmynd í 9 þátt- um. — Aðalhlutverkið leikur hin heimsfræga Marlene Dietrich. Myndin gerist að mestu í Kína og er ánnáluð fyrir tramúrskarandi spennandi atburði. Pegar rakin er saga þessarar trjá- ræktarstöðvar kemur i Ijós hin hraða afturför, sem orðið hefir á Ræktunar- félagi Norðurlands á síðustu árum, sem hlítur að slá óhug miklum á þá menn, sem fylgst hafa með þeim mál- um frá upphafi. Félagið hefur göngu sína með eldmóði Páls Brieni, Sigurðar Sigurðssonar, Stefáns Stefáns- sonar og fleiri áhugamanna. Fundir félagsins fulhr af áhuga og björtum vonrim framan af árum þess. Vonirn- ar rætast á margan hátt, í skógrækt, grasrækt, matjurtarækt, búpeningsrækt. Nú er að verða hljótt um ræktarstarf- semi fé'agsins. Á fundum félagsins eru nú, þegar best gerir, lesnar upp þurrar skýrslur um grasræktartilraunir f stöð félagsins hér, sem geta verið fróðlegar fyrir þá, sem á hlusta, en fremur gætir lítið áhifa þeirra í gras- ræktinni út um sveitir Norðurlands. Skógræktin, sem á fyrstu árum Rækt- unarfélagsins var ein af sterkustu lyfti- stöngum undir þeim vonum, sem al- mennt voru bundnar við félagið, og

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.