Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.09.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 05.09.1933, Blaðsíða 3
ALÍ>ÝÐ um aðurinn € Porsteinn P. Porsteinsson skáld frá Vesturheimi, er nýlega kominn heim, en til hvað langrar dvalar veit blaðið ekki. — Um helgína var búið að salta 218,- 413 tunnur af síld á öllu landinu. Er það um 20 þús. tn. minna en í fyrra. Helmingurinn af þessari síld hefir verið matjessaltað. Síldarverk- smiðjurnar eru búnar að taka á móti 731,083 hl. og er það 235 þús. hl. meira en í fyrra, Sildveiði mun nú vera Iokið að heita má. Veiði útlend- inga hér við land befir verið mjög lítil i sumar. Síldarverðið hefir stigið í Svíþjóð. Millisíld hefir veiðst hér úti f firðinum. Útlánsvextir hafa lækkað í Lands- bankanum niður í b%. Gullverð ísl, krónu er nú röskir 52 aurar. Kol eru seld hér á bryggju I dag á 35 krónur smálestin. /. Vennerström. hervarnarráðherra Svíþjóðar hefir dval- ið í Reykjavík undanfarið, Hann er gifiur íslenskri konu. Vennerström er jafnaðarmaður og á sæti í ráðuneyti jafnaðarmannastjórnarinnar í Svíþjóð, sem mynduð var eftir hinn glæsilega sigur alþýðunnar í kosningunum i fyrrahaust. Hinn frægi svínshausa söguhöfundur, Jón Guðmann, réðst með skitkasti að Vennerström í síðasta »Verkam.« fyrir það, að það hafi fundist skemdar kartöflur í Svíþjóð efiir að hann varð ráðherra. Sé þetta ósvikinn undirbúningur undir árásar- stríðið á Sovjet. Svona muni líka fara þegar Erlingur Friðjónsson verði orðinn hervarnaráðherra fslands. Ættu allir þeir, sem kartöflur rækta, að taka höndum saman um að varna þvf, að E. F. komist í, þessa tign, svo þeir fái að hafa kartöflur sínar óskemdar. Hitt þarf ekki að taka fram, að sagan um Vennerström og kartöflurnar i Svíþjóð er svínahausasaga Guðmanns í breyttri útgáfu. Ábyrgðarmaður: Erlingur Friöjónsson,' !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ss ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ss ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ BEZTA KAFFIÐ fáið þér aðein* með því að nota brennda og malaða kaffið í bláröndóttu pokunum frá ibrennslu 0.1 og blanda kaffið með hinum þjóðfra:ga Ludvig David kaffibætir. NB. Þessar vörur fást hjá öllum versl- unum, sem hafa gott kaffi og góð- an kaffibætir á boðstólum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■Í555S55 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Handan yflr hðfin. Ekki batnar ástandið í Pýskalandi, Stjórnin fálmar í hinu og þessu, en alt er starf hennar sundurleitt og fjarri því sem hún lofaði í fyrstu. í nasista- flokknum ólgar alt og síður af sund- urþykkju og valdastreytu. Annan dag- inn eru gerðar ráðstafanir til að fá fólk inn í flokkinn. Hinn daginn eru þrengd inntökuskilyrðin. Pólitísk morð og fangelsanir halda áfram. Atvinnu- leysið heldur áfram að vaxa. Stjórnin gefur að visu út tilkynningar um að við þessa eða hina verksmiðjuna hafi svo og svo margir menn fengið at- vinnu, en hins er ekki getið, að ef til vill hafa helraingi fleiri verkamenn verið reknir úr vinnunni, til þess að þessir «nýju« menn kæmust að. Eitt er það þó sem stjórnin vinnur að með alúð. Pað er að fylla þjóðina af hernaðaranda. — Börnunum eru kendar einfaldari heræfingar, samfara því að þeim er innprentað, að æðsta takmark þeirra í lífinu sé að verða góöur hermaður. Leikfimis- og »sport«klúbbum öllum hefir verið breytt í herdeildir, þar sem vopna- burður er kendur. Pjóðargorgeir pg R Q n -bilar bestir. o.o.símj 260 hatur til allra þjóða er aðal andleg fæða æskunnar í skólunum, og hvar- vetna sem um félagslíf er að ræða. Samfara öllu þessu, stendur svo nas- istaflokkurinn bak við ósvífna »agi- tation* fyrir nasismanum í öðrum löndum. Nýlega byrjaði að koma út í Amsterdam í Hollandi, blað land- flótta Pjóðverja. Heitir það »Freie Presse*, og hefir það hlutverk með höndum, að kynna heiminum bið raunverulega ástand í Pýskalandi. Að blaðinu standa margir af frægustu rithöfundum Pýskalands, sem nasist- arnir hafa rekið úr landi. Blaðið er því afburða vel ritað, og hefir þegar fengið mikla útbreiðslu. Pað forðast öfgar en heldur sig við blákaldar staðreyndir hins hroðafengna veruleika nasistaæðisins þýska, og skýrir skýrt og átakanlega frá þeirri andlegu hnign- un, sem átt hefir sér stað í Pýska- landi eftir valdatöku nasistanna. I Noregi standa almennar kosning- ar fyrir dyrum. Er kosningahriðin þegar í algleymingi hjá öllum flokk- um, en íhaldið byrjaði tímanlega í

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.