Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 10.10.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 10.10.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 Sími 309. MATARSTELL — falleg og ódýr — verða seld þannig, að kaupandinn getur sjálfur valið, hve mikið hann vill hafa í »stell«. Einnig munu venjulega verða fyrirliggjandi einstök stykki úr »stellum«. sem hægt verður aö selja sérstaklega. BraunS'Verslun. Páll Sigurgeirsson. Jörð, III. árg. hefir blaðinu borist nýlega. Hér er ekki um neina smáræðis bók að ræða; hart nær 300 blaðsíður í lítið minna broti en Guðbrandarbiblía. Efnið er fjölskrúðugt að sama skapi, og ekkert rúm hér til að telja það a!t upp. Hitt er óhætt að fullyrða að »Jörð« hefir að geyma nokkurra mán- aða umhugsunarefni handa hverjum meðal manni, og gefur það nokkra hug- mynd um hve merkt þetta tímarit er. Og ekki er það siðpillandi. Ættu þeir, sem vilja lesa eitthvað, sem vekur hjá þeim umhugsun, að ná sér í »Jörð» og lesa hana. Skýrsla Gagnfræðaskólans í Reykjavik fyrir árið 1932—33 er nýkomin. Alls nutu kenslu í skólanum þetta ár 166 nemendur. Kennslufyrirkomu- lag var iíkt og áður og kennaralið það sama. Farnir að /inast. Pann 26. Sept. s.l. kom tankskip- ið Elsa Erzberger til Siglufjaröar til að taka lýsi hjá ríkisverksmiðjunni, Formaður kommúnistasellunnar þar, Sveinn Porsteinsson, fór um borð og flutti skipið upp að bryggju. Haka- krossfáninn blakti á fremsta mastri skipsins, en kommúnistakempan stóð á stjórnpalli og tók peninga fyrir. flakakrossfána-uppliot kommúnistanna. Hér á Akureyri, í Reykjavík og á Eskifirði hafa kommúnistar nú í haust reynt að koma af stað óeyrð- um, vegna þess, að þýsk skip, sem hingað hafa komið, hafa haft uppi hakakrossflaggið þýska, samkvæmt skipun frá þýsku stjórninni. Petta mun hafa verið gert til þess að frnmhlaup siglfirsku kommunist- anna í sumar, þegar þeir réðust á konsúlaflaggið, væri ekki eins ein- stætt og áberandi. Lfka tilraun til að fá eitthvað af verkamönnum til að taka þátt í þessari flónsku. Af því að kommúHÍstarnir og blöð þeirra, hafa notað þessi uppþot sín, og niðurlag í sambandi við þau, til að svívirða þá verkamenn, sem ekki hafa viljað gerast fífl þeirra, og vegna lyga þeirra um stjórn Dags- brúnar í Reykjavík, út af fána- uppþotinu þar, þykir rétt að birta hér yfirlýsingu Dagsbrúnarstjórnar- ianar, sem formaður hennar las upp á hafnarbakkanum uppþotsdaginn, og prentuð hefir verið í Alþýðubl. og víðar. Hún er svo hljóðandi: »Þrátt fyrir þá megnu andúð, sem Verkamannafélagið Dagsbrún hefir á stjórn Nasista í Týskalandi, legg- ur það ekki afgreiðslubann á þýsk skip, þótt þau hafi uppi stjórnarfán- ann þýska með nasistamerkinu, þar R Cn -bílar besíír. Sími 260 sem það er opinber fáni þar í landi og á þýskum skipum«. Og í grein, sem Héðinn Valdi- marsson ritar um afstöðu alþýðu- samtakanna til þessa skrípaleiks kommúnistanna, segir hann meðal annars: »Alþýðusamtökin munu halda uppi sjálfsforræði sínu og sjálfsákvörðun- arrétti hvort heldur sem er gegn kommúnistum, nasistum, fhaldi, rík- isstjórn eöa atvinnurekendum. Þau munu standa á veröi gegn öllum nasistiskum bardagaaðferðum og valdasókn hér á landi og nota þar afl sitt. Þau telja þá baráttu öfluga gegn nasisma og fasisma, að yfir- vinna þá stefnu í landinu sjálfu. Þau vilja hjálpa skoðanabræðrum í Þýskalandi og annars staðar, en þá svo að gagni verði, en ekki með neinum skrípaleik, sem engum gagnar. Alþýðusamtökin víða um Norður- álfu vinna að því, aö þýskar vörur séu ekki keyptar, þó að þau afgreiði þær, þegar þær eru innfluttar. Sú bardagaaðferð verður nasistunum þýsku hættulegri en slagsmál um fánaduluna þeirra og má mikið vera, ef það kemur ekki nasistastjórninni þýsku, sem nú riðar í sessi, á knén skjótlega En um slíkan raunveru- legan bardaga kæra kommúnistarn- ir sig alls ekki. Pað telja þeir skaða Rússlands! Sem betur fer munu alþýðusamtökin halda sinni stefnu án tillits til sprengingarmanna alþýðuhreyfingarinnar, sem hér, eina og annars staðar, vinna gegn alþy^öu- samtökunum.* Mjólk fæst daglega hjá Jóni J. Jóntantssyai járnsmið. . i 'j v Jón Norðfjörð söng gamanbragi og sagði sögur í Samkomuhúsinu á Sunnudagskvöldið, fyrir húsfylli á- heyrenda. Bragirnir voru allir nýir af nálinni; Var skemtandanum vel fagnað að vanda. Alþingi er kvatt saman til£auka- fundar 2. Nóv, n. k.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.